Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hvatberi?

Hildur Gyða Grétarsdóttir

Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum frumum lífvera. Mismunandi frumutegundir hafa þó mismunandi fjölda hvatbera eftir orkuþörf þeirra. Hjartafrumur og lifrarfrumur í spendýrum hafa til dæmis mikinn fjölda hvatbera en rauð blóðkorn hafa enga hvatbera.

Hvatberar eru gerðir úr tvöfaldri frymishimnu. Sú ytri er slétt og umlykur hvatberann. Sú innri er í fellingum sem eykur yfirborðsflatamál hennar en helsta virkni hvatberans á sér stað á þessari himnu. Í miðju hvatberans er mergur eða matrix. Þar er seigfljótandi vökvi sem inniheldur ensím, ríbósóm og erfðaefni hvatberans.

Skýringarmynd af innri gerð hvatbera.

Helsta hlutverk hvatbera er orkumyndun. Líkja má hvatberum við orkustöð frumunnar en þar fer fram svokölluð frumuöndun. Frumuöndun byggist á því að nota orkuna úr næringunni, oftast á formi glúkósa, til þess að búa til ATP með hjálp súrefnis, en koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) og vatn myndast sem úrgangsefni. ATP, sem stendur fyrir 'adenosine trifosfat', má kalla orkugjaldmiðil líkamans og er eina orkuformið sem frumur geta notað í lífefnahvörf sín.

Ásamt því að mynda orku taka hvatberar einnig þátt í ýmsum boðferlum innan frumunnar, frumuskiptingu og frumudauða, stjórnun frumuhringsins og frumuvaxtar.

Mest allt erfðaefni frumna er að finna innan kjarna þeirra en hvatberar skera sig frá öðrum frumulíffærum að því leyti að þeir hafa sitt eigið erfðaefni sem kóðar fyrir hluta þeirra prótína sem hvatberar nota. Erfðaefni hvatbera er hringlaga og eru mörg eintök í hverjum hvatbera. Það líkist erfðaefni baktería að mörgu leyti og því eru kenningar um að hvatberar séu mögulega tilkomnir vegna samruna baktería og heilkjörnunga. Mörg prótínanna sem notuð eru í hvatbera eru þó tjáð í kjarna frumunnar og flutt þaðan inn í hvatberana eftir myndun þeirra. Nýir hvatberar verða til við hvatberaskiptingu. Þeir hafa takmarkaðan líftíma í frumunni og er eytt í meltibólum að líftíma loknum.

Hvatberar erfast eingöngu frá móður þannig að allir hvatberar í frjóvguðu eggi eru komnir úr eggfrumu móðurinnar. Hvatberar erfast einnig án endurröðunnar og því eru litlar breytingar á erfðaefninu á milli kynslóða nema með stökkbreytingum. Þessi eiginleiki nýtist til dæmis vel til þess að skoða þróunarsöguna og til þess að rekja þjóðflutninga.

Helstu heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.2.2018

Spyrjandi

Arnar Ingi Guðnason, Ólöf Kjartansdóttir, Sigrún Finnsdóttir

Tilvísun

Hildur Gyða Grétarsdóttir. „Hvað er hvatberi?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2018, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52413.

Hildur Gyða Grétarsdóttir. (2018, 26. febrúar). Hvað er hvatberi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52413

Hildur Gyða Grétarsdóttir. „Hvað er hvatberi?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2018. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52413>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hvatberi?
Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum frumum lífvera. Mismunandi frumutegundir hafa þó mismunandi fjölda hvatbera eftir orkuþörf þeirra. Hjartafrumur og lifrarfrumur í spendýrum hafa til dæmis mikinn fjölda hvatbera en rauð blóðkorn hafa enga hvatbera.

Hvatberar eru gerðir úr tvöfaldri frymishimnu. Sú ytri er slétt og umlykur hvatberann. Sú innri er í fellingum sem eykur yfirborðsflatamál hennar en helsta virkni hvatberans á sér stað á þessari himnu. Í miðju hvatberans er mergur eða matrix. Þar er seigfljótandi vökvi sem inniheldur ensím, ríbósóm og erfðaefni hvatberans.

Skýringarmynd af innri gerð hvatbera.

Helsta hlutverk hvatbera er orkumyndun. Líkja má hvatberum við orkustöð frumunnar en þar fer fram svokölluð frumuöndun. Frumuöndun byggist á því að nota orkuna úr næringunni, oftast á formi glúkósa, til þess að búa til ATP með hjálp súrefnis, en koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) og vatn myndast sem úrgangsefni. ATP, sem stendur fyrir 'adenosine trifosfat', má kalla orkugjaldmiðil líkamans og er eina orkuformið sem frumur geta notað í lífefnahvörf sín.

Ásamt því að mynda orku taka hvatberar einnig þátt í ýmsum boðferlum innan frumunnar, frumuskiptingu og frumudauða, stjórnun frumuhringsins og frumuvaxtar.

Mest allt erfðaefni frumna er að finna innan kjarna þeirra en hvatberar skera sig frá öðrum frumulíffærum að því leyti að þeir hafa sitt eigið erfðaefni sem kóðar fyrir hluta þeirra prótína sem hvatberar nota. Erfðaefni hvatbera er hringlaga og eru mörg eintök í hverjum hvatbera. Það líkist erfðaefni baktería að mörgu leyti og því eru kenningar um að hvatberar séu mögulega tilkomnir vegna samruna baktería og heilkjörnunga. Mörg prótínanna sem notuð eru í hvatbera eru þó tjáð í kjarna frumunnar og flutt þaðan inn í hvatberana eftir myndun þeirra. Nýir hvatberar verða til við hvatberaskiptingu. Þeir hafa takmarkaðan líftíma í frumunni og er eytt í meltibólum að líftíma loknum.

Hvatberar erfast eingöngu frá móður þannig að allir hvatberar í frjóvguðu eggi eru komnir úr eggfrumu móðurinnar. Hvatberar erfast einnig án endurröðunnar og því eru litlar breytingar á erfðaefninu á milli kynslóða nema með stökkbreytingum. Þessi eiginleiki nýtist til dæmis vel til þess að skoða þróunarsöguna og til þess að rekja þjóðflutninga.

Helstu heimildir og mynd:

...