Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1563 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?

Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?

Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fólk verið af millikyni?

Í stuttu máli er svarið já, því bæði er til fólk með útlitseinkenni beggja kynja og tvíkynja einstaklingar með fullþroskaða kynkirtla beggja kynja. Hins vegar er ekki víst að rétt sé að tala um millikyn heldur er frekar hægt að segja að vísindamenn séu að átta sig á því að mörkin sem við höfum hingað til dregið mi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu? Lögun fjallsins er allt öðruvísi en á hefðbundnu móbergsfjalli. Hestfjall lætur ekki mikið yfir sér, þar sem það liggur framlágt nokkru austan við Selfoss. Jarðfræði þess var nokkuð könnuð upp úr miðri síðustu öld, meðal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips. Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eims...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...

category-iconHagfræði

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...

category-iconMannfræði

Hver var Margaret Mead og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Margaret Mead sem með sanni má kalla eina af mæðrum mannfræðinnar, fæddist 16. desember 1901 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, elst fjögurra systkina. Móðirin var félagsfræðingur að mennt og faðirinn prófessor í hagfræði við háskólann í Pennsylvaníu. Mead lauk meistaraprófi í sálfræði frá Barnard College og stundaði d...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?

Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...

category-iconSálfræði

Hver var Carl Gustav Jung?

Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski K...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?

Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?

Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?

Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...

category-iconLæknisfræði

Getur kannabis læknað krabbamein?

Upprunaleg spurning Helgu var: Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu? Og Kristinn spurði: Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur? Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að ly...

Fleiri niðurstöður