Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?

Helga Rut Guðmundsdóttir

Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en að tónlistarnám og tónlistariðkun geti valdið varanlegum breytingum á heilanum og þar með vitsmunum. Tónlistarhlustun getur haft áhrif á líðan alveg frá því í móðurkviði en hér verður þó aðeins fjallað um tónlistarhlustun eftir fæðingu.

Um hin frægu Mozart-áhrif

Wolfgang Amadeusz Mozart (1756-1791).

Þrátt fyrir lífseigar mýtur um áhrif tónlistarhlustunar á heila, þroska, vitsmuni eða greind ungbarna er ekki unnt að finna eina einustu rannsókn sem hefur sýnt fram á slíkt. Upphaf þessara hugmynda á okkar tímum má rekja til hinna svokölluðu Mozart-áhrifa (e. the Mozart effect). Mozart-áhrifin voru fyrst kynnt í rannsóknargrein árið 1993 en í þeirri rannsókn hafði hópur háskólanema sem hlustaði á sónötu eftir Mozart fengið ofurlítið hærri útkomu á greindarprófi en sams konar hópur sem hlustaði á slökunartónlist eða þögn. Munurinn á hópunum var ekki stór, eða 8-9 stig, en meðaltalsstig í slíku prófi eru 100 stig.

Næstu 10 ár eftir að kenningin um Mozart-áhrifin kom fram reyndu hundruð rannsakenda að staðfesta þau, oftast meðal háskólanema á þrítugsaldri, og er skemmst frá því að segja að þessi sérstöku áhrif tónlistar Mozarts reyndust ekki raunveruleg. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að hlustun á þægilega tónlist eða jafnvel upplestur rétt fyrir próftöku getur bætt frammistöðu í prófi en slík áhrif eru alltaf skammvinn. Engin rannsókn sýnir áhrif sem vara lengur en í einhverjar mínútur. Þá er áhugavert að fylgni mælist milli velgengni í prófi og hversu vel viðkomandi líkaði við það sem hlustað var á fyrir prófið. Þannig hverfa jákvæð áhrif tónlistarhlustunar fyrir próf ef próftakinn hlustar á tónlist sem honum líkar ekki við.

Ábyrgð fjölmiðla sem ranglega hafa fjallað um Mozart-áhrifin er mikil og er hægt að finna ótal blaðagreinar í mörgum löndum sem fjalla fjálglega um töframátt tónlistar Mozarts og áhrif hennar á heilastarfsemi og þroska barna allt frá því í móðurkviði. Hið rétta er að áhrif tónlistarhlustunar á vitsmunalega getu eða heilaþroska barna hafa aldrei verið rannsökuð og því afar hæpið að fullyrða nokkuð um börn, ungbörn eða fóstur út frá niðurstöðum um að tónlistarhlustun geti haft jákvæð áhrif á fullorðna rétt fyrir próftöku, sérstaklega þar sem áhrifin reynast skammvinn en ekki langvarandi.

Um áhrif tónlistarhlustunar á líðan

Af öllum þeim fjölda rannsókna sem gerðar voru í kjölfar hugmyndarinnar um Mozart-áhrifin má draga nokkurn lærdóm. Ljóst er að þar sem marktæk áhrif tónlistarhlustunar hafa mælst virðist mega rekja þau til tilfinningalegra viðbragða við tónlistinni eða þeim hlustunardæmum sem leikin voru. Þannig getur tónlist hjálpað próftakanda að ná betri árangri á prófi sem má að öllum líkindum rekja til þeirra áhrifa sem tónlistin hefur á líðan og einbeitingu próftakandans.

Aðrar rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan benda til þess að tónlist geti verið mjög öflugt tæki til að hafa áhrif á líðan fólks, allt frá fyrirburum til deyjandi fólks við ævilok. Ekkert bendir þó til þess að ein tegund tónlistar hafi betri áhrif en önnur eða að sama tónlist hafi sams konar áhrif á alla.

Vegna þess hversu viðbrögð við tónlist geta verið einstaklingsbundin og háð samhengi er ekki hægt að ávísa tónlistarhlustun eins og lyfjaskömmtum. Þótt áhrifamáttur tónlistar geti verið sterkur, er hann einfaldlega of breytilegur milli einstaklinga og aðstæðna á hverjum tíma til þess að auðvelt sé að alhæfa um áhrif einnar eða annarrar tegundar tónlistar á líðan einstaklinga.

