Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?

Sólveig Dóra Magnúsdóttir

Í svari við spurningunni Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin? er fjallað almennt um hvítblæði, mismunandi tegundir þess og einkenni. Það getur verið ágætt að kynna sér það svar áður en lengra er haldið.

Til að greina hvítblæði er nákvæm sjúkrasaga og skoðun mikilvæg. Eftir að hafa fengið greinargóðar upplýsingar um heilsufar sjúklings er skoðun mikilvæg og er þá lögð áhersla á að leita eftir stækkuðum eitlum, lifur og/eða milta, og blæðingum ásamt öðrum þáttum. Til að staðfesta greiningu þarf að taka blóðsýni þar sem leitað er eftir fjölda og þroska blóðfrumnanna. Ef niðurstaðan er hvítblæði þarf að taka sýni úr beinmerg til að staðfesta hvaða tegund af hvítblæði er um að ræða og svo ýmsar aðrar rannsóknir til að kanna útbreiðslu sjúkdómsins.

Meðferð á hvítblæði er flókin og mjög mismunandi. Það skiptir máli um hvaða tegund af hvítblæði er að ræða og einnig er meðferðin sérhæfð að hverjum sjúklingi fyrir sig og kemur þar inn í útbreiðsla sjúkdómsins, aldur sjúklings, einkenni og fyrra heilsufar og einnig hvort hann hefur fengið meðferð við hvítblæði áður. Þegar um er að ræða bráðahvítblæði er meðferð hafin strax og eru líkur á að sjúklingur læknist góðar. Þegar um er að ræða langvarandi hvítblæði er oft beðið með meðferð þar til einkenni koma fram og meðferð þá hafin. Þessir sjúklingar geta lifað einkennalitlir í nokkur ár, en sjaldan er hægt að lækna langvinnt hvítblæði.

Flestir sem greinast með hvítblæði fá lyfjameðferð, en til viðbótar eru sumir sjúklingar meðhöndlaðir með geislameðferð og í sumum tilfellum eru gerð beinmergsskipti.

Ef hvítblæðifrumur eru í miðtaugakerfinu þarf að gefa lyfin beint inn í heila-mænuvökvann með mænuástungu eða í heilahólf um lyfjabrunn.

Við lyfjameðferð er notað eitt lyf eða lyfjablöndur og er markmiðið með gjöf lyfjanna að drepa krabbameinsfrumurnar. Flest þessara lyfja þarf að gefa í æð. Ef hvítblæðifrumur eru í miðtaugakerfinu (heila eða mænu) er ekki nóg að gefa lyf í æð því lyf komast ekki í gegnum hinn svokallað heila-mænuþröskuld (e. blood-brain barrier) en það er þéttriðið net æða sem hefur það hlutverk að verja miðtaugakerfið fyrir utanaðkomandi efnum. Því þarf að gefa lyfin beint inn í heila-mænuvökvann.

Geislameðferð er í flestum tilfellum notuð samhliða lyfjameðferð. Geislunum er ýmist beint á afmarkað svæði í líkamanum þar sem hvítblæðifrumurnar hafa safnast saman eða allur líkaminn er geislaður og er það oftast einungis notað áður en beinmergsskipti eru gerð.

Beinmergsskipti eru notuð til lækninga fyrir suma sjúklinga með hvítblæði. Áður en þau eru gerð er allur beinmergur sjúklings eyðilagður og er það gert með lyfjagjöfum og geislum. Beinmergur er ýmist fenginn frá beinmergsgjafa sem þá þarf að finna áður, eða að beinmergur sjúklings er hreinsaður af öllum illkynja frumum og notaður. Beinmergsskipti er flókin og erfið aðgerð og sjúklingar þurfa að vera í margar vikur á sjúkrahúsi.

