Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað gerir spurningu heimspekilega?

Geir Þ. Þórarinsson

Þessari spurningu er afar erfitt að svara. Sennilega er best að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til þess að svara henni.

Ein og sama spurningin getur jafnvel verið heimspekileg eða ekki eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. Hvers konar spurning er til dæmis spurningin „Hvað er hugrekki?“ Ég gæti spurt þessarar spurningar einfaldlega af því að ég skildi ekki orðið „hugrekki“, til dæmis af því að ég væri byrjandi í íslenskunámi og hefði ekki enn rekist á þetta orð; þá nægði ef til vill að svara mér því að hugrekki væri það sem á ensku heitir „courage“. Ég gæti líka hafa spurt hennar í leit að félagsfræðilegu svari, það er að segja af því að ég vildi fræðast um ríkjandi hugmyndir um hugrekki í samfélaginu sem ég bý í og gengi þess vegna um spyrjandi sem flesta hvað hugrekki væri; síðan myndi ég ská niður öll svörin og vinna úr þeim og komast að niðurstöðu um hverjar væru ríkjandi hugmyndir um hugrekki. Ég gæti líka verið að rökræða við einhvern um hugrekki og reynt að klekkja á honum með því að spyrja spurningar sem ég vissi vel að hann ætti í erfiðleikum með að svara enda ekki auðvelt að reiða fram skilgreiningu á hugrekki.


Við gætum gengið um og spurt fólk spurningarinnar: Hvað er hugrekki?

Í engu af dæmunum hér að ofan er spurningin heimspekileg. Hún verður fyrst heimspekileg þegar ég spyr hennar í þeim tilgangi að finna svar við henni með því að stunda heimspeki.

En þá vaknar spurningin: Hvað er heimspeki? Þeirri spurningu verður ekki reynt að svara hér enda er þegar til svar við henni á Vísindavefnum eftir Hauk Má Helgason. Haukur segir meðal annars:
Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara fyrst: Hvernig má vita nokkurn hlut? Er til einhver skylda? Eða jafnvel: Ættum við að spyrja okkur þessara spurninga?

Ef við föllumst á skilgreiningu Hauks og jafnframt á það svar sem er gefið í fyrstu efnisgrein hér að ofan, það er að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við ástundum heimspeki til að svara henni og að heimspeki sé heiðarleg og hugrökk glíma við ákveðnar tegundir spurninga, þá er ljóst að spurning er heimspekileg ef hún krefst heiðarlegrar og hugrakkrar glímu til að svara henni.

En tökum eftir því að Haukur gefur sér að heimspeki sé glíma við ákveðnar tegundir spurninga: spurningar um verufræði (hvað er) og siðfræði (hvað ber) auk annarra spurninga sem vakna í glímunni við þessar, með öðrum orðum ákveðnar grundvallar spurningar. Áðan sögðum við að ein og sama spurningin gæti hugsanlega verið bæði heimspekileg og ekki heimspekileg eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. En nú er ljóst að ekki geta allar spurningar verið heimspekilegar. Til dæmis eru spurningarnar „Hvenær á Alma afmæli?“, „Hvað eigum við að hafa í matinn í kvöld?“ og „Finnst þér þetta ekki fallegt?“ ekki slíkar spurningar enda þarf ekki að stunda heimspeki til þess að svara þeim. Það er svo annað mál að það má vel spyrja heimspekilegra spurninga í framhaldi af þessum spurningum, þær geta vakið upp aðrar heimspekilegar spurningar, eins og „Hvað er fegurð?“ – en það er samt ekki sama spurningin og „Finnst þér þetta ekki fallegt?“

Niðurstaðan okkar virðist því vera að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til að svara henni og að einungis sumar spurningar séu slíkar spurningar og þær geti stundum verið heimspekilegar og stundum ekki eftir því í hvaða tilgangi þær eru bornar upp.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

2.3.2010

Spyrjandi

Marta Kristín Friðriksdóttir, f. 1996

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað gerir spurningu heimspekilega? “ Vísindavefurinn, 2. mars 2010. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54286.

