Evrópumenn kynntust fyrst tóbaki þegar þeir sigldu til Ameríku á 16. öld. Vindlar bárust til Evrópu með Spánverjum og voru þeir lúxusvarningur fyrir ríka fólkið. Ekki er hægt að segja með vissu hvenær sígaretturnar urðu til en ein heimild rekur þær til betlara í Sevilla á Spáni snemma á 16. öld. Þeir komust upp á lag með að safna vindlastubbum, tæta þá niður og rúlla tóbakinu inn í pappír. Hugsanlega voru þetta fyrstu sígaretturnar.
Sígarettur, eins og annað tóbak, eru mjög skaðlegar heilsu manna. Talið er að um 1,3 milljarður manna reyki í heiminum og að árlega deyi um það bil 4,9 milljónir manna af völdum sjúkdóma sem tengjast reykingum. Um þetta má lesa meira í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?
Elsta heimild um orðið sígarettur á íslensku er frá miðbiki 19. aldar og er að finna í ritsafni Benedikts Gröndals.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:- Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa? eftir MBS
- Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? eftir Öldu Ásgeirsdóttur
- Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak? eftir Öldu Ásgeirsdóttur og Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Eru óbeinar reykingar óhollar? eftir Jakobínu H. Árnadóttur
- cigarette á Britannica - The Online Encyclopedia
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans
- Mynd: Smoking á Wikipedia
Marinó Ingi Eyþórsson, Auður Edda, Sigurlína Erla.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.