Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvað starfa stærðfræðingar?

Gunnar Þór Magnússon

Þegar flestir landsmenn hugsa um stærðfræði dettur þeim ef til vill fátt annað í hug en samlagning og frádráttur, og kannski koma upp óljósar minningar um línur og fleygboga, því í skóla velja margir nemendur sig meðvitað frá allri stærðfræði um leið og þeir geta. Spurningin um hvað stærðfræðingar geri eiginlega er þess vegna mjög eðlileg; fáir átta sig almennilega á hvað stærðfræðin snýst um, og á meðan flestir þekkja málara eða einhvern sem vinnur á skrifstofu, þá dúkka færri stærðfræðingar upp í jólaboðum Íslendinga.

Á yfirborðinu virðist sem stærðfræðinám snúist bara um að diffra og heilda, og það er ekki á hreinu hvernig sú kunnátta gagnast manni á vinnumarkaðnum. Þó kemur í ljós að markmiðið með stærðfræðikennslu er að kenna fólki að hugsa óhlutbundið og setja sig inn í flókin vandamál og leysa þau. Það er hæfileiki sem kemur að góðum notum í samfélagi þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á hátækni- og þekkingariðnað, sem sést best á því að atvinnuleysi meðal stærðfræðinga á Íslandi er nær óþekkt.

Hugmyndin um að stærðfræðingar vinni við kennslu er mjög útbreidd og á vissulega við rök að styðjast. Það vantar alltaf fólk sem getur kennt stærðfræði í grunn- og menntaskólum landsins, og þó að prófessorar í stærðfræði líti frekar þannig á að þeir vinni við rannsóknir, þá kenna þeir yfirleitt líka námskeið í sínu fagi. Til langs tíma var ekki um mikið annað að ræða fyrir stærðfræðinga á Íslandi en að kenna, en tímarnir hafa breyst og í dag eru ýmis önnur störf í boði.



Stærðfræðingar við vinnu sína.

Fjármálaumhverfið á Íslandi hefur breyst á síðustu áratugum og um leið hafa skapast störf fyrir stærðfræðinga í fjármálafyrirtækjum, og það er til sérstök fjármálastærðfræði fyrir þá sem hafa áhuga á þeim geira. Stærðfræðingar vinna hjá flestum bönkunum, þar sinna þeir meðal annars störfum í eigna- og áhættustýringardeildunum. Tryggingarfyrirtæki hafa líka ráðið stærðfræðinga til sín, og það er hægt að sérhæfa sig í tryggingastærðfræði sem býr fólk undir að vinna í slíku umhverfi.

Stærðfræðingar hafa einnig unnið hjá ýmsum fyrirtækjum í tæknigeiranum. Til dæmis hefur leikjafyrirtækið CCP verið með stærðfræðinga á sínum snærum og sömuleiðis hugbúnaðarfyrirtækið Friðrik Skúlason. Þar að auki hefur Íslensk erfðagreining ráðið til sín stærðfræðinga og íslenskur stærðfræðingur vann hjá kvikmyndafyrirtækinu Pixar um nokkurn tíma. Stærðfræðingar hafa líka látið að sér kveða á sviðum sem liggja ekki jafn beint við menntun þeirra; fyrrverandi orkumálastjóri er stærðfræðingur að mennt, og þegar þetta er skrifað sitja tveir stærðfræðingar á Alþingi.

Þessi dæmi taka aðeins til þeirra starfa sem stærðfræðingar hafa gegnt á Íslandi, en stærðfræðin er í eðli sínu mjög alþjóðlegt fag. Henni er beitt um allan heim, og vegna þess að hún er nokkuð óháð tungumálum eiga stærðfræðingar frá mismunandi löndum auðvelt með samskipti sín á milli. Því takmarkar nám í stærðfræði alls ekki valkosti þess sem leggur hana fyrir sig, heldur opnar frekar hún leið að áhugaverðum störfum út um allan heim.