Geir Þ. Þórarinsson. (2010, 2. mars). Hvað gerir spurningu heimspekilega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54286

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað gerir spurningu heimspekilega? “ Vísindavefurinn. 2. mar. 2010. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54286>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir spurningu heimspekilega?
Þessari spurningu er afar erfitt að svara. Sennilega er best að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til þess að svara henni.

Ein og sama spurningin getur jafnvel verið heimspekileg eða ekki eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. Hvers konar spurning er til dæmis spurningin „Hvað er hugrekki?“ Ég gæti spurt þessarar spurningar einfaldlega af því að ég skildi ekki orðið „hugrekki“, til dæmis af því að ég væri byrjandi í íslenskunámi og hefði ekki enn rekist á þetta orð; þá nægði ef til vill að svara mér því að hugrekki væri það sem á ensku heitir „courage“. Ég gæti líka hafa spurt hennar í leit að félagsfræðilegu svari, það er að segja af því að ég vildi fræðast um ríkjandi hugmyndir um hugrekki í samfélaginu sem ég bý í og gengi þess vegna um spyrjandi sem flesta hvað hugrekki væri; síðan myndi ég ská niður öll svörin og vinna úr þeim og komast að niðurstöðu um hverjar væru ríkjandi hugmyndir um hugrekki. Ég gæti líka verið að rökræða við einhvern um hugrekki og reynt að klekkja á honum með því að spyrja spurningar sem ég vissi vel að hann ætti í erfiðleikum með að svara enda ekki auðvelt að reiða fram skilgreiningu á hugrekki.


Við gætum gengið um og spurt fólk spurningarinnar: Hvað er hugrekki?

Í engu af dæmunum hér að ofan er spurningin heimspekileg. Hún verður fyrst heimspekileg þegar ég spyr hennar í þeim tilgangi að finna svar við henni með því að stunda heimspeki.

En þá vaknar spurningin: Hvað er heimspeki? Þeirri spurningu verður ekki reynt að svara hér enda er þegar til svar við henni á Vísindavefnum eftir Hauk Má Helgason. Haukur segir meðal annars:
Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara fyrst: Hvernig má vita nokkurn hlut? Er til einhver skylda? Eða jafnvel: Ættum við að spyrja okkur þessara spurninga?

Ef við föllumst á skilgreiningu Hauks og jafnframt á það svar sem er gefið í fyrstu efnisgrein hér að ofan, það er að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við ástundum heimspeki til að svara henni og að heimspeki sé heiðarleg og hugrökk glíma við ákveðnar tegundir spurninga, þá er ljóst að spurning er heimspekileg ef hún krefst heiðarlegrar og hugrakkrar glímu til að svara henni.

En tökum eftir því að Haukur gefur sér að heimspeki sé glíma við ákveðnar tegundir spurninga: spurningar um verufræði (hvað er) og siðfræði (hvað ber) auk annarra spurninga sem vakna í glímunni við þessar, með öðrum orðum ákveðnar grundvallar spurningar. Áðan sögðum við að ein og sama spurningin gæti hugsanlega verið bæði heimspekileg og ekki heimspekileg eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. En nú er ljóst að ekki geta allar spurningar verið heimspekilegar. Til dæmis eru spurningarnar „Hvenær á Alma afmæli?“, „Hvað eigum við að hafa í matinn í kvöld?“ og „Finnst þér þetta ekki fallegt?“ ekki slíkar spurningar enda þarf ekki að stunda heimspeki til þess að svara þeim. Það er svo annað mál að það má vel spyrja heimspekilegra spurninga í framhaldi af þessum spurningum, þær geta vakið upp aðrar heimspekilegar spurningar, eins og „Hvað er fegurð?“ – en það er samt ekki sama spurningin og „Finnst þér þetta ekki fallegt?“

Niðurstaðan okkar virðist því vera að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til að svara henni og að einungis sumar spurningar séu slíkar spurningar og þær geti stundum verið heimspekilegar og stundum ekki eftir því í hvaða tilgangi þær eru bornar upp.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...