Við hvítblæði truflast starfsemi hvítu blóðkornanna og því á líkaminn erfitt með að verjast sýkingum. Þess vegna þarf oft að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum, sjúklingum er ráðlagt að forðast að vera innan um mikið af fólki og þá sem eru veikir en einnig þarf að meðhöndla þá fyrirbyggjandi með sýklalyfjum í sumum tilfellum.

Bæði sjúkdómurinn og meðferðin geta haft áhrif á rauðu blóðkornin og blóðleysi getur komið fram. Helstu einkenni blóðleysis eru slappleiki og mæði og því eru blóðgjafir notaðar til að meðhöndla þessi einkenni. Fækkun á blóðflögum getur einnig komið fram sem hefur í för með sér aukna blæðingarhættu og því eru sjúklingum oft gefnar blóðflögur til að koma í veg fyrir að blæðingar verði. Blæðingar úr tannholdi og tannholdsbólgur og sýkingar eru fylgikvillar hvítblæðis og meðferðar við hvítblæði. Því er oft byrjað á því að gera ástand tanna sjúklinga eins gott og mögulegt er og kenna góða tannhirðu áður en meðferð er hafin til að reyna að koma í veg fyrir þessi vandamál.

Öll meðferð hefur aukaverkanir því erfitt er að meðhöndla einungis krabbameinsfrumurnar og útilokað er að koma algerlega í veg fyrir að meðferð hafi engin áhrif á heilbrigðar frumur. Hverjar aukaverkanir lyfjameðferðar eru fer eftir því hvaða lyf eru notuð. Krabbameinsfrumur skipta sér oftar en heilbrigðar frumur. Krabbameinslyf verka á frumur sem eru að skipta sér og hafa því mest áhrif á krabbameinsfrumurnar en einnig þær frumur sem skipta sér oft.



Krabbameinslyf hafa áhrif á heilbrigðar frumur sem skipta sér oft, til að mynda frumur í hársekkjum. Hármissir er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur.

Þær heilbrigðu frumur í líkamanum sem skipta sér hvað oftast eru frumur í meltingarveginum, frumur í hársekkjum og blóðfrumur og er því líklegt að lyfin hafi áhrif á þær. Algengar aukaverkanir eru því hármissir, særindi í munni, ógleði og uppköst og eins og áður var sagt aukin hætta á sýkingum og blæðingum. Lyfin geta einnig haft áhrif á frjósemi einstaklingsins bæði tímabundið en einnig til langs tíma og því mikilvægt að huga að því áður en meðferð er hafin.

Helstu aukaverkanir geislameðferðar eru þreyta, þess vegna er hvíld mikilvæg en þó er einnig jafn mikilvægt að halda daglegum athöfnum áfram eins mikið og sjúklingur mögulega treystir sér til. Húð á þeim svæðum sem geislað er á getur orðið aum, rauð og þurr og kláði getur komið fram. Mikilvægt er að nota engin krem eða áburði nema í samráði við meðferðarlækni. Geislameðferð getur einnig fylgt lystarleysi, ógleði og uppköst.

Eins og gefur að skilja getur þessum sjúklingum oft reynst erfitt að fá næga næringu. Þeir eru oft lystarlausir og matur bragðast oft öðruvísi en áður. Sár í munni, ógleði og uppköst gera þeim enn erfiðara að nærast vel. Mikilvægt er að nærast vel og fá nægilegt magn kolvetna og prótína til að koma í veg fyrir þyngdar- og orkutap. Þeim sjúklingum sem fá nægilega næringu meðan á meðferð stendur líður oft betur og eru orkumeiri og því auðveldara að takast á við sjúkdóminn, auk þess sem aukaverkanir þolast betur. Því er mikilvægt strax í upphafi að fá leiðbeiningar næringarráðgjafa hvernig best og auðveldast er að ná í öll þau orkuefni og vítamín sem þörf er á.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri pistli um hvítblæði á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

6.4.2009

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Ása Kristinsdóttir

Tilvísun

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2009, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27021.

