Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Úr hverju er varalitur búinn til?

EDS

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, sem er vax af laufum brasilískrar pálmategundar. Vaxið gerir það að verkum að hægt er að móta varalitinn í rétta lögun.

Í öðru lagi er olía eða fita af einhverju tagi notuð í varaliti, til dæmis lanólín, ólífuolía, laxerolía eða kakósmjör. Hlutverk olíunnar er meðal annars að tryggja rétta áferð þannig að varaliturinn sé nógu mjúkur til að smyrja á varirnar án þess að bráðna.

Í þriðja lagi eru sett mýkjandi efni í varalitinn, til dæmis E-vítamín og aloe vera. Þau eiga að gefa vörunum raka. Þá er gjarnan að finna einhver þrávarnarefni í varalit. Loks eru það litarefni, sem eins og nafnið gefur til kynna, ráða litnum. Litarefnin eru ýmist unnin úr dýra- eða jurtaríkinu, úr steindum eða tilbúin litarefni.

Varalitur er meðal vinsælustu og mest notuðu snyrtivara heims.

Sú löngun að hafa áhrif á útlit sitt virðist hafa fylgt mannkyninu í árþúsundir, meðal annars með notkun snyrtivara af ýmsu tagi. Varalitur er ein af þeim snyrtivörum sem þekktar hafa verið mjög lengi en vinsældir hans hafa gengið nokkuð í bylgjum. Þá hefur notkun hans fyrr á tíð verið misjöfn eftir þjóðfélagshópum. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem nota varalit í dag en svo hefur ekki alltaf verið. Það hafa komið tímabil þar sem varalitur var ekki kynbundinn heldur frekar tákn um þjóðfélagsstöðu, stundum var hann aðallega notaður af þeim hærra settu en á öðrum tímum hefur hann verið tengdur vændi. Þessi áhrif hafa oft og tíðum verið staðbundin.

Sumir telja að Súmerar hafi fyrstir tekið upp á því að nota varalit fyrir um 5.000 árum en Súmerar voru forn þjóð í Suður-Mesópótamíu. Talið er að þeir hafi mulið skrautsteina og borið duft þeirra á varir sér. Einnig er talið að litaðar varir hafi þekkst í Kína á svipuðum tíma, eða aðeins seinna, og í Indusdalnum. Varalitanotkun í fyrndinni er þó sjálfsagt best þekkt meðal Egypta. Í Egyptalandi skreyttu bæði konur og karlar úr efri lögum samfélagsins sig með lituðum vörum.

Varalitur þekktist bæði meðal Grikkja og Rómverja en verulega dró úr notkun hans í Evrópu á miðöldum. Hann komst þó í tísku á Englandi á tímum Elísabetar I. á 16. öld en drottningin var óspör á varalit og hafði það sín áhrif út í samfélagið. Varaliturinn var þó ekki kominn til að vera, sérstaklega ekki í Englandi. Kirkjunnar menn og yfirvöld töldu þetta slæman sið, svo mjög að seint á 18. öld voru sett lög á Englandi sem kváðu á um að líta mætti á konur sem máluðu sig sem nornir sem reyndu að tæla menn í hjónaband og mætti refsa þeim samkvæmt því.

Elísabet I. Englandsdrottning (1533 – 1603) notaði rauðan varalit eins og glöggt má sjá á þessu málverki frá um 1575.

Á meginlandinu, sérstaklega í Frakklandi, var þó ekki nærri því eins hörð afstaða gegn notkun varalits. Oft er litið svo á að nútímavarliturinn eigi rætur að rekja til snyrtivöruframleiðandans Guerlain í París seint á 19. öldinni. Varaliturinn hafði smám saman verið að sækja í sig veðrið þegar leið á 19. öldina og í byrjun þeirrar 20. Sívölu málmumbúðirnar sem við þekkjum í dag komu fyrst fram árið 1915. Árið 1923 var búið að bæta skrúfgangi við þannig að hægt var að skrúfa litinn upp. Þróunin hélt áfram og litum fjölgaði. Varagloss kom fram í byrjun 4. áratugarins og á 5. áratugnum var efnafræðingurinn Hazel Bishop fyrst til að búa til varalit sem hélst vel á vörum þrátt fyrir kossa. Í dag er varaliturinn ein mest selda og vinsælasta snyrtivara heims.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

15.9.2016

Spyrjandi

Sara Davíðsdóttir, Hjörleifur Davíðsson, Heiðrún Sæmundsdóttir

Tilvísun

EDS. „Úr hverju er varalitur búinn til?“ Vísindavefurinn, 15. september 2016. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=10226.

