Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað táknar serbneski fáninn?

Ásthildur Rafnsdóttir og Iveta Chavdarova Ivanova

Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit í bakgrunn. Þá er kóróna fyrir ofan örninn.

Litirnir þrír eru almennt taldir tákna frelsi og byltingarkenndar hugsjónir.

Flestir fánar hafa ekki einhverja eina merkingu heldur hefur hver og einn litur sína eigin merkingu og sögu. Litirnir tengjast þannig yfirleitt einhverju sem einkennir land og þjóð, til dæmis tengjast litirnir í íslenska fánanum náttúrunni.

Litirnir þrír í serbneska fánanum koma fyrir í flestum fánum slavneskra ríkja. Ýmsar skýringar eru á litunum, til dæmis að rauður tákni blóð, blár vatn og hvítur frelsi. En eins og með fleiri fána eru ekki allir sammála um hvað hver litur táknar. Litirnir þrír í heild sinni eru þó almennt taldir tákna frelsi og byltingarkenndar hugsjónir.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

26.6.2013

Spyrjandi

Halldór Smári Gunnarsson, f. 2001

Tilvísun

Ásthildur Rafnsdóttir og Iveta Chavdarova Ivanova. „Hvað táknar serbneski fáninn?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2013, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64348.

Ásthildur Rafnsdóttir og Iveta Chavdarova Ivanova. (2013, 26. júní). Hvað táknar serbneski fáninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64348

Ásthildur Rafnsdóttir og Iveta Chavdarova Ivanova. „Hvað táknar serbneski fáninn?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2013. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64348>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað táknar serbneski fáninn?
Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit í bakgrunn. Þá er kóróna fyrir ofan örninn.

Litirnir þrír eru almennt taldir tákna frelsi og byltingarkenndar hugsjónir.

Flestir fánar hafa ekki einhverja eina merkingu heldur hefur hver og einn litur sína eigin merkingu og sögu. Litirnir tengjast þannig yfirleitt einhverju sem einkennir land og þjóð, til dæmis tengjast litirnir í íslenska fánanum náttúrunni.

Litirnir þrír í serbneska fánanum koma fyrir í flestum fánum slavneskra ríkja. Ýmsar skýringar eru á litunum, til dæmis að rauður tákni blóð, blár vatn og hvítur frelsi. En eins og með fleiri fána eru ekki allir sammála um hvað hver litur táknar. Litirnir þrír í heild sinni eru þó almennt taldir tákna frelsi og byltingarkenndar hugsjónir.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....