Tónlist getur haft áhrif á líðan fólks, barna ekki síður en fullorðinna.

Þegar hlustað er á tónlist eiga sér stað viðbrögð í heilanum sem túlka það sem eyrað nemur. Viðbrögð heilans eru mismunandi eftir því hvernig tónlistin hljómar en viðbrögðin fara einnig eftir því hvort tónlistin er kunnugleg, hvort hún vekur upp minningar eða kallar fram ákveðnar tilfinningar. Í ljós kemur að tónlist getur mjög auðveldlega bundist minningum og reynslu eins og flestir kannast við. Tónlist sem tengist ákveðnu atviki eða kringumstæðum getur löngu síðar kallað fram minningar og jafnvel sömu tilfinningar og þá áttu sér stað. Allir þessir þættir sem tengjast reynslu einstaklingsins stjórna því hvaða áhrif tiltekin tónlist hefur á líðan hans.

Þrátt fyrir persónulegan breytileika í viðbrögðum við ólíkri tónlist sem byggist á reynslu og félagsmótun er þó unnt að greina ákveðna frumþætti í tónlist sem hafa nokkuð fyrirsjáanleg líkamleg áhrif á flesta einstaklinga. Þannig virkar hröð tónlist yfirleitt örvandi á hlustandann, eykur hjartslátt og kallar fram taktfastar líkamshreyfingar. Aftur á móti virkar hæg tónlist frekar róandi og getur stuðlað að lægri blóðþrýstingi og jafnari öndun þess sem hlustar. Sýnt hefur verið fram á þessi líkamlegu áhrif tónlistarhlustunar hjá fullorðnum en einnig mjög ungum börnum og fyrirburum, sem bendir til þess að ef viðbrögðin eru lærð en ekki ósjálfráð þá lærast þau afar snemma á ævinni.

Fleiri þættir en hraði hafa bein áhrif á líkamleg viðbrögð við tónlist. Þar má nefna tónhæð (háir eða djúpir tónar), áferð tónlistarinnar og hljóðfæranotkun. Alla þessa þætti færa tónskáld sér í nyt til að ná fram ákveðnum hughrifum og tilfinningum hjá hlustendum. Eins og flestir þekkja er tónlist þannig beitt markvisst í auglýsingum og kvikmyndum til að hafa áhrif á líðan áheyrenda og áhorfenda.

Áhrif tónlistarhlustunar á ungbörn

Þrátt fyrir að tónlistarhlustun hafi líklega engin langvarandi áhrif á vitsmunaþroska ungbarna eins og lífseigar mýtur hafa haldið fram, þá er öllum sem umgangast ungbörn ljóst að tónlist hefur sterk áhrif á börn ekki síður en fullorðna. Strax við fæðingu bregðast ungbörn á fyrirsjáanlegan hátt við örvandi og róandi tónlist. Einnig hefur með áreiðanlegum hætti verið sýnt fram á hæfni mjög ungra barna til að greina og muna laglínur og rytmamynstur, meðal annars vegna þess að þau bregðast öðruvísi við laglínum og rytmum sem þau þekkja og hafa heyrt áður en ókunnum laglínum og rytmum. Einnig eru ungbörn næmari en fullorðnir á að greina rytma frá ókunnugri tónlistarmenningu.

Ungbörn sýna snemma minni fyrir tónlist og virðast tengja ákveðna tónlist við minningar og tilfinningar rétt eins og fullorðnir gera. Þessa eiginleika er hægt að nota í umönnun ungbarna með því að leika tónlist eða syngja fyrir barnið lög sem tengjast jákvæðum minningum og tilfinningum. Þannig má hjálpa órólegu barni að róa sig niður og sorgmæddu barni að taka gleði sína á ný, einfaldlega með því að leika eða syngja tónlist sem þetta barn tengir við jákvæðar tilfinningar. Að lokum skal þó bent á að virk þátttaka í tónlist hefur mun sterkari áhrif en óvirk hlustun. Þess vegna hefur það líklega sterkari áhrif að taka barn í fangið og syngja eða að dansa með það í fanginu við tónlist heldur en að láta barnið liggja í vöggunni og hlusta á upptökur af tónlist, hversu gott sem menn álíta tónskáldið vera.