EDS. (2016, 15. september). Úr hverju er varalitur búinn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10226

EDS. „Úr hverju er varalitur búinn til?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2016. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10226>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er varalitur búinn til?
Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, sem er vax af laufum brasilískrar pálmategundar. Vaxið gerir það að verkum að hægt er að móta varalitinn í rétta lögun.

Í öðru lagi er olía eða fita af einhverju tagi notuð í varaliti, til dæmis lanólín, ólífuolía, laxerolía eða kakósmjör. Hlutverk olíunnar er meðal annars að tryggja rétta áferð þannig að varaliturinn sé nógu mjúkur til að smyrja á varirnar án þess að bráðna.

Í þriðja lagi eru sett mýkjandi efni í varalitinn, til dæmis E-vítamín og aloe vera. Þau eiga að gefa vörunum raka. Þá er gjarnan að finna einhver þrávarnarefni í varalit. Loks eru það litarefni, sem eins og nafnið gefur til kynna, ráða litnum. Litarefnin eru ýmist unnin úr dýra- eða jurtaríkinu, úr steindum eða tilbúin litarefni.

Varalitur er meðal vinsælustu og mest notuðu snyrtivara heims.

Sú löngun að hafa áhrif á útlit sitt virðist hafa fylgt mannkyninu í árþúsundir, meðal annars með notkun snyrtivara af ýmsu tagi. Varalitur er ein af þeim snyrtivörum sem þekktar hafa verið mjög lengi en vinsældir hans hafa gengið nokkuð í bylgjum. Þá hefur notkun hans fyrr á tíð verið misjöfn eftir þjóðfélagshópum. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem nota varalit í dag en svo hefur ekki alltaf verið. Það hafa komið tímabil þar sem varalitur var ekki kynbundinn heldur frekar tákn um þjóðfélagsstöðu, stundum var hann aðallega notaður af þeim hærra settu en á öðrum tímum hefur hann verið tengdur vændi. Þessi áhrif hafa oft og tíðum verið staðbundin.

Sumir telja að Súmerar hafi fyrstir tekið upp á því að nota varalit fyrir um 5.000 árum en Súmerar voru forn þjóð í Suður-Mesópótamíu. Talið er að þeir hafi mulið skrautsteina og borið duft þeirra á varir sér. Einnig er talið að litaðar varir hafi þekkst í Kína á svipuðum tíma, eða aðeins seinna, og í Indusdalnum. Varalitanotkun í fyrndinni er þó sjálfsagt best þekkt meðal Egypta. Í Egyptalandi skreyttu bæði konur og karlar úr efri lögum samfélagsins sig með lituðum vörum.

Varalitur þekktist bæði meðal Grikkja og Rómverja en verulega dró úr notkun hans í Evrópu á miðöldum. Hann komst þó í tísku á Englandi á tímum Elísabetar I. á 16. öld en drottningin var óspör á varalit og hafði það sín áhrif út í samfélagið. Varaliturinn var þó ekki kominn til að vera, sérstaklega ekki í Englandi. Kirkjunnar menn og yfirvöld töldu þetta slæman sið, svo mjög að seint á 18. öld voru sett lög á Englandi sem kváðu á um að líta mætti á konur sem máluðu sig sem nornir sem reyndu að tæla menn í hjónaband og mætti refsa þeim samkvæmt því.

Elísabet I. Englandsdrottning (1533 – 1603) notaði rauðan varalit eins og glöggt má sjá á þessu málverki frá um 1575.

Á meginlandinu, sérstaklega í Frakklandi, var þó ekki nærri því eins hörð afstaða gegn notkun varalits. Oft er litið svo á að nútímavarliturinn eigi rætur að rekja til snyrtivöruframleiðandans Guerlain í París seint á 19. öldinni. Varaliturinn hafði smám saman verið að sækja í sig veðrið þegar leið á 19. öldina og í byrjun þeirrar 20. Sívölu málmumbúðirnar sem við þekkjum í dag komu fyrst fram árið 1915. Árið 1923 var búið að bæta skrúfgangi við þannig að hægt var að skrúfa litinn upp. Þróunin hélt áfram og litum fjölgaði. Varagloss kom fram í byrjun 4. áratugarins og á 5. áratugnum var efnafræðingurinn Hazel Bishop fyrst til að búa til varalit sem hélst vel á vörum þrátt fyrir kossa. Í dag er varaliturinn ein mest selda og vinsælasta snyrtivara heims.

Heimildir og myndir:

...