Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 620 svör fundust

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

Nánar

Getur hvönn valdið uppblæstri?

Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...

Nánar

Hvaða hvalategund gleypti Jónas?

Það er í raun ekki hægt að ákvarða nákvæmlega hvers lags skepna gleypti Jónas. Í hebreska textanum er einfaldlega talað um „stóran fisk“, dag gadol, en dag hefur almenna skírskotun til hvers konar fisks sem vera kann. Þar með er auðvitað ekki útilokað að höfundurinn hafi haft hval í huga enda ekki ólíklegt að menn...

Nánar

Af hverju er orðið gerekti dregið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið? Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þ...

Nánar

Hvers kyns er orðið mör?

Orðið mör er karlkynsorð og beygist þannig: et.með gr.ft.nf.mörmörinnmörvarþf.mörmörinnmörvaþgf.mörmörnummörvumef.mörsmörsinsmörva Þegar orðið er notað í fleirtölu er átt við innanfitu úr hverri einstakri kind sem hnoðuð er saman og löguð í kringlótta, oftast kúpulaga, köku. Þá er til dæmis hægt að segja: „Á...

Nánar

Hver er skilgreiningin á því "að vera"?

Sögnin “að vera” getur haft þrjár mismunandi merkingar sem hljóta mismunandi meðhöndlun í rökfræði. "Að vera" má ýmist nota til að mynda umsögn, tilvistarstaðhæfingu eða staðhæfingu um samsemd. Þessu er best lýst með dæmum: Umsögn: "Snælda er köttur." Hér er sagnorðið notað til að mynda umsögnina “að vera köt...

Nánar

Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á?

Alsameinaðar sviðskenningar (e. grand unified theories, GUT) ganga út á að sameina þrjár af fjórum víxlverkunum í náttúrunni í eina kenningu. Þær eru veika og sterka víxlverkunin auk rafsegulvíxlverkunarinnar. Snemma á nítjándu öld var talið að rafmagn og segulmagn væru ótengd fyrirbæri; annað hefði eit...

Nánar

Hvernig leysir maður jöfnu með þremur óþekktum stærðum?

Ef við höfum aðeins eina jöfnu með þremur óþekktum stærðum er líklegast að jafnan hafi óendanlega margar lausnir. Sem dæmi um undantekningu frá þessu má nefna jöfnuna x2 + y2 + z2 = 0en hún hefur eina og aðeins eina lausn þar sem x, y og z eru rauntölur, það er að segja lausnina x = y = z = 0. Jafnanx2 + y2 +...

Nánar

Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?

Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund. ...

Nánar

Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?

Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...

Nánar

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

Nánar

Hvernig verkar sjónvarp?

Rafeindabyssa í myndlampa sjónvarpsins skýtur rafeindum á skjáinn og þar sem rafeindirnar lenda lýsist skjárinn upp og við sjáum ljós. Til þess að þetta gangi upp þarf skjárinn að vera húðaður að innan með efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir skella á því. Til að fá svarthvíta myn...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?

Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin. En spurt er um tegundir eða gerðir af þróunarkenningum. Færa má fyrir því rök að til séu tvenns konar þróunarkenningar. Þróun er breyting á ástandi einhvers kerfis í tíma. Þróu...

Nánar

Fleiri niðurstöður