Svör á Vísindavefnum um aðrar starfsstéttir:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

8.9.2008

Spyrjandi

Bjarnheiður Gautadóttir
Björn Sævar
Sverrir Þorvaldsson
Örn Arnaldsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Við hvað starfa stærðfræðingar?“ Vísindavefurinn, 8. september 2008, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22296.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 8. september). Við hvað starfa stærðfræðingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22296

Gunnar Þór Magnússon. „Við hvað starfa stærðfræðingar?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2008. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22296>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvað starfa stærðfræðingar?
Þegar flestir landsmenn hugsa um stærðfræði dettur þeim ef til vill fátt annað í hug en samlagning og frádráttur, og kannski koma upp óljósar minningar um línur og fleygboga, því í skóla velja margir nemendur sig meðvitað frá allri stærðfræði um leið og þeir geta. Spurningin um hvað stærðfræðingar geri eiginlega er þess vegna mjög eðlileg; fáir átta sig almennilega á hvað stærðfræðin snýst um, og á meðan flestir þekkja málara eða einhvern sem vinnur á skrifstofu, þá dúkka færri stærðfræðingar upp í jólaboðum Íslendinga.

Á yfirborðinu virðist sem stærðfræðinám snúist bara um að diffra og heilda, og það er ekki á hreinu hvernig sú kunnátta gagnast manni á vinnumarkaðnum. Þó kemur í ljós að markmiðið með stærðfræðikennslu er að kenna fólki að hugsa óhlutbundið og setja sig inn í flókin vandamál og leysa þau. Það er hæfileiki sem kemur að góðum notum í samfélagi þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á hátækni- og þekkingariðnað, sem sést best á því að atvinnuleysi meðal stærðfræðinga á Íslandi er nær óþekkt.

Hugmyndin um að stærðfræðingar vinni við kennslu er mjög útbreidd og á vissulega við rök að styðjast. Það vantar alltaf fólk sem getur kennt stærðfræði í grunn- og menntaskólum landsins, og þó að prófessorar í stærðfræði líti frekar þannig á að þeir vinni við rannsóknir, þá kenna þeir yfirleitt líka námskeið í sínu fagi. Til langs tíma var ekki um mikið annað að ræða fyrir stærðfræðinga á Íslandi en að kenna, en tímarnir hafa breyst og í dag eru ýmis önnur störf í boði.



Stærðfræðingar við vinnu sína.

Fjármálaumhverfið á Íslandi hefur breyst á síðustu áratugum og um leið hafa skapast störf fyrir stærðfræðinga í fjármálafyrirtækjum, og það er til sérstök fjármálastærðfræði fyrir þá sem hafa áhuga á þeim geira. Stærðfræðingar vinna hjá flestum bönkunum, þar sinna þeir meðal annars störfum í eigna- og áhættustýringardeildunum. Tryggingarfyrirtæki hafa líka ráðið stærðfræðinga til sín, og það er hægt að sérhæfa sig í tryggingastærðfræði sem býr fólk undir að vinna í slíku umhverfi.

Stærðfræðingar hafa einnig unnið hjá ýmsum fyrirtækjum í tæknigeiranum. Til dæmis hefur leikjafyrirtækið CCP verið með stærðfræðinga á sínum snærum og sömuleiðis hugbúnaðarfyrirtækið Friðrik Skúlason. Þar að auki hefur Íslensk erfðagreining ráðið til sín stærðfræðinga og íslenskur stærðfræðingur vann hjá kvikmyndafyrirtækinu Pixar um nokkurn tíma. Stærðfræðingar hafa líka látið að sér kveða á sviðum sem liggja ekki jafn beint við menntun þeirra; fyrrverandi orkumálastjóri er stærðfræðingur að mennt, og þegar þetta er skrifað sitja tveir stærðfræðingar á Alþingi.

Þessi dæmi taka aðeins til þeirra starfa sem stærðfræðingar hafa gegnt á Íslandi, en stærðfræðin er í eðli sínu mjög alþjóðlegt fag. Henni er beitt um allan heim, og vegna þess að hún er nokkuð óháð tungumálum eiga stærðfræðingar frá mismunandi löndum auðvelt með samskipti sín á milli. Því takmarkar nám í stærðfræði alls ekki valkosti þess sem leggur hana fyrir sig, heldur opnar frekar hún leið að áhugaverðum störfum út um allan heim.

Svör á Vísindavefnum um aðrar starfsstéttir:

...