Heimildir og myndir:
  • Bangerter, A., & Heath, C. (2004). The Mozart effect: Tracking the evolution of a scientific legend. British Journal of Social Psychology, 43(4), 605-623.
  • Juslin, P. N., & Sloboda, J. A. (2010). Handbook of music and emotion: theory, research, and applications. Oxford; New York: Oxford University Press.
  • McKelvie, P., & Low, J. (2002). Listening to Mozart does not improve children's spatial ability: Final curtains for the Mozart effect. British Journal of Developmental Psychology, 20(2), 241-258.
  • Nantais, K. M., & Schellenberg, E. G. (1999). The Mozart Effect: An Artifact of Preference. 10(4), 370-373.
  • Christopher F. C. (1999). Prelude or requiem for the 'Mozart effect'? Nature, 400(6747), 826-7.
  • Schellenberg, E. G. (2005). Music and Cognitive Abilities. Current Directions in Psychological Science, 14(6), 317-320.
  • Steele, K. M., Bass, K. E., & Crook, M. D. (1999). The Mystery of the Mozart Effect: Failure to Replicate. 10(4), 366-369.
  • Thompson, W. F., Schellenberg, E. G., & Husain, G. (2001). Arousal, Mood, and the Mozart Effect. 12(3), 248-251.
  • Trehub, S. E. (2004). Musical beginnings in infancy. International Journal of Psychology, 39(5-6), 119-119.
  • Mynd af Mozart: Wolfgang-amadeus-mozart 1 á Wikimedia Commons. Verk eftir Barbara Kraft (1764-1825). Myndin er frá 1819. Sótt 24. 11. 2011.
  • Mynd af barni: couriermail.com.au. Sótt 24. 11. 2011.

Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona:
Hefur hlustun á tónlist einhver sérstök áhrif á þroska og líðan barna? Eflir það heila barna síðar meir ef spiluð er klassísk tónlist svo sem eftir Mozart, Bach eða Beethoven þegar þau eru ung að aldri?

Höfundur

prófessor í tónmennt á Menntavísindaviði HÍ

Útgáfudagur

30.11.2011

Spyrjandi

Stefán Valentínusson, Lilja Jónsdóttir

Tilvísun

Helga Rut Guðmundsdóttir. „Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23880.

Helga Rut Guðmundsdóttir. (2011, 30. nóvember). Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23880

Helga Rut Guðmundsdóttir. „Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23880>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en að tónlistarnám og tónlistariðkun geti valdið varanlegum breytingum á heilanum og þar með vitsmunum. Tónlistarhlustun getur haft áhrif á líðan alveg frá því í móðurkviði en hér verður þó aðeins fjallað um tónlistarhlustun eftir fæðingu.

Um hin frægu Mozart-áhrif

Wolfgang Amadeusz Mozart (1756-1791).

Þrátt fyrir lífseigar mýtur um áhrif tónlistarhlustunar á heila, þroska, vitsmuni eða greind ungbarna er ekki unnt að finna eina einustu rannsókn sem hefur sýnt fram á slíkt. Upphaf þessara hugmynda á okkar tímum má rekja til hinna svokölluðu Mozart-áhrifa (e. the Mozart effect). Mozart-áhrifin voru fyrst kynnt í rannsóknargrein árið 1993 en í þeirri rannsókn hafði hópur háskólanema sem hlustaði á sónötu eftir Mozart fengið ofurlítið hærri útkomu á greindarprófi en sams konar hópur sem hlustaði á slökunartónlist eða þögn. Munurinn á hópunum var ekki stór, eða 8-9 stig, en meðaltalsstig í slíku prófi eru 100 stig.

Næstu 10 ár eftir að kenningin um Mozart-áhrifin kom fram reyndu hundruð rannsakenda að staðfesta þau, oftast meðal háskólanema á þrítugsaldri, og er skemmst frá því að segja að þessi sérstöku áhrif tónlistar Mozarts reyndust ekki raunveruleg. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að hlustun á þægilega tónlist eða jafnvel upplestur rétt fyrir próftöku getur bætt frammistöðu í prófi en slík áhrif eru alltaf skammvinn. Engin rannsókn sýnir áhrif sem vara lengur en í einhverjar mínútur. Þá er áhugavert að fylgni mælist milli velgengni í prófi og hversu vel viðkomandi líkaði við það sem hlustað var á fyrir prófið. Þannig hverfa jákvæð áhrif tónlistarhlustunar fyrir próf ef próftakinn hlustar á tónlist sem honum líkar ekki við.