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. (2009, 6. apríl). Hvernig er hvítblæði meðhöndlað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27021

Sólveig Dóra Magnúsdóttir. „Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2009. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27021>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hvítblæði meðhöndlað?
Í svari við spurningunni Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin? er fjallað almennt um hvítblæði, mismunandi tegundir þess og einkenni. Það getur verið ágætt að kynna sér það svar áður en lengra er haldið.

Til að greina hvítblæði er nákvæm sjúkrasaga og skoðun mikilvæg. Eftir að hafa fengið greinargóðar upplýsingar um heilsufar sjúklings er skoðun mikilvæg og er þá lögð áhersla á að leita eftir stækkuðum eitlum, lifur og/eða milta, og blæðingum ásamt öðrum þáttum. Til að staðfesta greiningu þarf að taka blóðsýni þar sem leitað er eftir fjölda og þroska blóðfrumnanna. Ef niðurstaðan er hvítblæði þarf að taka sýni úr beinmerg til að staðfesta hvaða tegund af hvítblæði er um að ræða og svo ýmsar aðrar rannsóknir til að kanna útbreiðslu sjúkdómsins.

Meðferð á hvítblæði er flókin og mjög mismunandi. Það skiptir máli um hvaða tegund af hvítblæði er að ræða og einnig er meðferðin sérhæfð að hverjum sjúklingi fyrir sig og kemur þar inn í útbreiðsla sjúkdómsins, aldur sjúklings, einkenni og fyrra heilsufar og einnig hvort hann hefur fengið meðferð við hvítblæði áður. Þegar um er að ræða bráðahvítblæði er meðferð hafin strax og eru líkur á að sjúklingur læknist góðar. Þegar um er að ræða langvarandi hvítblæði er oft beðið með meðferð þar til einkenni koma fram og meðferð þá hafin. Þessir sjúklingar geta lifað einkennalitlir í nokkur ár, en sjaldan er hægt að lækna langvinnt hvítblæði.

Flestir sem greinast með hvítblæði fá lyfjameðferð, en til viðbótar eru sumir sjúklingar meðhöndlaðir með geislameðferð og í sumum tilfellum eru gerð beinmergsskipti.

Ef hvítblæðifrumur eru í miðtaugakerfinu þarf að gefa lyfin beint inn í heila-mænuvökvann með mænuástungu eða í heilahólf um lyfjabrunn.

Við lyfjameðferð er notað eitt lyf eða lyfjablöndur og er markmiðið með gjöf lyfjanna að drepa krabbameinsfrumurnar. Flest þessara lyfja þarf að gefa í æð. Ef hvítblæðifrumur eru í miðtaugakerfinu (heila eða mænu) er ekki nóg að gefa lyf í æð því lyf komast ekki í gegnum hinn svokallað heila-mænuþröskuld (e. blood-brain barrier) en það er þéttriðið net æða sem hefur það hlutverk að verja miðtaugakerfið fyrir utanaðkomandi efnum. Því þarf að gefa lyfin beint inn í heila-mænuvökvann.

Geislameðferð er í flestum tilfellum notuð samhliða lyfjameðferð. Geislunum er ýmist beint á afmarkað svæði í líkamanum þar sem hvítblæðifrumurnar hafa safnast saman eða allur líkaminn er geislaður og er það oftast einungis notað áður en beinmergsskipti eru gerð.

Beinmergsskipti eru notuð til lækninga fyrir suma sjúklinga með hvítblæði. Áður en þau eru gerð er allur beinmergur sjúklings eyðilagður og er það gert með lyfjagjöfum og geislum. Beinmergur er ýmist fenginn frá beinmergsgjafa sem þá þarf að finna áður, eða að beinmergur sjúklings er hreinsaður af öllum illkynja frumum og notaður. Beinmergsskipti er flókin og erfið aðgerð og sjúklingar þurfa að vera í margar vikur á sjúkrahúsi.

