Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvenær var vindorka fyrst virkjuð?

Sólrún Halla Einarsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvenær var byrjað að virkja vindorku og hvar get ég fundið upplýsingar um það?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver fann upp á vindmyllum?

Menn hafa lengi nýtt sér hreyfiorkuna sem falin er í vindinum til þess að knýja til dæmis seglskip og vindmyllur. Elsta heimildin um siglingar er mynd af seglskipi máluð á disk sem fannst í Kúveit og er talin vera frá því 5500-5000 f.Kr. Seglskip voru lengi vel helstu farartækin til þess að flytja fólk og vörur langar vegalengdir, þar til gufuknúin skip urðu vinsælli á seinni hluta 19. aldar. Hinir frægu landkönnuðir Ferdinand Magellan, Kristófer Kólumbus og Vasco da Gama sigldu til dæmis á seglskipum í leiðöngrum sínum, og landnámsmenn Íslands komu hingað á skipum sem voru aðallega knúin af vindi.

Heron frá Alexandríu er talinn hafa búið til fyrstu vindmylluna á 1. öld e.Kr. Vindmyllan var notuð til að knýja einhvers konar vatnsorgel.

Talið er að gríski uppfinningamaðurinn Heron frá Alexandríu hafi búið til fyrstu vindmylluna á 1. öld e.Kr. en hún var notuð til að knýja einhvers konar vatnsorgel. Notkun vindmylla í landbúnaði, og raunar fyrsta hagnýta notkunin á vindmyllum, hófst á 7.-9. öld. Það var á landsvæði sem nú tilheyrir Íran en þar voru vindmyllur notaðar til að þurrka upp land og mala korn. Vindmyllurnar urðu síðar útbreiddar í Mið-Austurlöndum, auk þess að berast til Austur-Asíu og Evrópu. Þannig má nefna að seint á 12. öld voru vindmyllur mikið notaðar í Norðvestur-Evrópu til mölunar á korni.

Eftir að rafallinn, sem umbreytir hreyfiorku í raforku, var fundinn upp var hægt að knýja rafal með vindafli og framleiða þannig raforku. Fyrsta notkun vindorku til raforkuframleiðslu var í Skotlandi árið 1887 en þá byggði verkfræðiprófessorinn James Blyth (1839-1906) vindtúrbínu í garðinum við sumarhús sitt og knúði með henni rafmagnsljós í húsinu. Var þetta upphafið af útbreiddri notkun vindmylla til raforkuframleiðslu næstu áratugina, meðal annars í Bandaríkjunum, eða þar til dreifikerfi á raforku var komið á fót.

Skoski verkfræðiprófessorinn James Blyth varð fyrstur til að breyta vindorku í raforku en það gerði hann árið 1887. Myndin er frá 1891.

Í kjölfar olíukreppunnar 1973 jókst áhugi á endurnýtanlegum orkugjöfum, þar á meðal vindorku, og fé var veitt í rannsóknir á því hvernig hægt væri að byggja skilvirkar og afkastamiklar vindmyllur til raforkuframleiðslu. Undanfarna áratugi hefur mikil uppbygging átt sér stað í virkjun vindorku en árið 2014 kom um 4% af heildarraforkuframleiðslu heimsins frá um 240.000 vindmyllum.

Ásýnd vindmylla hefur breyst töluvert í gegnum aldirnar.

Á Íslandi voru nokkrar vindmyllur reistar á 19. öld, meðal annars tvær í Reykjavík sem notaðar voru til að mala rúg. Á 20. öld urðu litlar vindrafstöðvar algengar við bóndabæi þangað sem rafmagnslínur höfðu ekki enn verið lagðar, og til þess að knýja tæki, eins og veðurstöðvar, sem eru staðsett fjarri mannabyggðum. En þegar á heildina er litið hefur vindorka lítið verið notuð á Íslandi, í samanburði við til dæmis mörg lönd Evrópu og Bandaríkin. Árið 2013 voru vindrafstöðvar fyrst tengdar við flutningskerfið og árið 2014 var 0,04% af raforkuframleiðslu á Íslandi framleidd með vindorku.

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.5.2017

Spyrjandi

Ólafur Gestur Jónssson, Íris Teresa

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær var vindorka fyrst virkjuð?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2017. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30268.

