Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýða litirnir í spænska fánanum?

Spænski fáninn hefur þrjár láréttar rendur. Tvær þeirra eru rauðar, sú efsta og sú neðsta, en röndin í miðjunni er gul að lit. Gula röndin er tvöfalt stærri en hvor rauða röndin. Litir fána tengjast oftar en ekki einhverju sem einkennir bæði land og þjóð. En þó eru skiptar skoðanir um hvað litirnir standa fyrir. Gulur er stundum nefndur sem tákn fyrir örlæti og sá rauði hugrekki, styrk eða þrautseigju.

Gulur er stundum nefndur sem tákn fyrir örlæti og sá rauði hugrekki, styrk eða þrautseigju.

Vinstra megin fyrir miðju á fánanum er skjaldarmerki Spánar. Stundum vantar þó skjaldarmerkið en sum lönd eiga tvo fána, annan með skjaldarmerki og hinn án skjaldarmerkis.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Útgáfudagur

8.7.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Magdalena Guðmundsdóttir og Sunna Dís Örvarsdóttir. „Hvað þýða litirnir í spænska fánanum?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2013. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=65505.

Magdalena Guðmundsdóttir og Sunna Dís Örvarsdóttir. (2013, 8. júlí). Hvað þýða litirnir í spænska fánanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65505

Magdalena Guðmundsdóttir og Sunna Dís Örvarsdóttir. „Hvað þýða litirnir í spænska fánanum?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2013. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65505>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.