Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?

Matthías Löve og Stefán Kári Ottósson

Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins.

Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann að stórum hluta þessa haustdaga 1666. Borgin er staðsett við norðurbakka Thames en þar má finna Lundúnaturn og Lundúnabrúna. Rétt við þá brú er gatan Pudding Lane en þar spratt fyrst upp eldur í bakaríi Thomas Farriner og breiddist hann fljótt út í vesturátt. Bakarinn slapp ásamt eiginkonu og börnum út um glugga og yfir á þak nágrannans. Þar gerði hann öðrum viðvart um eldinn.

Bruninn mikli í Lundúnum eftir óþekktan málara.

Eldar voru algengir í þéttbyggðum borgum við upphaf nýaldar þar sem voru opin eldstæði, kerti, ofnar og geymslur af púðri. Á sama tíma var hvorki búið að setja á fót lögreglu né slökkvilið. Þó stóðu hinir svokölluðu „bjöllumenn“ vaktina á næturnar og vörðu borgina meðal annars fyrir eldum. Aðferðir við að slökkva elda voru ekki eins skilvirkar og nú á tímum og fólust að mestu í að rífa hús eða hella vatni á eldinn.

Talið er að ein meginástæða þess að bruninn varð svo stór var að borgarstjóri Lundúna tók ekki strax þá ákvörðun að rífa niður hús til þess að hindra útbreiðslu eldsins. Skipun var ekki gefin út fyrr en á sunnudagskvöldið að rífa skyldi niður byggingarnar en þá var orðið erfitt að hafa stjórn á útbreiðslu eldsins. Á mánudeginum breiddist eldurinn út í norðurátt, algjör ringulreið var á götunum og orðrómur um að útlendingar væru að kveikja í húsum. Á þriðjudeginum náði eldurinn að dómkirkju heilags Páls, en þá byrjuðu tilraunir til að slökkva eldinn að bera árangur. Þá um kvöldið lægði vind og sprengiefni var notað til þess að sprengja byggingar sem annars hefðu orðið eldinum að bráð. Á miðvikudeginum fóru aðgerðir þriðjudagskvöldsins að bera árangur og að lokum tókst að stöðva útbreiðslu eldsins.

Aðeins nokkur dauðsföll voru tilkynnt, en talið er að þau hafi verið allt frá hundruðum til nokkurra þúsunda en á þessum tíma bjuggu um 80.000 manns í Lundúnaborg. Um 13.200 hús urðu eldinum að bráð sem hýstu heimili um 70.000 Lundúnabúa. Þar að auki brunnu sögufræg mannvirki á borð við dómkirkju heilags Páls ásamt 87 öðrum kirkjum.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég finn engar upplýsingar um The Great Fire of London árið 1666. Ég yrði mjög þakklátur ef þið gætuð sent mér einhverjar upplýsingar.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins.

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

3.7.2013

Spyrjandi

Jón Arnar Ómarsson

Tilvísun

Matthías Löve og Stefán Kári Ottósson. „Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2013, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52218.

Matthías Löve og Stefán Kári Ottósson. (2013, 3. júlí). Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52218

Matthías Löve og Stefán Kári Ottósson. „Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2013. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52218>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?
Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins.

Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann að stórum hluta þessa haustdaga 1666. Borgin er staðsett við norðurbakka Thames en þar má finna Lundúnaturn og Lundúnabrúna. Rétt við þá brú er gatan Pudding Lane en þar spratt fyrst upp eldur í bakaríi Thomas Farriner og breiddist hann fljótt út í vesturátt. Bakarinn slapp ásamt eiginkonu og börnum út um glugga og yfir á þak nágrannans. Þar gerði hann öðrum viðvart um eldinn.

Bruninn mikli í Lundúnum eftir óþekktan málara.

Eldar voru algengir í þéttbyggðum borgum við upphaf nýaldar þar sem voru opin eldstæði, kerti, ofnar og geymslur af púðri. Á sama tíma var hvorki búið að setja á fót lögreglu né slökkvilið. Þó stóðu hinir svokölluðu „bjöllumenn“ vaktina á næturnar og vörðu borgina meðal annars fyrir eldum. Aðferðir við að slökkva elda voru ekki eins skilvirkar og nú á tímum og fólust að mestu í að rífa hús eða hella vatni á eldinn.

Talið er að ein meginástæða þess að bruninn varð svo stór var að borgarstjóri Lundúna tók ekki strax þá ákvörðun að rífa niður hús til þess að hindra útbreiðslu eldsins. Skipun var ekki gefin út fyrr en á sunnudagskvöldið að rífa skyldi niður byggingarnar en þá var orðið erfitt að hafa stjórn á útbreiðslu eldsins. Á mánudeginum breiddist eldurinn út í norðurátt, algjör ringulreið var á götunum og orðrómur um að útlendingar væru að kveikja í húsum. Á þriðjudeginum náði eldurinn að dómkirkju heilags Páls, en þá byrjuðu tilraunir til að slökkva eldinn að bera árangur. Þá um kvöldið lægði vind og sprengiefni var notað til þess að sprengja byggingar sem annars hefðu orðið eldinum að bráð. Á miðvikudeginum fóru aðgerðir þriðjudagskvöldsins að bera árangur og að lokum tókst að stöðva útbreiðslu eldsins.

Aðeins nokkur dauðsföll voru tilkynnt, en talið er að þau hafi verið allt frá hundruðum til nokkurra þúsunda en á þessum tíma bjuggu um 80.000 manns í Lundúnaborg. Um 13.200 hús urðu eldinum að bráð sem hýstu heimili um 70.000 Lundúnabúa. Þar að auki brunnu sögufræg mannvirki á borð við dómkirkju heilags Páls ásamt 87 öðrum kirkjum.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég finn engar upplýsingar um The Great Fire of London árið 1666. Ég yrði mjög þakklátur ef þið gætuð sent mér einhverjar upplýsingar.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....