Eldur kviknar þegar súrefni (ildi) kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllum hita og vegna hans verður efnið glóandi og við tölum um eld.
Losun efnaorkunnar er einna líkust því sem gerist til dæmis í teygjubyssu. Fyrst togum við í teygjuna og þá byggist upp orka sem situr í henni og við köllum stöðuorku. Síðan sleppum við teygjunni og þá losnar þessi stöðurorka úr læðingi og breytist í hreyfiorku eða hreyfingu skotsins.
Þegar kertavax brennur losnar orka eins og áður er sagt. Hluti af þessari orku myndar ljós, kertalogann, en annar hluti orkunnar berst til okkar sem varmi. Þess vegna finnst okkur kertalogi og eldur heitur. Nánar er fjallað um kertaloga í svörum Ágústs Kvaran við spurningunum Hvað er kertalogi? og Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?
Ís er kaldur einfaldlega vegna þess sameindirnar í honum hafa tiltölulega litla hreyfiorku, andstætt því sem er í heitu efni. Kuldi er í rauninni ekkert annað en skortur á hita! Þegar ísinn er búinn að vera í kæli í nokkurn tíma nær hann sama hitastigi og kælirinn sem er hannaður til þess að vera kaldur. Flestum finnst kaldur ís betri og ef ísinn er vel kaldur er síður hætta á að hann leki niður. Í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum? og má lesa um hvernig ísskápar verka.
Einnig má lesa um hita og kulda í svari okkar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað er hiti og kuldi?
Mynd: HB
Eldur kviknar þegar súrefni (ildi) kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllum hita og vegna hans verður efnið glóandi og við tölum um eld.
Losun efnaorkunnar er einna líkust því sem gerist til dæmis í teygjubyssu. Fyrst togum við í teygjuna og þá byggist upp orka sem situr í henni og við köllum stöðuorku. Síðan sleppum við teygjunni og þá losnar þessi stöðurorka úr læðingi og breytist í hreyfiorku eða hreyfingu skotsins.
Þegar kertavax brennur losnar orka eins og áður er sagt. Hluti af þessari orku myndar ljós, kertalogann, en annar hluti orkunnar berst til okkar sem varmi. Þess vegna finnst okkur kertalogi og eldur heitur. Nánar er fjallað um kertaloga í svörum Ágústs Kvaran við spurningunum Hvað er kertalogi? og Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?
Ís er kaldur einfaldlega vegna þess sameindirnar í honum hafa tiltölulega litla hreyfiorku, andstætt því sem er í heitu efni. Kuldi er í rauninni ekkert annað en skortur á hita! Þegar ísinn er búinn að vera í kæli í nokkurn tíma nær hann sama hitastigi og kælirinn sem er hannaður til þess að vera kaldur. Flestum finnst kaldur ís betri og ef ísinn er vel kaldur er síður hætta á að hann leki niður. Í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum? og má lesa um hvernig ísskápar verka.
Einnig má lesa um hita og kulda í svari okkar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað er hiti og kuldi?
Mynd: HB