Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?

Björn Þór Guðmundsson, Sigfinnur Andri Marinósson og Ragnar Yngvi Marinósson

Rússland er stærsta land jarðarinnar að flatarmáli og það níunda fjölmennasta en 143,4 milljónir manna eru búsettar þar í landi. Í Moskvu búa 11,5 milljónir manna eða um 8% af íbúafjölda Rússlands.

Kreml-borgarvirkið prýðir Moskvuborg.

Stærð Moskvu er 2511 km2 svo að fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er um 4580 að meðaltali. Flestir íbúa Moskvu hafa rússnesku að móðurmáli. Moskva er líklegast þekktust fyrir Vasílíjdómkirkjuna, Rauða torgið og Kreml-borgarvirkið.

Til þess að við getum ímyndað okkur hversu stór Moskva er þá er gott að bera hana saman við Reykjavík. Flatarmál Reykjavíkur er 274,5 km2 en Moskvu er 2511 km2. Moskva er því níu sinnum stærri en Reykjavík að flatarmáli. Í Reykjavík búa um 120 þúsund manns sem þýðir að Moskva er um níutíu og sex sinnum fjölmennari svo að Moskva er þónokkuð þéttbýlli borg en Reykjavík.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

21.6.2013

Spyrjandi

Jónas Jónasson

Tilvísun

Björn Þór Guðmundsson, Sigfinnur Andri Marinósson og Ragnar Yngvi Marinósson. „Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2013, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31859.

Björn Þór Guðmundsson, Sigfinnur Andri Marinósson og Ragnar Yngvi Marinósson. (2013, 21. júní). Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31859

Björn Þór Guðmundsson, Sigfinnur Andri Marinósson og Ragnar Yngvi Marinósson. „Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2013. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31859>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?
Rússland er stærsta land jarðarinnar að flatarmáli og það níunda fjölmennasta en 143,4 milljónir manna eru búsettar þar í landi. Í Moskvu búa 11,5 milljónir manna eða um 8% af íbúafjölda Rússlands.

Kreml-borgarvirkið prýðir Moskvuborg.

Stærð Moskvu er 2511 km2 svo að fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er um 4580 að meðaltali. Flestir íbúa Moskvu hafa rússnesku að móðurmáli. Moskva er líklegast þekktust fyrir Vasílíjdómkirkjuna, Rauða torgið og Kreml-borgarvirkið.

Til þess að við getum ímyndað okkur hversu stór Moskva er þá er gott að bera hana saman við Reykjavík. Flatarmál Reykjavíkur er 274,5 km2 en Moskvu er 2511 km2. Moskva er því níu sinnum stærri en Reykjavík að flatarmáli. Í Reykjavík búa um 120 þúsund manns sem þýðir að Moskva er um níutíu og sex sinnum fjölmennari svo að Moskva er þónokkuð þéttbýlli borg en Reykjavík.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....