Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?

Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt yfir eða undir tunglið.

Tunglmyrkvar eru ekki sjaldgæf fyrirbrigði þótt sum ár verði enginn myrkvi, önnur ár einn, tveir eða jafnvel þrír. Sjaldgæfast er þó að á einu ári verði þrír myrkvar. Síðast gerðist það árið 1982 og sáust tveir myrkvanna frá Reykjavík, en næst gerist það árið 2485.Tunglmyrkvi

Síðasti tunglmyrkvi sem sást frá Reykjavík varð 28. október árið 2004, og var hann sá síðari á því ári (sá fyrri var 4. maí) og sá fjórði á 17 mánuðum. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður ekki fyrr en 3. mars 2007. Þá er rétt að vona að veðrið verði nógu gott til að hægt sé að fylgjast með honum.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um tungl- og sólmyrkva, til dæmis:

Heimild og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

24.6.2005

Spyrjandi

Matthías Vilhjálmsson, f. 1987

Höfundur

Tilvísun

Hafliði Marteinn Hlöðversson. „Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2005. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5079.

Hafliði Marteinn Hlöðversson. (2005, 24. júní). Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5079

Hafliði Marteinn Hlöðversson. „Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2005. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5079>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.