Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1859 svör fundust
Hvaða strik er átt við þegar menn ná sér á strik?
Orðasambandið að ná sér á strik merkir ‘takast eitthvað eftir að áður hafði illa gengið’. Það er þekkt frá fyrri hluta 20. aldar. Strik merkir þarna ‘stefna’. Hugsanlegt er talið að það tengist því þegar menn sigldu eftir áttavita og ákveðinni stefnu var náð. Í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:846)...
Hvað eru stærstu rotturnar á Íslandi stórar?
Í grein sinni „Nagdýr á Íslandi“ í ritinu Villt íslensk spendýr, segir Karl Skírnisson líffræðingur að búklengd brúnrottunnar (Rattus norvegicus) sé 18-26 cm og halinn 15-22 cm langur. Þyngdin er á bilinu 140-400 g. Brúnrotta (Rattus norvegicus) Í erlendum rannsóknum kemur fram að afar sjaldgæft sé að rottur ver...
Hvert er farið fram í rauðan dauðann?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf? Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskól...
Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...
Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?
Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...
Hvað er TNT og hvernig virkar það?
TNT er skammstöfun á efninu 2,4,6-trínítrótolúen en efnabyggingu þess má sjá hér fyrir neðan. TNT er fölgult og lyktarlaust fast efni með bræðslumark 80°C og suðumark 240°C. TNT er best þekkt sem sprengiefni. Það finnst ekki í náttúrunni en var fyrst búið til árið 1863 af þýska efnafræðingnum Julius Wilbrand (1839...
Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?
Gallirallus dieffenbachii er útdauð fuglategund af ætt rella (rallidae). Tegundin var einlend á þremur eyjum í Chathman-eyjaklasanum austan Nýja-Sjálands (einlend merkir að tegund finnst ekki annars staðar). Þessar þrjár eyjur eru smáar, stærst er Chathameyja sem er rúmir 800 ferkílómetrar, Pitteyja er aðeins tæpi...
Hvað gerist við tæringu málma í sýru og hvar er hægt að fá upplýsingar um staðalspennu málma?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér eitthvað um bruna og leysni málma í brennisteinssýru? Í svarinu Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu? er rætt um galvaníska tæringu málma en hún getur orðið þegar tveir málmar í raflausn snertast (eða tengjast með rafleiðandi vír). Málmurin...
Hvað er hinn svokallaði G-blettur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...
Hvað er gerilsneyðing?
Gerilsneyðing er íslenskt heiti yfir hugtakið pasteurization sem á við um frekar væga hitameðhöndlun matvæla. Erlenda heitið vísar til franska vísindamannsins Louis Pasteur sem þróaði aðferðina á seinni hluta 19. aldar til að koma í veg fyrir að vín spilltist. Gerilsneyðingu er mikið beitt í framleiðslu matvæla, s...
Hver er stysta þekkta setning á íslensku sem hefur að geyma alla bókstafi íslenska stafrófsins?
Þrátt fyrir leit hef ég hvergi séð setningu sem talin er sú stysta með öllum íslenskum bókstöfum. Í henni þurfa að vera:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 stafir.Það er ágæt þraut fyrir samkvæmi að láta búa til slíkar setningar og alls ekki auðveld. Oftast verður líklega að nota einhver...
Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?
Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...
Hvernig eru hraun flokkuð?
Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...
Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir ...
Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...