Ábyrgð fjölmiðla sem ranglega hafa fjallað um Mozart-áhrifin er mikil og er hægt að finna ótal blaðagreinar í mörgum löndum sem fjalla fjálglega um töframátt tónlistar Mozarts og áhrif hennar á heilastarfsemi og þroska barna allt frá því í móðurkviði. Hið rétta er að áhrif tónlistarhlustunar á vitsmunalega getu eða heilaþroska barna hafa aldrei verið rannsökuð og því afar hæpið að fullyrða nokkuð um börn, ungbörn eða fóstur út frá niðurstöðum um að tónlistarhlustun geti haft jákvæð áhrif á fullorðna rétt fyrir próftöku, sérstaklega þar sem áhrifin reynast skammvinn en ekki langvarandi.

Um áhrif tónlistarhlustunar á líðan

Af öllum þeim fjölda rannsókna sem gerðar voru í kjölfar hugmyndarinnar um Mozart-áhrifin má draga nokkurn lærdóm. Ljóst er að þar sem marktæk áhrif tónlistarhlustunar hafa mælst virðist mega rekja þau til tilfinningalegra viðbragða við tónlistinni eða þeim hlustunardæmum sem leikin voru. Þannig getur tónlist hjálpað próftakanda að ná betri árangri á prófi sem má að öllum líkindum rekja til þeirra áhrifa sem tónlistin hefur á líðan og einbeitingu próftakandans.

Aðrar rannsóknir á áhrifum tónlistar á líðan benda til þess að tónlist geti verið mjög öflugt tæki til að hafa áhrif á líðan fólks, allt frá fyrirburum til deyjandi fólks við ævilok. Ekkert bendir þó til þess að ein tegund tónlistar hafi betri áhrif en önnur eða að sama tónlist hafi sams konar áhrif á alla.

Vegna þess hversu viðbrögð við tónlist geta verið einstaklingsbundin og háð samhengi er ekki hægt að ávísa tónlistarhlustun eins og lyfjaskömmtum. Þótt áhrifamáttur tónlistar geti verið sterkur, er hann einfaldlega of breytilegur milli einstaklinga og aðstæðna á hverjum tíma til þess að auðvelt sé að alhæfa um áhrif einnar eða annarrar tegundar tónlistar á líðan einstaklinga.

Tónlist getur haft áhrif á líðan fólks, barna ekki síður en fullorðinna.

Þegar hlustað er á tónlist eiga sér stað viðbrögð í heilanum sem túlka það sem eyrað nemur. Viðbrögð heilans eru mismunandi eftir því hvernig tónlistin hljómar en viðbrögðin fara einnig eftir því hvort tónlistin er kunnugleg, hvort hún vekur upp minningar eða kallar fram ákveðnar tilfinningar. Í ljós kemur að tónlist getur mjög auðveldlega bundist minningum og reynslu eins og flestir kannast við. Tónlist sem tengist ákveðnu atviki eða kringumstæðum getur löngu síðar kallað fram minningar og jafnvel sömu tilfinningar og þá áttu sér stað. Allir þessir þættir sem tengjast reynslu einstaklingsins stjórna því hvaða áhrif tiltekin tónlist hefur á líðan hans.

Þrátt fyrir persónulegan breytileika í viðbrögðum við ólíkri tónlist sem byggist á reynslu og félagsmótun er þó unnt að greina ákveðna frumþætti í tónlist sem hafa nokkuð fyrirsjáanleg líkamleg áhrif á flesta einstaklinga. Þannig virkar hröð tónlist yfirleitt örvandi á hlustandann, eykur hjartslátt og kallar fram taktfastar líkamshreyfingar. Aftur á móti virkar hæg tónlist frekar róandi og getur stuðlað að lægri blóðþrýstingi og jafnari öndun þess sem hlustar. Sýnt hefur verið fram á þessi líkamlegu áhrif tónlistarhlustunar hjá fullorðnum en einnig mjög ungum börnum og fyrirburum, sem bendir til þess að ef viðbrögðin eru lærð en ekki ósjálfráð þá lærast þau afar snemma á ævinni.

