Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?

JMH

Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur!



Golíatfroskur í allri sinni dýrð.

Stærsta salamandran í heiminum er kínverska risasalamandran (Andrias davidianus). Hún finnst villt í vatnsföllum í fjalllendi Norðaustur-Kína. Salamandra þessi getur orðið allt að 180 cm á lengd og vegið allt að 25 kg og telst því vera stærsta núlifandi froskdýr veraldar.



Kínverska risasalamandran.

Við bendum lesendum okkar á fleiri svör um froskdýr:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.11.2004

Spyrjandi

Skarphéðinn Snorrason, f. 1994

Tilvísun

JMH. „Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2004, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4623.

JMH. (2004, 23. nóvember). Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4623

JMH. „Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2004. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4623>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?
Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur!



Golíatfroskur í allri sinni dýrð.

Stærsta salamandran í heiminum er kínverska risasalamandran (Andrias davidianus). Hún finnst villt í vatnsföllum í fjalllendi Norðaustur-Kína. Salamandra þessi getur orðið allt að 180 cm á lengd og vegið allt að 25 kg og telst því vera stærsta núlifandi froskdýr veraldar.



Kínverska risasalamandran.

Við bendum lesendum okkar á fleiri svör um froskdýr:

Myndir:

...