Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?

Ritstjórn Vísindavefsins

Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri bók sem kom út í íslenskri þýðingu á dögunum sem nefnist Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin. Algengasta tilgátan var að árekstur róteinda í hraðlinum gæti orsakað svarthol undir Genf í Sviss sem svo myndi soga fáeina úrsmiði, nokkra banka og að lokum jörðina inn í sig. Þessar tilraunir eru flestum kunnar enda fylgdust fjölmiðlar um allan heim með þegar hraðallinn hrökk loks í gang.

Myndin sýnir legu hraðals Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði á landamærum Sviss og Frakklands.

Heimurinn hefur til skamms tíma ekki verið eins meðvitaður um þá merku efnahagstilraun sem stóri örmyntarhraðallinn á Íslandi hefur gefið hagfræðingum og alvöruvísindamönnum kost á að fylgjast með. Öfugt við það sem gerist í stóra sterkeindahraðlinum á landamærum Sviss og Frakklands fást ekki eingöngu gögn úr árekstrum tveggja örmynta, svo sem íslensku krónunnar og súrinamísks dals, heldur er einnig fylgst beint með falli krónunnar. Raunar gerir sú hvirfil- eða hringiðuhreyfing sem krónan fellur eftir ásamt gjaldeyrishöftum það að verkum að árekstrar við aðrar myntir eru mjög ólíklegir. Árekstrar myndu væntanlega hægja á falli hennar sem er mjög sjaldgæfur viðburður.

Gögn sýna að ljóminn sem stafar af íslensku efnahagslífi hefur minnkað stórkostlega eftir að kjarni þess féll saman árið 2008. Glansinn hefur einnig orðið mattari. Skíman er af skornum skammti. Þunginn sem hvílir yfir efnahagslífinu er í raun slíkur að fátt sleppur í burtu og er ljós þar ekki undanskilið. Það sem kemst út fer ekki lengra en til Noregs. Og virt innlend vísindatímarit eins og Peningamál Seðlabanka Íslands hafa birt vísbendingar um að í íslensku efnahagskerfi séu fyrirbæri sem beygja og sveigja þekkt efnahagslögmál óendanlega mikið.

Myndin sýnir smærri af tveimur ofnum örmyntarhraðals Seðlabanka Íslands.

Ekkert bendir þó til að tilraunir með íslensku örmyntina myndi að lokum eitt stórt svarthol sem ógni lífi á jörðinni. Þvert á móti virðast kostir þess að framkvæma svona tilraunir annaðhvort í einangrun norðanlega í Atlantshafinu eða í hitabeltinu hafa komið berlega í ljós. Og í raun má fullyrða að engin hætta sé á að svarthol myndist í sjálfum örmyntarhraðli Seðlabankans. Líklegra er að mörg smá svarthol myndist stöðugt í seðlaveskjum landsmanna við fall krónunnar. Það liggur í hlutarins eðli að veskin ferðast ekki til annarra landa á meðan það ástand varir. Heimsbyggðin ætti því að vera örugg í bili.

Myndir:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar. Lesendur sem taka eitthvað í svarinu alvarlega gera það algjörlega á eigin ábyrgð. Svarið kemur þó heim og saman við reynslu starfsmanna Vísindavefsins þegar þeir kíktu í veskin sín síðast.

Útgáfudagur

14.12.2012

Spyrjandi

Hreinn Ágústsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2012, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49394.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 14. desember). Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49394

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2012. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49394>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri bók sem kom út í íslenskri þýðingu á dögunum sem nefnist Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin. Algengasta tilgátan var að árekstur róteinda í hraðlinum gæti orsakað svarthol undir Genf í Sviss sem svo myndi soga fáeina úrsmiði, nokkra banka og að lokum jörðina inn í sig. Þessar tilraunir eru flestum kunnar enda fylgdust fjölmiðlar um allan heim með þegar hraðallinn hrökk loks í gang.

Myndin sýnir legu hraðals Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði á landamærum Sviss og Frakklands.

Heimurinn hefur til skamms tíma ekki verið eins meðvitaður um þá merku efnahagstilraun sem stóri örmyntarhraðallinn á Íslandi hefur gefið hagfræðingum og alvöruvísindamönnum kost á að fylgjast með. Öfugt við það sem gerist í stóra sterkeindahraðlinum á landamærum Sviss og Frakklands fást ekki eingöngu gögn úr árekstrum tveggja örmynta, svo sem íslensku krónunnar og súrinamísks dals, heldur er einnig fylgst beint með falli krónunnar. Raunar gerir sú hvirfil- eða hringiðuhreyfing sem krónan fellur eftir ásamt gjaldeyrishöftum það að verkum að árekstrar við aðrar myntir eru mjög ólíklegir. Árekstrar myndu væntanlega hægja á falli hennar sem er mjög sjaldgæfur viðburður.

Gögn sýna að ljóminn sem stafar af íslensku efnahagslífi hefur minnkað stórkostlega eftir að kjarni þess féll saman árið 2008. Glansinn hefur einnig orðið mattari. Skíman er af skornum skammti. Þunginn sem hvílir yfir efnahagslífinu er í raun slíkur að fátt sleppur í burtu og er ljós þar ekki undanskilið. Það sem kemst út fer ekki lengra en til Noregs. Og virt innlend vísindatímarit eins og Peningamál Seðlabanka Íslands hafa birt vísbendingar um að í íslensku efnahagskerfi séu fyrirbæri sem beygja og sveigja þekkt efnahagslögmál óendanlega mikið.

Myndin sýnir smærri af tveimur ofnum örmyntarhraðals Seðlabanka Íslands.

Ekkert bendir þó til að tilraunir með íslensku örmyntina myndi að lokum eitt stórt svarthol sem ógni lífi á jörðinni. Þvert á móti virðast kostir þess að framkvæma svona tilraunir annaðhvort í einangrun norðanlega í Atlantshafinu eða í hitabeltinu hafa komið berlega í ljós. Og í raun má fullyrða að engin hætta sé á að svarthol myndist í sjálfum örmyntarhraðli Seðlabankans. Líklegra er að mörg smá svarthol myndist stöðugt í seðlaveskjum landsmanna við fall krónunnar. Það liggur í hlutarins eðli að veskin ferðast ekki til annarra landa á meðan það ástand varir. Heimsbyggðin ætti því að vera örugg í bili.

Myndir:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar. Lesendur sem taka eitthvað í svarinu alvarlega gera það algjörlega á eigin ábyrgð. Svarið kemur þó heim og saman við reynslu starfsmanna Vísindavefsins þegar þeir kíktu í veskin sín síðast....