Sólin Sólin Rís 03:03 • sest 23:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:16 • Síðdegis: 19:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:14 • Síðdegis: 13:17 í Reykjavík

Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Það er rétt að staðaltími á Indlandi (e. Indian Standard Time) er fimm og hálfum tíma á undan alþjóðlegum staðaltíma eða alheimstíma, táknað UTC +05:30 (UTC er alþjóðleg skammstöfun fyrir alheimstíma). Þótt heimildir segi það ekki berum orðum má reikna með að þetta hafi þótt skynsamlegt viðmið fyrst á annað borð var ákveðið að hafa aðeins eitt tímabelti á Indlandi, þótt stærð landsins bjóði upp á fleiri tímabelti þar.

Áður og fyrr höfðu flestar borgir á Indlandi sinn eigin tíma en með auknum samskiptum á milli svæða þótti það óhagkvæmt. Árið 1802 var svokallaður Madras-tími reiknaður út. Hann var um það bil UTC+5:21. Þetta varð þó ekki opinber staðaltími á Indlandi en hann var notaður til dæmis í tengslum við tímasetningar á ferðum járnbrautalesta. Á alþjóðlegri ráðstefnu í Washington árið 1884 var ákveðið að Indland skildi skiptast í tvö tímabelti, Bombay sem miðaðist við 75° austlægrar lengdar (Bombay-tími settur UTC+4:51) og Kalkútta-tíma sem fylgdi 90. lengdarbaug (tími í Kalkútta ákvarðaður UTC+5:54). Þessir tímar miðuðust við stærstu og mikilvægustu borgir landsins. Þrátt fyrir að búið væri að gefa opinberlega út þessi tvö tímabelti notuðu járnbrautafyrirtæki áfram Madras-tímann þar sem hann var nokkurn veginn mitt á milli tímabeltanna tveggja og því handhægur við alla skipulagningu. Gekk hann jafnvel undir heitinu „járnbrautartími“.

Þótt aðeins örfá lönd heims sáu á hálfum tíma miðað við alþjóðatíma þá búa hátt í 20% mannkyns í þeim löndum. Þar munar langmest um Indland, annað fjölmennasta ríki heims.

Árið 1906 innleiddu nýlenduyfirvöld á Indlandi staðaltíma sem miðaðist við 82,5° og var því UTC+5:30 en aðrir tímar voru þó enn notaðir. Eftir að Indland hlaut sjálfstæði árið 1947 var ákveðið að hafa sama tíma fyrir landið allt og skyldi hann vera fimm klukkustundum og 30 mínútum á undan alþjóðlegum staðaltíma eins og ákveðið hafði verið 40 árum fyrr. Þrátt fyrir það var Kalkútta (nú Kolkata) með eigið tímabelti til 1948 og Bombay-tími (Bombay kallast núna Mumbai) var notaður til 1955.

Langflest önnur lönd í heiminum eru á heila tímanum miðað við UTC en Indland er þó ekki eina undantekningin.

Önnur lönd eða svæði sem hafa sinn staðaltíma 30 mínútum frá heila tímanum eru Marquesas-eyjar í Frönsku Pólýnesíu (UTC-9:30), Venesúela (UTC-4:30), fylkið Nýfundnaland og Labrador í Kanada (UTC -3:30), Íran (UTC+3:30), Afganistan (UTC+4:30), Sri Lanka (UTC+5:30), Búrma (UTC+6:30), fylkið Suður-Ástralía og Norður-svæðið í Ástralíu (UTC+9:30) auk nokkra eyja sem tilheyra Ástralíu.

Þá þekkist það á tveimur stöðum að vera 45 mínútum frá heila tímanum. Staðaltími í Nepal er UTC+5:45 og á Chatham-eyjum sem eru í Kyrrahafi og tilheyra Nýja-Sjálandi er UTC+12:45.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.12.2014

Spyrjandi

Björn Elvar Þorleifsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2014. Sótt 30. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=53014.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2014, 17. desember). Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53014

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2014. Vefsíða. 30. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53014>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?
Það er rétt að staðaltími á Indlandi (e. Indian Standard Time) er fimm og hálfum tíma á undan alþjóðlegum staðaltíma eða alheimstíma, táknað UTC +05:30 (UTC er alþjóðleg skammstöfun fyrir alheimstíma). Þótt heimildir segi það ekki berum orðum má reikna með að þetta hafi þótt skynsamlegt viðmið fyrst á annað borð var ákveðið að hafa aðeins eitt tímabelti á Indlandi, þótt stærð landsins bjóði upp á fleiri tímabelti þar.

Áður og fyrr höfðu flestar borgir á Indlandi sinn eigin tíma en með auknum samskiptum á milli svæða þótti það óhagkvæmt. Árið 1802 var svokallaður Madras-tími reiknaður út. Hann var um það bil UTC+5:21. Þetta varð þó ekki opinber staðaltími á Indlandi en hann var notaður til dæmis í tengslum við tímasetningar á ferðum járnbrautalesta. Á alþjóðlegri ráðstefnu í Washington árið 1884 var ákveðið að Indland skildi skiptast í tvö tímabelti, Bombay sem miðaðist við 75° austlægrar lengdar (Bombay-tími settur UTC+4:51) og Kalkútta-tíma sem fylgdi 90. lengdarbaug (tími í Kalkútta ákvarðaður UTC+5:54). Þessir tímar miðuðust við stærstu og mikilvægustu borgir landsins. Þrátt fyrir að búið væri að gefa opinberlega út þessi tvö tímabelti notuðu járnbrautafyrirtæki áfram Madras-tímann þar sem hann var nokkurn veginn mitt á milli tímabeltanna tveggja og því handhægur við alla skipulagningu. Gekk hann jafnvel undir heitinu „járnbrautartími“.

Þótt aðeins örfá lönd heims sáu á hálfum tíma miðað við alþjóðatíma þá búa hátt í 20% mannkyns í þeim löndum. Þar munar langmest um Indland, annað fjölmennasta ríki heims.

Árið 1906 innleiddu nýlenduyfirvöld á Indlandi staðaltíma sem miðaðist við 82,5° og var því UTC+5:30 en aðrir tímar voru þó enn notaðir. Eftir að Indland hlaut sjálfstæði árið 1947 var ákveðið að hafa sama tíma fyrir landið allt og skyldi hann vera fimm klukkustundum og 30 mínútum á undan alþjóðlegum staðaltíma eins og ákveðið hafði verið 40 árum fyrr. Þrátt fyrir það var Kalkútta (nú Kolkata) með eigið tímabelti til 1948 og Bombay-tími (Bombay kallast núna Mumbai) var notaður til 1955.

Langflest önnur lönd í heiminum eru á heila tímanum miðað við UTC en Indland er þó ekki eina undantekningin.

Önnur lönd eða svæði sem hafa sinn staðaltíma 30 mínútum frá heila tímanum eru Marquesas-eyjar í Frönsku Pólýnesíu (UTC-9:30), Venesúela (UTC-4:30), fylkið Nýfundnaland og Labrador í Kanada (UTC -3:30), Íran (UTC+3:30), Afganistan (UTC+4:30), Sri Lanka (UTC+5:30), Búrma (UTC+6:30), fylkið Suður-Ástralía og Norður-svæðið í Ástralíu (UTC+9:30) auk nokkra eyja sem tilheyra Ástralíu.

Þá þekkist það á tveimur stöðum að vera 45 mínútum frá heila tímanum. Staðaltími í Nepal er UTC+5:45 og á Chatham-eyjum sem eru í Kyrrahafi og tilheyra Nýja-Sjálandi er UTC+12:45.

Heimildir og mynd:

...