Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi.

Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN). Samkvæmt upplýsingum þeirra er fjöldi þekktra spendýrategunda í apríl 2009 alls 5.412 talsins. Tegundirnar skiptast í 26 ættbálka.

Tegundaauðugasti ættbálkur spendýra eru nagdýr (Rodentia) sem telur 2.219 tegundir eða rúmlega 41% allra spendýrategunda. Næst kemur ættbálkur leðurblaka (Chiroptera) með 1.145 tegundir eða 21% allra spendýrategunda. Í þessum tveimur ættbálkum eru því 62% allra núlifandi spendýrategunda.

Á hinn bóginn er tegundafátækasti ættbálkurinn svonefndar sílópokarottur (Microbiotheria). Sá ættbálkur telur aðeins eina tegund sem á spænsku nefnist Monito del Monte og mætti kalla litla fjallaapa á íslensku eða bara sílópokarottu (Dromiciops gliroides). Þetta er pokadýr (marsupia) sem finnst í þéttum skógum Suður-Ameríku.Litli fjallaapi eða sílópokarotta (Dromiciops gliroides) er eina tegundin innan ættbálks sílópokarotta.

Hér fyrir neðan er listi yfir alla ættbálka núlifandi spendýra og fjöldi þekktra tegunda:

ÆttbálkurFjöldi tegunda
Teinrekudýr (Afrosoricida)54
Rándýr (Carnivora)280
Hvalir og klaufdýr (Cetartiodactyla)322
Leðurblökur (Chiroptera) 1.145
Beltisdýr (Cingulata) 21
Ránpokadýr (Dasyuromorphia) 3
Feldvængjur (Dermoptera) 2
Pokarottur (Didelphimorphia) 94
Pokagrasbítar (Diprotodontia) 139
Snjáldurmýs (Eulipotyphla) 443
Hnubbar (Hyracoidea) 6
Nartarar (Lagomorpha) 92
Risasnjáldrur (Macroscelidea) 16
Sílópokarottur (Microbiotheria) 1
Nefdýr (Monotremata) 5
Pokamoldvörpur (Notoryctemorphia) 2
Pokasnjáldrur (Paucituberculata) 6
Pokagreifingi (Peramelemorphia) 19
Hófdýr (Perissodactyla) 16
Hreisturdýraætt (Pholidota) 8
Letidýraætt (Pilosa) 10
Prímatar (Primates) 412
Ranadýr/fílar (Proboscidea) 3
Nagdýr (Rodentia) 2.219
Trjásnjáldrur (Scandentia) 20
Sækýr (Sirenia) 4

Þótt ótrúlegt megi virðast þá bætist sífellt á þennan lista og hafa til dæmis um 70 tegundir bæst á listann síðan árið 2000. Þar af eru 15 tegundir prímata, 30 tegundir leðurblaka og ein rándýrategund. Bæði finnast nýjar tegundir og eins eru tilfelli þar sem frekari rannsóknir hafa leitt í ljós að það sem áður var talið vera deilitegund er nú talin sérstök tegund. Kunnasta dæmið er afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sem áður var flokkaður sem deilitegund gresjufílsins (Loxidonta africana) en er nú sjálfstæð tegund eins og lesa má um í svari við spurningunni Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.4.2009

Spyrjandi

Sólrún Friðlaugsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2009. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52125.

Jón Már Halldórsson. (2009, 20. apríl). Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52125

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2009. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52125>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?
Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi.

Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN). Samkvæmt upplýsingum þeirra er fjöldi þekktra spendýrategunda í apríl 2009 alls 5.412 talsins. Tegundirnar skiptast í 26 ættbálka.

Tegundaauðugasti ættbálkur spendýra eru nagdýr (Rodentia) sem telur 2.219 tegundir eða rúmlega 41% allra spendýrategunda. Næst kemur ættbálkur leðurblaka (Chiroptera) með 1.145 tegundir eða 21% allra spendýrategunda. Í þessum tveimur ættbálkum eru því 62% allra núlifandi spendýrategunda.

Á hinn bóginn er tegundafátækasti ættbálkurinn svonefndar sílópokarottur (Microbiotheria). Sá ættbálkur telur aðeins eina tegund sem á spænsku nefnist Monito del Monte og mætti kalla litla fjallaapa á íslensku eða bara sílópokarottu (Dromiciops gliroides). Þetta er pokadýr (marsupia) sem finnst í þéttum skógum Suður-Ameríku.Litli fjallaapi eða sílópokarotta (Dromiciops gliroides) er eina tegundin innan ættbálks sílópokarotta.

Hér fyrir neðan er listi yfir alla ættbálka núlifandi spendýra og fjöldi þekktra tegunda:

ÆttbálkurFjöldi tegunda
Teinrekudýr (Afrosoricida)54
Rándýr (Carnivora)280
Hvalir og klaufdýr (Cetartiodactyla)322
Leðurblökur (Chiroptera) 1.145
Beltisdýr (Cingulata) 21
Ránpokadýr (Dasyuromorphia) 3
Feldvængjur (Dermoptera) 2
Pokarottur (Didelphimorphia) 94
Pokagrasbítar (Diprotodontia) 139
Snjáldurmýs (Eulipotyphla) 443
Hnubbar (Hyracoidea) 6
Nartarar (Lagomorpha) 92
Risasnjáldrur (Macroscelidea) 16
Sílópokarottur (Microbiotheria) 1
Nefdýr (Monotremata) 5
Pokamoldvörpur (Notoryctemorphia) 2
Pokasnjáldrur (Paucituberculata) 6
Pokagreifingi (Peramelemorphia) 19
Hófdýr (Perissodactyla) 16
Hreisturdýraætt (Pholidota) 8
Letidýraætt (Pilosa) 10
Prímatar (Primates) 412
Ranadýr/fílar (Proboscidea) 3
Nagdýr (Rodentia) 2.219
Trjásnjáldrur (Scandentia) 20
Sækýr (Sirenia) 4

Þótt ótrúlegt megi virðast þá bætist sífellt á þennan lista og hafa til dæmis um 70 tegundir bæst á listann síðan árið 2000. Þar af eru 15 tegundir prímata, 30 tegundir leðurblaka og ein rándýrategund. Bæði finnast nýjar tegundir og eins eru tilfelli þar sem frekari rannsóknir hafa leitt í ljós að það sem áður var talið vera deilitegund er nú talin sérstök tegund. Kunnasta dæmið er afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sem áður var flokkaður sem deilitegund gresjufílsins (Loxidonta africana) en er nú sjálfstæð tegund eins og lesa má um í svari við spurningunni Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir: