Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Ameríka stór að flatarmáli?

Jóhann Styrmir Jónsson og Adam Breki Birgisson

Norður-Ameríka er um 24.709.000 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli en Suður-Ameríka er hins vegar um 17.840.000 km2. Ef við leggjum þessar stærðir saman fáum við út að Ameríka er samtals um 42.549.000 km2 að flatarmáli.

Ameríka er næststærsta samfellda meginlandið.

Ameríka þekur um það bil 8,3% af yfirborði jarðar en um 28,6% af þeim hluta yfirborðsins sem er land. Ameríka er næststærsta samfellda meginland heims en það stærsta er Evrasía, það eru Asía, Evrópa og Afríka. Flatarmál Evrasíu er um 84.441.000 km2, sem gerir Evrasíu næstum því tvöfalt stærri en Ameríku. Ameríka er hins vegar næstum eins stór og stærsta heimsálfa jarðarinnar, Asía, sem er um 43.608.000 km2.

Það eru 35 sjálfstæð ríki í Ameríku auk 16 landa sem lúta stjórn annarra ríkja. Fimm stærstu löndin í Ameríku (raðað eftir stærð) eru Kanada, Bandaríkin, Brasilía, Argentína og Mexíkó.

Heimildir

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.6.2012

Spyrjandi

Arnaldur Bjarnason

Tilvísun

Jóhann Styrmir Jónsson og Adam Breki Birgisson. „Hvað er Ameríka stór að flatarmáli?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2012, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18118.

Jóhann Styrmir Jónsson og Adam Breki Birgisson. (2012, 19. júní). Hvað er Ameríka stór að flatarmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18118

Jóhann Styrmir Jónsson og Adam Breki Birgisson. „Hvað er Ameríka stór að flatarmáli?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2012. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18118>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Ameríka stór að flatarmáli?
Norður-Ameríka er um 24.709.000 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli en Suður-Ameríka er hins vegar um 17.840.000 km2. Ef við leggjum þessar stærðir saman fáum við út að Ameríka er samtals um 42.549.000 km2 að flatarmáli.

Ameríka er næststærsta samfellda meginlandið.

Ameríka þekur um það bil 8,3% af yfirborði jarðar en um 28,6% af þeim hluta yfirborðsins sem er land. Ameríka er næststærsta samfellda meginland heims en það stærsta er Evrasía, það eru Asía, Evrópa og Afríka. Flatarmál Evrasíu er um 84.441.000 km2, sem gerir Evrasíu næstum því tvöfalt stærri en Ameríku. Ameríka er hins vegar næstum eins stór og stærsta heimsálfa jarðarinnar, Asía, sem er um 43.608.000 km2.

Það eru 35 sjálfstæð ríki í Ameríku auk 16 landa sem lúta stjórn annarra ríkja. Fimm stærstu löndin í Ameríku (raðað eftir stærð) eru Kanada, Bandaríkin, Brasilía, Argentína og Mexíkó.

Heimildir

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....