Við hvítblæði truflast starfsemi hvítu blóðkornanna og því á líkaminn erfitt með að verjast sýkingum. Þess vegna þarf oft að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum, sjúklingum er ráðlagt að forðast að vera innan um mikið af fólki og þá sem eru veikir en einnig þarf að meðhöndla þá fyrirbyggjandi með sýklalyfjum í sumum tilfellum.

Bæði sjúkdómurinn og meðferðin geta haft áhrif á rauðu blóðkornin og blóðleysi getur komið fram. Helstu einkenni blóðleysis eru slappleiki og mæði og því eru blóðgjafir notaðar til að meðhöndla þessi einkenni. Fækkun á blóðflögum getur einnig komið fram sem hefur í för með sér aukna blæðingarhættu og því eru sjúklingum oft gefnar blóðflögur til að koma í veg fyrir að blæðingar verði. Blæðingar úr tannholdi og tannholdsbólgur og sýkingar eru fylgikvillar hvítblæðis og meðferðar við hvítblæði. Því er oft byrjað á því að gera ástand tanna sjúklinga eins gott og mögulegt er og kenna góða tannhirðu áður en meðferð er hafin til að reyna að koma í veg fyrir þessi vandamál.

Öll meðferð hefur aukaverkanir því erfitt er að meðhöndla einungis krabbameinsfrumurnar og útilokað er að koma algerlega í veg fyrir að meðferð hafi engin áhrif á heilbrigðar frumur. Hverjar aukaverkanir lyfjameðferðar eru fer eftir því hvaða lyf eru notuð. Krabbameinsfrumur skipta sér oftar en heilbrigðar frumur. Krabbameinslyf verka á frumur sem eru að skipta sér og hafa því mest áhrif á krabbameinsfrumurnar en einnig þær frumur sem skipta sér oft.



Krabbameinslyf hafa áhrif á heilbrigðar frumur sem skipta sér oft, til að mynda frumur í hársekkjum. Hármissir er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur.

Þær heilbrigðu frumur í líkamanum sem skipta sér hvað oftast eru frumur í meltingarveginum, frumur í hársekkjum og blóðfrumur og er því líklegt að lyfin hafi áhrif á þær. Algengar aukaverkanir eru því hármissir, særindi í munni, ógleði og uppköst og eins og áður var sagt aukin hætta á sýkingum og blæðingum. Lyfin geta einnig haft áhrif á frjósemi einstaklingsins bæði tímabundið en einnig til langs tíma og því mikilvægt að huga að því áður en meðferð er hafin.

Helstu aukaverkanir geislameðferðar eru þreyta, þess vegna er hvíld mikilvæg en þó er einnig jafn mikilvægt að halda daglegum athöfnum áfram eins mikið og sjúklingur mögulega treystir sér til. Húð á þeim svæðum sem geislað er á getur orðið aum, rauð og þurr og kláði getur komið fram. Mikilvægt er að nota engin krem eða áburði nema í samráði við meðferðarlækni. Geislameðferð getur einnig fylgt lystarleysi, ógleði og uppköst.

Eins og gefur að skilja getur þessum sjúklingum oft reynst erfitt að fá næga næringu. Þeir eru oft lystarlausir og matur bragðast oft öðruvísi en áður. Sár í munni, ógleði og uppköst gera þeim enn erfiðara að nærast vel. Mikilvægt er að nærast vel og fá nægilegt magn kolvetna og prótína til að koma í veg fyrir þyngdar- og orkutap. Þeim sjúklingum sem fá nægilega næringu meðan á meðferð stendur líður oft betur og eru orkumeiri og því auðveldara að takast á við sjúkdóminn, auk þess sem aukaverkanir þolast betur. Því er mikilvægt strax í upphafi að fá leiðbeiningar næringarráðgjafa hvernig best og auðveldast er að ná í öll þau orkuefni og vítamín sem þörf er á.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri pistli um hvítblæði á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi....