Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig væri heimurinn ef allir væru grænmetisætur?

Rannveig Magnúsdóttir

Spurning Kristjáns hljóðaði svona:

Ef allir jarðarbúar væru grænmetisætur, væri þá nóg til af landi til að rækta allt fyrir jarðarbúa?

Maðurinn hefur lengi stundað ósjálfbæra landnýtingu[1]. Það þýðir að land er víða mjög illa farið vegna ofbeitar og búskapur hefur ekki verið stundaður í sátt og samlyndi við náttúruna. Á þessum svæðum þarf oft að nota mikinn áburð, því jarðvegurinn hefur tapað frjósemi sinni, mikið tap hefur orðið á lífbreytileika og sum vistkerfi hafa hreinlega verið þurrkuð út og eftir situr ónýtt land.

Stór hluti af þurrlendi jarðar er notaður til ræktunar.

Um 40% af þurrlendi jarðar fer nú undir landbúnað og mestur hluti þess fer í ræktun á nautgripum, svínum og kjúklingi og fóðri fyrir þessi dýr sem við mennirnir borðum svo[2].

Nú þegar er til nóg af landi til að rækta mat fyrir alla jarðarbúa. Vandamálið er hins vegar að fæðu er mjög misskipt á milli landa og landsvæða. Á meðan hluti af heiminum hefur það mjög gott þá svelta aðrir. Að auki er um þriðjungi matvæla hent áður en þau komast á matardiskinn og það er mjög stórt alþjóðlegt umhverfisvandamál[3].Enn eitt vandamálið sem fylgir fjölgun jarðarbúa og ósjálfbærri landnýtingu er eyðing mikilvægra vistkerfa eins og til dæmis votlendis og skóga.

Ef jarðarbúar minnkuðu kjötneyslu sína verulega þá væri hægt að rækta mat handa öllum og fara í stórtæka endurheimt á vistkerfum jarðar.

Ef jarðarbúar minnkuðu kjötneyslu sína verulega þá væri hægt að rækta mat handa öllum, ásamt því að fara í stórtæka endurheimt á vistkerfum jarðar og bjarga þannig ótal dýrum og plöntum úr útrýmingarhættu. Að auki myndi þessi grænmetisfæðulífsstíll minnka losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn loftslagsbreytingum.

Tilvísanir:
  1. ^ The state of the world’s land and water resources for food and agriculture - i1688e.pdf. (Skoðað 16.10.2017).
  2. ^ Biomass use, production, feed efficiencies, and greenhouse gas emissions from global livestock systems. (Skoðað 16.10.2017).
  3. ^ Food wastage footprint: Impacts on natural resources - Summary report - i3347e.pdf. (Skoðað 16.10.2017).

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

27.11.2017

Spyrjandi

Ellen Kristjáns, Kristján Þorsteinsson

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig væri heimurinn ef allir væru grænmetisætur?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2017, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27883.

Rannveig Magnúsdóttir. (2017, 27. nóvember). Hvernig væri heimurinn ef allir væru grænmetisætur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27883

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig væri heimurinn ef allir væru grænmetisætur?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2017. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27883>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig væri heimurinn ef allir væru grænmetisætur?
Spurning Kristjáns hljóðaði svona:

Ef allir jarðarbúar væru grænmetisætur, væri þá nóg til af landi til að rækta allt fyrir jarðarbúa?

Maðurinn hefur lengi stundað ósjálfbæra landnýtingu[1]. Það þýðir að land er víða mjög illa farið vegna ofbeitar og búskapur hefur ekki verið stundaður í sátt og samlyndi við náttúruna. Á þessum svæðum þarf oft að nota mikinn áburð, því jarðvegurinn hefur tapað frjósemi sinni, mikið tap hefur orðið á lífbreytileika og sum vistkerfi hafa hreinlega verið þurrkuð út og eftir situr ónýtt land.

Stór hluti af þurrlendi jarðar er notaður til ræktunar.

Um 40% af þurrlendi jarðar fer nú undir landbúnað og mestur hluti þess fer í ræktun á nautgripum, svínum og kjúklingi og fóðri fyrir þessi dýr sem við mennirnir borðum svo[2].

Nú þegar er til nóg af landi til að rækta mat fyrir alla jarðarbúa. Vandamálið er hins vegar að fæðu er mjög misskipt á milli landa og landsvæða. Á meðan hluti af heiminum hefur það mjög gott þá svelta aðrir. Að auki er um þriðjungi matvæla hent áður en þau komast á matardiskinn og það er mjög stórt alþjóðlegt umhverfisvandamál[3].Enn eitt vandamálið sem fylgir fjölgun jarðarbúa og ósjálfbærri landnýtingu er eyðing mikilvægra vistkerfa eins og til dæmis votlendis og skóga.

Ef jarðarbúar minnkuðu kjötneyslu sína verulega þá væri hægt að rækta mat handa öllum og fara í stórtæka endurheimt á vistkerfum jarðar.

Ef jarðarbúar minnkuðu kjötneyslu sína verulega þá væri hægt að rækta mat handa öllum, ásamt því að fara í stórtæka endurheimt á vistkerfum jarðar og bjarga þannig ótal dýrum og plöntum úr útrýmingarhættu. Að auki myndi þessi grænmetisfæðulífsstíll minnka losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn loftslagsbreytingum.

Tilvísanir:
  1. ^ The state of the world’s land and water resources for food and agriculture - i1688e.pdf. (Skoðað 16.10.2017).
  2. ^ Biomass use, production, feed efficiencies, and greenhouse gas emissions from global livestock systems. (Skoðað 16.10.2017).
  3. ^ Food wastage footprint: Impacts on natural resources - Summary report - i3347e.pdf. (Skoðað 16.10.2017).

Myndir:

...