Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 37 svör fundust

Þekkist orðið dæði, fyrst til er ódæði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Fyrst til er eitthvað sem heitir ódæði, hvar eru þá dæmin um að eitthvað sé til sem heitir dæði? Dæði eitt sér kemur ekki fyrir, en bæði ódæði ‘illvirki, níðingsverk’, og fordæða ‘galdranorn; villutrú’. Að baki er nafnorðið dáð ‘afreksverk; þrek, hugrekki’. Bæði orðin eru f...

Nánar

Hvað gerir spurningu heimspekilega?

Þessari spurningu er afar erfitt að svara. Sennilega er best að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til þess að svara henni. Ein og sama spurningin getur jafnvel verið heimspekileg eða ekki eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. Hvers konar spurning er til dæmis s...

Nánar

„Því meira sem ég læri því betur geri ég mér grein fyrir því hve lítið ég veit.“ Hvaða heimspekingur sagði eitthvað á þessa leið?

Ef til vill er heimspekingurinn sem um ræðir Sókrates en hann mun hafa sagt að hann vissi það eitt að hann vissi ekkert. Þess ber að geta í upphafi að sumir fræðimenn vilja fara varlega í sakirnar þegar rætt er um hinn sögulega Sókrates enda skildi Sókrates ekki eftir sig nein rit og við þekkjum hann best sem pers...

Nánar

Hvað þýða litirnir í spænska fánanum?

Spænski fáninn hefur þrjár láréttar rendur. Tvær þeirra eru rauðar, sú efsta og sú neðsta, en röndin í miðjunni er gul að lit. Gula röndin er tvöfalt stærri en hvor rauða röndin. Litir fána tengjast oftar en ekki einhverju sem einkennir bæði land og þjóð. En þó eru skiptar skoðanir um hvað litirnir standa fyrir. G...

Nánar

Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...

Nánar

Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?

Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirr...

Nánar

Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum?

Sögnin að nenna ‘hafa dug eða vilja til, vera ólatur við’ kemur þegar fyrir í fornmáli. Hún er til í öðrum Norðurlandamálum og er í færeysku nenna ‘fá sig til einhvers’, nýnorsku nenna í sömu merkingu, í eldri sænsku nänna, nännas ‘hafa hugrekki eða vilja til’, í sænskum mállýskum er merkingin ‘fella sig við, hafa...

Nánar

Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?

Í samræðunni Menon er rædd kenning sem er nátengd hugmyndum um ódauðleika og endurfæðingu sálarinnar, en það er upprifjunarkenningin svonefnda. Þeir Sókrates og Menon hafa verið að ræða um dygðina en Menon spyr Sókrates hvernig þeir geti búist við að leit þeirra að skilgreiningu muni bera árangur. Ef þeir þekkja e...

Nánar

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...

Nánar

Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?

Félagslegar, sögulegar og trúarlegar ástæður valda því að Tsjetsjenar eru miklir stríðsmenn. Hugrekki þeirra er við brugðið, en mannslífið er ekki mikils virði í þeirra augum. Þeir hafa nær alltaf átt í blóðugum átökum við nágranna sína og þá sem hafa lagt þá undir sig. Rússar, en á undan þeim Persar og Tyrkir, ha...

Nánar

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?

Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í a...

Nánar

Hvað er karlmennska?

Íslensk orðabók segir karlmennsku vera „manndómur, hreysti, dugnaður, hugrekki“. Og nógu áhugavert að þetta er kvenkynsorð. En því er ekki auðsvarað hvað átt sé við með hugtakinu karlmennska. Það getur auðvitað verið upptalning á jákvæðum eiginleikum eins og orðabókin gerir. Þá vaknar spurningin hvort karlmennska ...

Nánar

Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?

Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir. Marteinn Lúther tel...

Nánar

Fleiri niðurstöður