Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Sjá kettir og hundar eitthvað sem við sjáum ekki?

Hinn mikli náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) velti því fyrir sér í einu af ritum sínum hvort hundar sæju drauga. Þetta ályktaði hann út frá því að eitt sinn var hann út í garði við hús sitt og tók eftir því að svartur labradorhundur sem hann átti starði í ákveðna átt. Darwin sjálfur kvaðst ekki hafa orðið var við neitt. Hann velti því hins vegar fyrir sér hvort hundurinn hafi orðið var við einhverja veru sem flestir menn gætu ekki skynjað, til dæmis vofu eða anda.En burtséð frá vangaveltum Darwins þá byggist skynjun á fleiru en því sem augað nemur. Skynfæri katta og hunda eru mjög vel þróuð og mynda fullkomið samspil sem leiðir til úrlausnar í miðtaugakerfinu líkt og hjá okkur. Dýr lifa í mismunandi skynheimi og skynja því umhverfið á afar breytilegan hátt. Skynheimur hunda og katta er því mjög frábrugðinn þeim skynheimi sem við mennirnir hrærumst í. Þau geta þannig sýnt viðbrögð við einhverjum skynhrifum sem við verðum ekki vör við. Til dæmis getur köttur verið staddur í sama herbergi og einhver manneskja og heyrt í flugu í næsta herbergi. Við heyrum ekki í henni en kötturinn greinir hljóðið og bregst við með því að stara í áttina þaðan sem hljóðið barst frá. Þetta gætu einhverjir túlkað á þá leið að kötturinn hafi séð einhverja yfirskilvitlega veru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Við vitum að kettir og hundar sjá í svörtu og hvítu en ef þú horfir á ketti þá sérðu að þeir horfa út um allt, þó að þar séu einungis veggir eða gólf. Þannig að ég var að spá hvort kettir og hundar geta séð eitthvað sem við sjáum ekki?

Útgáfudagur

28.7.2010

Spyrjandi

Kristján Gýmir Sigurðarson, f. 1997

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sjá kettir og hundar eitthvað sem við sjáum ekki?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2010. Sótt 22. janúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=56769.

Jón Már Halldórsson. (2010, 28. júlí). Sjá kettir og hundar eitthvað sem við sjáum ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56769

Jón Már Halldórsson. „Sjá kettir og hundar eitthvað sem við sjáum ekki?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2010. Vefsíða. 22. jan. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56769>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigrún Gunnarsdóttir

1960

Sigrún Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar sem dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Rannsóknarsvið Sigrúnar snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu.