Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða reglur giltu um z í íslensku?

EDS

Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöfnum þar sem hefð var fyrir notkun hennar. Um sögu z í íslensku máli má lesa meira í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?

Michael Jackson bar oft hanska á annarri hendi. Á hans yngri árum bar hann hanzka.

Árið 1929 birtist í Lögbirtingarblaðinu auglýsing frá þáverandi kennslumálaráðherra, Jónasi Jónssyni, um nýja stafsetningu. Þar segir að í flestum aðalatriðum sé ekki deilt um íslenska stafsetningu en þessar reglur taki til fjögurra atriða sem ágreiningur hafi verið um. Það sé í fyrsta lagi hvenær skal rita é, í öðru lagi hvenær skal rita f en ekki p, í þriðja lagi hvenær skuli nota z og í fjórða lagi hvenær skal rita tvöfaldan samhljóða á undan samhljóða.

Um z segir orðrétt:
Rita skal z fyrir upprunalegt ds, ðs, ts bæði í stofni og endingum, þar sem tannstafurinn (d, ð, eða t) er fallinn burt í skýrum framburði t.d. hanzki (handski), lenzka (lendska), gæzka (gæðska); - þið (þér) kallizt (kallið-st), berjizt (berjiðst), setjizt (setjið-st); - hefur (hafði) kallazt (kallað-st), barizt (barið-st), snúizt (snúið-st); flutzt (flutt-st), breytzt (breytt-st), hitzt (hitt-st); styztur (stytt-stur) – hann sezt (set-st), brýzt (brýt-st), flyzt (flyt-st).

Þessa auglýsingu má líka finna orðrétta í grein Jóns Aðalsteins Jónssonar, „Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar“, í tímaritinu Íslenzkri tungu árið 1959.

Árið 1929 kom út bókin Ritreglur eftir Freystein Gunnarsson sem var byggð á hinum nýútgefnu ritreglum. Á blaðsíðum 48-53 er fjallað um z og er umfjöllunin mun ýtarlegri heldur en auglýsingin. Áhugasamir sem vilja kynna sér nánar hvernig z var notuð en hafa ekki aðgang að þessar bók geta séð mynd af þessum tilteknu blaðsíðum með því að smella hér. Væntanlega hafa kennarar stuðst við þessa bók Freysteins í framhaldi af útgáfu hennar.

Mynd:


Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fær bestu þakkir fyrir ábendingar og útvegun efnis við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

28.3.2014

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson, Steinar Þ. Ólafsson

Tilvísun

EDS. „Hvaða reglur giltu um z í íslensku?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2014, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12456.

EDS. (2014, 28. mars). Hvaða reglur giltu um z í íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12456

EDS. „Hvaða reglur giltu um z í íslensku?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2014. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12456>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða reglur giltu um z í íslensku?
Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöfnum þar sem hefð var fyrir notkun hennar. Um sögu z í íslensku máli má lesa meira í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?

Michael Jackson bar oft hanska á annarri hendi. Á hans yngri árum bar hann hanzka.

Árið 1929 birtist í Lögbirtingarblaðinu auglýsing frá þáverandi kennslumálaráðherra, Jónasi Jónssyni, um nýja stafsetningu. Þar segir að í flestum aðalatriðum sé ekki deilt um íslenska stafsetningu en þessar reglur taki til fjögurra atriða sem ágreiningur hafi verið um. Það sé í fyrsta lagi hvenær skal rita é, í öðru lagi hvenær skal rita f en ekki p, í þriðja lagi hvenær skuli nota z og í fjórða lagi hvenær skal rita tvöfaldan samhljóða á undan samhljóða.

Um z segir orðrétt:
Rita skal z fyrir upprunalegt ds, ðs, ts bæði í stofni og endingum, þar sem tannstafurinn (d, ð, eða t) er fallinn burt í skýrum framburði t.d. hanzki (handski), lenzka (lendska), gæzka (gæðska); - þið (þér) kallizt (kallið-st), berjizt (berjiðst), setjizt (setjið-st); - hefur (hafði) kallazt (kallað-st), barizt (barið-st), snúizt (snúið-st); flutzt (flutt-st), breytzt (breytt-st), hitzt (hitt-st); styztur (stytt-stur) – hann sezt (set-st), brýzt (brýt-st), flyzt (flyt-st).

Þessa auglýsingu má líka finna orðrétta í grein Jóns Aðalsteins Jónssonar, „Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar“, í tímaritinu Íslenzkri tungu árið 1959.

Árið 1929 kom út bókin Ritreglur eftir Freystein Gunnarsson sem var byggð á hinum nýútgefnu ritreglum. Á blaðsíðum 48-53 er fjallað um z og er umfjöllunin mun ýtarlegri heldur en auglýsingin. Áhugasamir sem vilja kynna sér nánar hvernig z var notuð en hafa ekki aðgang að þessar bók geta séð mynd af þessum tilteknu blaðsíðum með því að smella hér. Væntanlega hafa kennarar stuðst við þessa bók Freysteins í framhaldi af útgáfu hennar.

Mynd:


Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fær bestu þakkir fyrir ábendingar og útvegun efnis við gerð þessa svars.

...