Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

Hvað hét hestur Alexanders mikla?

Stríðsfákur Alexanders mikla Makedóníukonungs (356-323 fyrir Krist) hét Búkífalos, en það merkir uxahaus. Búkífalos dó af sárum sem hann hlaut í síðustu stórorrustu Alexanders við ána Hydaspes sem nú nefnist Jhelum og er í Pakistan. Til að minnast hans reisti Alexander borgina Búkefala sem stóð að öllum líkindum þ...

Nánar

Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?

Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...

Nánar

Hvernig varð Laugarvatnshellir til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í fréttum undanfarið hefur verið sagt frá hellinum á Lyngdalsheiði, spurningin er, hvernig varð hellirinn til? Sennilega er hér átt við Laugarvatnshelli sem verið hefur í fréttum nýlega (2017); hann telst vera af mönnum gerður, grafinn í móberg. Um hella almennt á þess...

Nánar

Hver er munurinn á stjörnu og tungli?

Það er mikill munur á tungli og stjörnu. Stjörnur eru sólir sem framleiða eigið ljós og hita líkt og sólin okkar gerir. Sólstjarna myndar orku sína við ákveðið ferli sem nefnist kjarnasamruni, en þá ummyndast vetni í kjarna stjörnunnar í helíum. Stjarna getur mest haft 120 sinnum meiri massa en sólin okkar, ef hún...

Nánar

Hver er munurinn á trölli og skessu?

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...

Nánar

Af hverju ryðja ár sig?

Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...

Nánar

Hver er munurinn á álfum og huldufólki?

Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...

Nánar

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...

Nánar

Hvað er skötufótur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er skötufótur? Samanber: þegir barn er það nagar skötufótinn. Í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir, (IV:352) segir: „Við kviðuggana á skötuhæng er allstór sepi – skötufótur. „Þegir barnið meðan það etur skötufótinn,“ er sagt, þegar ætla má, að einhver sé ...

Nánar

Hvenær hæfir skel kjafti?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið? Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritm...

Nánar

Voru til strigaskór 1918?

Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag. Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní ...

Nánar

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...

Nánar

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?

Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...

Nánar

Eru apakettir og lemúrar sama dýrið?

Upphafleg spurning er sem hér segir: Hvaða dýr ganga undir nafninu apakettir? Eru það lemúrar? Hvers vegna eru þessum tveimur dýrategundum steypt saman í eitt nafn? Allir svokallaðir apar og hálfapar tilheyra ættbálki prímata sem telur alls 412 tegundir. Minnsta tegund prímata er lemúrategundin pygmy mouse lemu...

Nánar

Fleiri niðurstöður