Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 169 svör fundust

Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...

Nánar

Er satt að hundar verði blindir fái þeir sykur?

Hér er einnig svar við spurningunum:Er venjulegt súkkulaði sem menn leggja sér til munns hættulegt hundum á einhvern hátt?Geta hundar í alvöru orðið blindir ef þeir borða súkkulaði?Ef dýri, til dæmis hundi, er gefið of mikið af sykri verður það þá blint? Það er ekki alveg rétt að hundar verði blindir við það að...

Nánar

Hvað er feit lifur og af hverju stafar hún?

Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin fyrir fitusöfnuninni er. Algengustu orsakir eru miki...

Nánar

Er kvikasilfur hættulegt fyrir heilsuna og hvernig berst það í líkamann?

Kvikasilfur er frumefni og tilheyrir hópi mjúkra málma. Eins og við á um flest önnur frumefni finnst það oftast sem efnasamband. Kvikasilfur er að finna í jarðskorpunni, í jarðvegi, bergi og vatni og jafnvel að einhverju leyti í andrúmsloftinu. Það kemur fyrir sem frumefnið kvikasilfur sem er fljótandi málmur eða ...

Nánar

Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?

Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða stingfrumur (cnidocytes). Eins og myndin sýnir eru þær nokkurs konar hylki utan um frumulíffæri sem á latínu nefnist cnidae. Inni í þessu tiltekna líffæri er svokallað stinghylki (nematocyst) og þegar fruman er látin óáreitt er það samanv...

Nánar

Af hverju kemur blóð þegar við dettum?

Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...

Nánar

Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?

Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt. Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alve...

Nánar

Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvers vegna rekast geimför aldrei á aðskotahluti út í geimnum? Er hægt að forðast það? (Þorvaldur Hermannsson)Stafar jörðinni hætta af svokölluðu geimrusli, og ef svo er, er hægt að eyða því? (Trausti Salvar)Er það rétt að á sporbaug um jörðu þjóti skrúfur og annað dras...

Nánar

Hvað er blóð?

Blóð samanstendur af blóðvökva, sem er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins, og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðfrumurnar eru þrenns konar; rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Af þessum þremur tegundum fruma eru rauðkornin fyrirferðamest því við eðlilegar aðstæður mynda þau um 45% af blóðinu. Lesa má ...

Nánar

Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?

Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...

Nánar

Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?

Með "glervatni" er væntanlega átt við það sama og kallað hefur verið "Wasserglas" á þýsku. Engin ein efnaformúla er til fyrir glervatn, en um er að ræða vatnsleysanleg natríum- og/eða kalíumsiliköt eða megnar vatnslausnir þeirra. Framleiðslan fer fram með því að bræða saman SiO2, til dæmis kvartssand, og natríumka...

Nánar

Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?

Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...

Nánar

Er hættulegt að láta braka í puttunum?

Brak í liðamótum og afleiðingar þess hefur ekki mikið verið rannsakað, en svo virðist sem það auki ekki líkurnar á liðagigt eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Rannsóknaniðurstöður taka þó ekki af allan vafa um það mál. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að sé oft og mikið látið braka í liðum geti þa...

Nánar

Fleiri niðurstöður