Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 327 svör fundust

Hvað er úrkoma í grennd?

Veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í 100 mismunandi „gerðir“ veðurs, hver gerð á sér tölu á bilinu frá 00 til 99. Frá 1949 til 1981 var algjör skylda að nefna einhverja tölu, en frá og með 1982 var leyft að sleppa henni ef hún féll á flokkana 00 til 03 - en þær greina aðeins á milli mismu...

Nánar

Hvernig losnar maður við silfurskottur?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) eru meðal algengustu meindýra í híbýlum manna hér á landi. Algengast er að menn eitri fyrir silfurskottunum til að losna við þær. Þá er venjulega kallaður til sérfræðingur á þessu sviði, meindýraeyðir, þar sem sérstök leyfi þarf til að nota eiturefnin sem beitt er gegn silfurskot...

Nánar

Hver er uppruni orðsins krakki?

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...

Nánar

Hvað eru hvalir með langa þarma?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur? Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar ...

Nánar

Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans?

Í þessu svari er miðað við að átt sé við líffæri í kviðarholi fisks, það er að segja innyflin. Þegar innyfli eru fjarlægð úr kviðarholinu er talað um að slægja. Hlutfall þess sem eftir stendur þegar fiskur er slægður má kalla slægingarhlutfall en einnig er talað um slóghlutfall og slægingarstuðla. Slægingarhlu...

Nánar

Hvers vegna eru Sunnlendingar svona linmæltir?

Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið kannað hvers vegna sú þróun varð að bera fram lokhljóðin p, t, k í innstöðu á eftir löngu sérhljóði, sem á norðanverðu landinu eru fráblásin harðhljóð, sem órödduð linhljóð [b, d, g] annars staðar. Harðmælisframburðurinn er talinn eldri í málinu, en linmælið hefur só...

Nánar

Hvað eru eistu á steypireyði þung?

Þegar fjallað er um líffærafræði stórhvala á borð við steypireyðina, sem er stærsta skepna sem nokkurn tímann hefur lifað á jörðinni, þá verða tölur um stærð þeirra og þyngd tröllslegar. Það á einnig við um kynfæri þessar stórhvela. Getnaðarlimur steypireyðartarfa er að meðaltali um 2,4 metrar á lengd, en það s...

Nánar

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

Nánar

Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?

Þetta stafar sennilega af því að kalda vatnið á baðinu er meira notað en í eldhúsinu, bæði oftar og meira í einu. Kannski hagar auk þess svo til hjá spyrjanda að vatnið í eldhúsið fer langa leið eftir að það greinist frá vatninu sem fer í baðherbergið. Vatn sem stendur kyrrt í leiðslum lagar sig að hitastiginu...

Nánar

Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?

Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...

Nánar

Hvenær eru bænadagar?

Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags eru skírdagur og föstudagurinn langi nefndir bænadagar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um þessa notkun er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1887: Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa, enn brá til bata með bænadögunum. Aðeins yngra dæmi úr sama blaði frá 1893 er eft...

Nánar

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

Nánar

Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni?

Til að svara þessari spurningu er vænlegast að skoða jarðfræðikort (mynd). Þar eru sýnd gosbelti landsins og innan þeirra hraun runnin eftir ísöld, með yngri hraun frá því eftir landnám merkt sérstaklega. Bæja, það er þéttbýliskjarna, sem byggðir eru á hrauni er þarna að leita. Gosbelti á Íslandi og hraun runnin...

Nánar

Hvað þýðir passía?

Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...

Nánar

Fleiri niðurstöður