Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?

ÍDÞ

Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar.

Flatarmál Ísland er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar!

Þess má til gamans geta að stærsta land jarðarinnar, Rússland, sem er hvorki meira né minna en 17.075.400 km2 að flatarmáli er einungis tæplega 3,35% af heildarflatarmáli jarðarinnar! Þetta litla hlutfall Rússlands af flatarmáli jarðarinnar skýrist af því að um 70,8% jarðarinnar, eða 361.132.000 km2, eru undir vatni og þá að langmestu leyti sjó.

Ef við hins vegar skoðum einungis landhluta jarðarinnar, sem er 148.940.000 km2, þá er Ísland tæplega 0,07% af jörðinni og Rússland rúmlega 11,46%. Minnsta land í heimi er svo Vatíkanið en það er einungis 0,44 km2 eða minna en einn ferkílómetri!

Heimildir:

Mynd:

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:
Hvað er Ísland stórt í ferkílómetrum og hvað er jörðin öll stór í ferkílómetrum? Hvað er Ísland mörg prósent af jörðinni?

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2013

Spyrjandi

Bergrún Sævarsdóttir

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2013. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=14349.

ÍDÞ. (2013, 23. maí). Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14349

ÍDÞ. „Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2013. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14349>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?
Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar.

Flatarmál Ísland er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar!

Þess má til gamans geta að stærsta land jarðarinnar, Rússland, sem er hvorki meira né minna en 17.075.400 km2 að flatarmáli er einungis tæplega 3,35% af heildarflatarmáli jarðarinnar! Þetta litla hlutfall Rússlands af flatarmáli jarðarinnar skýrist af því að um 70,8% jarðarinnar, eða 361.132.000 km2, eru undir vatni og þá að langmestu leyti sjó.

Ef við hins vegar skoðum einungis landhluta jarðarinnar, sem er 148.940.000 km2, þá er Ísland tæplega 0,07% af jörðinni og Rússland rúmlega 11,46%. Minnsta land í heimi er svo Vatíkanið en það er einungis 0,44 km2 eða minna en einn ferkílómetri!

Heimildir:

Mynd:

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:
Hvað er Ísland stórt í ferkílómetrum og hvað er jörðin öll stór í ferkílómetrum? Hvað er Ísland mörg prósent af jörðinni?
...