Fleiri þættir en hraði hafa bein áhrif á líkamleg viðbrögð við tónlist. Þar má nefna tónhæð (háir eða djúpir tónar), áferð tónlistarinnar og hljóðfæranotkun. Alla þessa þætti færa tónskáld sér í nyt til að ná fram ákveðnum hughrifum og tilfinningum hjá hlustendum. Eins og flestir þekkja er tónlist þannig beitt markvisst í auglýsingum og kvikmyndum til að hafa áhrif á líðan áheyrenda og áhorfenda.

Áhrif tónlistarhlustunar á ungbörn

Þrátt fyrir að tónlistarhlustun hafi líklega engin langvarandi áhrif á vitsmunaþroska ungbarna eins og lífseigar mýtur hafa haldið fram, þá er öllum sem umgangast ungbörn ljóst að tónlist hefur sterk áhrif á börn ekki síður en fullorðna. Strax við fæðingu bregðast ungbörn á fyrirsjáanlegan hátt við örvandi og róandi tónlist. Einnig hefur með áreiðanlegum hætti verið sýnt fram á hæfni mjög ungra barna til að greina og muna laglínur og rytmamynstur, meðal annars vegna þess að þau bregðast öðruvísi við laglínum og rytmum sem þau þekkja og hafa heyrt áður en ókunnum laglínum og rytmum. Einnig eru ungbörn næmari en fullorðnir á að greina rytma frá ókunnugri tónlistarmenningu.

Ungbörn sýna snemma minni fyrir tónlist og virðast tengja ákveðna tónlist við minningar og tilfinningar rétt eins og fullorðnir gera. Þessa eiginleika er hægt að nota í umönnun ungbarna með því að leika tónlist eða syngja fyrir barnið lög sem tengjast jákvæðum minningum og tilfinningum. Þannig má hjálpa órólegu barni að róa sig niður og sorgmæddu barni að taka gleði sína á ný, einfaldlega með því að leika eða syngja tónlist sem þetta barn tengir við jákvæðar tilfinningar. Að lokum skal þó bent á að virk þátttaka í tónlist hefur mun sterkari áhrif en óvirk hlustun. Þess vegna hefur það líklega sterkari áhrif að taka barn í fangið og syngja eða að dansa með það í fanginu við tónlist heldur en að láta barnið liggja í vöggunni og hlusta á upptökur af tónlist, hversu gott sem menn álíta tónskáldið vera.

Heimildir og myndir:
  • Bangerter, A., & Heath, C. (2004). The Mozart effect: Tracking the evolution of a scientific legend. British Journal of Social Psychology, 43(4), 605-623.
  • Juslin, P. N., & Sloboda, J. A. (2010). Handbook of music and emotion: theory, research, and applications. Oxford; New York: Oxford University Press.
  • McKelvie, P., & Low, J. (2002). Listening to Mozart does not improve children's spatial ability: Final curtains for the Mozart effect. British Journal of Developmental Psychology, 20(2), 241-258.
  • Nantais, K. M., & Schellenberg, E. G. (1999). The Mozart Effect: An Artifact of Preference. 10(4), 370-373.
  • Christopher F. C. (1999). Prelude or requiem for the 'Mozart effect'? Nature, 400(6747), 826-7.
  • Schellenberg, E. G. (2005). Music and Cognitive Abilities. Current Directions in Psychological Science, 14(6), 317-320.
  • Steele, K. M., Bass, K. E., & Crook, M. D. (1999). The Mystery of the Mozart Effect: Failure to Replicate. 10(4), 366-369.
  • Thompson, W. F., Schellenberg, E. G., & Husain, G. (2001). Arousal, Mood, and the Mozart Effect. 12(3), 248-251.
  • Trehub, S. E. (2004). Musical beginnings in infancy. International Journal of Psychology, 39(5-6), 119-119.
  • Mynd af Mozart: Wolfgang-amadeus-mozart 1 á Wikimedia Commons. Verk eftir Barbara Kraft (1764-1825). Myndin er frá 1819. Sótt 24. 11. 2011.
  • Mynd af barni: couriermail.com.au. Sótt 24. 11. 2011.

Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona:
Hefur hlustun á tónlist einhver sérstök áhrif á þroska og líðan barna? Eflir það heila barna síðar meir ef spiluð er klassísk tónlist svo sem eftir Mozart, Bach eða Beethoven þegar þau eru ung að aldri?
...