Sólrún Halla Einarsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. (2017, 3. maí). Hvenær var vindorka fyrst virkjuð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30268

Sólrún Halla Einarsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær var vindorka fyrst virkjuð?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2017. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30268>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var vindorka fyrst virkjuð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvenær var byrjað að virkja vindorku og hvar get ég fundið upplýsingar um það?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver fann upp á vindmyllum?

Menn hafa lengi nýtt sér hreyfiorkuna sem falin er í vindinum til þess að knýja til dæmis seglskip og vindmyllur. Elsta heimildin um siglingar er mynd af seglskipi máluð á disk sem fannst í Kúveit og er talin vera frá því 5500-5000 f.Kr. Seglskip voru lengi vel helstu farartækin til þess að flytja fólk og vörur langar vegalengdir, þar til gufuknúin skip urðu vinsælli á seinni hluta 19. aldar. Hinir frægu landkönnuðir Ferdinand Magellan, Kristófer Kólumbus og Vasco da Gama sigldu til dæmis á seglskipum í leiðöngrum sínum, og landnámsmenn Íslands komu hingað á skipum sem voru aðallega knúin af vindi.

Heron frá Alexandríu er talinn hafa búið til fyrstu vindmylluna á 1. öld e.Kr. Vindmyllan var notuð til að knýja einhvers konar vatnsorgel.

Talið er að gríski uppfinningamaðurinn Heron frá Alexandríu hafi búið til fyrstu vindmylluna á 1. öld e.Kr. en hún var notuð til að knýja einhvers konar vatnsorgel. Notkun vindmylla í landbúnaði, og raunar fyrsta hagnýta notkunin á vindmyllum, hófst á 7.-9. öld. Það var á landsvæði sem nú tilheyrir Íran en þar voru vindmyllur notaðar til að þurrka upp land og mala korn. Vindmyllurnar urðu síðar útbreiddar í Mið-Austurlöndum, auk þess að berast til Austur-Asíu og Evrópu. Þannig má nefna að seint á 12. öld voru vindmyllur mikið notaðar í Norðvestur-Evrópu til mölunar á korni.

Eftir að rafallinn, sem umbreytir hreyfiorku í raforku, var fundinn upp var hægt að knýja rafal með vindafli og framleiða þannig raforku. Fyrsta notkun vindorku til raforkuframleiðslu var í Skotlandi árið 1887 en þá byggði verkfræðiprófessorinn James Blyth (1839-1906) vindtúrbínu í garðinum við sumarhús sitt og knúði með henni rafmagnsljós í húsinu. Var þetta upphafið af útbreiddri notkun vindmylla til raforkuframleiðslu næstu áratugina, meðal annars í Bandaríkjunum, eða þar til dreifikerfi á raforku var komið á fót.

Skoski verkfræðiprófessorinn James Blyth varð fyrstur til að breyta vindorku í raforku en það gerði hann árið 1887. Myndin er frá 1891.

Í kjölfar olíukreppunnar 1973 jókst áhugi á endurnýtanlegum orkugjöfum, þar á meðal vindorku, og fé var veitt í rannsóknir á því hvernig hægt væri að byggja skilvirkar og afkastamiklar vindmyllur til raforkuframleiðslu. Undanfarna áratugi hefur mikil uppbygging átt sér stað í virkjun vindorku en árið 2014 kom um 4% af heildarraforkuframleiðslu heimsins frá um 240.000 vindmyllum.

Ásýnd vindmylla hefur breyst töluvert í gegnum aldirnar.

Á Íslandi voru nokkrar vindmyllur reistar á 19. öld, meðal annars tvær í Reykjavík sem notaðar voru til að mala rúg. Á 20. öld urðu litlar vindrafstöðvar algengar við bóndabæi þangað sem rafmagnslínur höfðu ekki enn verið lagðar, og til þess að knýja tæki, eins og veðurstöðvar, sem eru staðsett fjarri mannabyggðum. En þegar á heildina er litið hefur vindorka lítið verið notuð á Íslandi, í samanburði við til dæmis mörg lönd Evrópu og Bandaríkin. Árið 2013 voru vindrafstöðvar fyrst tengdar við flutningskerfið og árið 2014 var 0,04% af raforkuframleiðslu á Íslandi framleidd með vindorku.

Heimildir:

Mynd:

...