Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7290 svör fundust
Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?
Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...
Hver er Jerome S. Bruner?
Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...
Hver var Alexander Fleming?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...
Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?
Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...
Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...
Af hverju er Andrés Önd svona reiður?
"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við min...
Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?
Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...
Hvað er veðkall?
Veðkall er þýðing á enska heitinu 'margin call'. Hugtakið er meðal annars notað í verðbréfaviðskiptum þegar hlutabréf eru keypt með lánsfé að hluta og bréfin sett að veði fyrir láninu. Algengt er að sá sem veitir lánið krefjist þess að verðmæti bréfanna sem lögð eru að veði sé nokkru meira en upphæðin sem lánuð er...
Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?
Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...
Hvað þýðir spakmæli Seneca: Cui prodest scelus, is fecit?
Setningin þýðir orðrétt: "Sá, sem glæpurinn gagnast, framdi hann". Hún er höfð eftir Medeu í samnefndu leikriti (línur 500-501) eftir rómverska heimspekinginn og rithöfundinn Lucius Annaeus Seneca. Medea sakar Jason um að bera ábyrgð á ódæði hennar vegna þess að hann hafi grætt á því. Hún segir: Þeir [glæpir...
Getið þið sagt mér eitthvað um Miðgarðsorminn og Fenrisúlf?
Miðgarður er nafn úr norrænni goðafræði og var það notað um hina byggðu jörð. Miðgarðsormur var eitt þriggja afkvæma Loka Laufeyjarsonar með tröllskessunni Angurboðu. Miðgarðsormur var einn af erkifjendum Ása og umlukti hann Miðgarð. Margar sögur eru til um Miðgarðsorm og samskipti hans við Þór. Ein sú frægast...
Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?
Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...
Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi? Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfa...
Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?
Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...
Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?
Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....