Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?

EDS

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu testósteron. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár sem vaxa úr sér og detta af endurnýjast ekki.

Sami höfundur hefur einnig fjallað um grátt hár í svari við spurningunni Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli? Þar má lesa að háralitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af sérstökum litfrumum sem er meðal annars að finna í hársekkjum. Þegar við eldumst hætta litfrumurnar í hársekkjunum smám saman að mynda melanín og hárið fær gráan eða hvítan lit.

Í fljótu bragði finnast ekki áreiðanlegar upplýsingar á Netinu um að þetta tvennt, háralitur og skalli, tengist á þann hátt að grár háralitur komi í veg fyrir að menn (eða konur ef svo ber undir) missi hárið og fái skalla. Enda þarf ekki að leita langt til þess að sjá dæmi um gráhærða menn sem orðnir eru nokkuð þunnhærðir. Má þar til dæmis nefna stórleikara á borð við Sean Connery, sem sjá má hér til hliðar, Anthony Hopkins og Jack Nicholson, gamla poppara á eins og Billy Joel og jafnvel íslenska fjármálaráðherrann Steingrím J. Sigfússon sem áður var rauðhærður og sköllóttur en virðist nú vera kominn með ansi gráleitan blæ á þau hár sem höfuðið prýða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd

Höfundur

Útgáfudagur

26.8.2010

Spyrjandi

Guðmundur Þór Jónsson

Tilvísun

EDS. „Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56731.

EDS. (2010, 26. ágúst). Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56731

EDS. „Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56731>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu testósteron. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár sem vaxa úr sér og detta af endurnýjast ekki.

Sami höfundur hefur einnig fjallað um grátt hár í svari við spurningunni Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli? Þar má lesa að háralitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af sérstökum litfrumum sem er meðal annars að finna í hársekkjum. Þegar við eldumst hætta litfrumurnar í hársekkjunum smám saman að mynda melanín og hárið fær gráan eða hvítan lit.

Í fljótu bragði finnast ekki áreiðanlegar upplýsingar á Netinu um að þetta tvennt, háralitur og skalli, tengist á þann hátt að grár háralitur komi í veg fyrir að menn (eða konur ef svo ber undir) missi hárið og fái skalla. Enda þarf ekki að leita langt til þess að sjá dæmi um gráhærða menn sem orðnir eru nokkuð þunnhærðir. Má þar til dæmis nefna stórleikara á borð við Sean Connery, sem sjá má hér til hliðar, Anthony Hopkins og Jack Nicholson, gamla poppara á eins og Billy Joel og jafnvel íslenska fjármálaráðherrann Steingrím J. Sigfússon sem áður var rauðhærður og sköllóttur en virðist nú vera kominn með ansi gráleitan blæ á þau hár sem höfuðið prýða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd...