Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?

Arnar Eggert Thoroddsen

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Vegna sífellt aukinnar tækni- og nútímavæðingar Vesturlanda hlusta flestir Texas-búar í dag á það sama og þeir sem búa í Kaliforníu, Frakklandi eða á Íslandi. Segja má að popp og hipphopp „ríki“ þar fyrst og fremst, eins og víða annars staðar. En auðvitað eru ákveðnar stefnur í Texas sem hafa þrifist vel þar í áratugi þótt þær njóti lítilla vinsælda utan fylkisins. Tejano-tónlistin, kántríið og Texas-blúsinn eiga til dæmis enn þá gott skjól þar. Svo þetta sé sett í skýrt samhengi; þó að Skotar lepji upp nýjustu poppstrauma eins og aðrir er engin hætta á því að skoskar sekkjapípur rykfalli!

Erykah Badu er ein þekktasta „r og b“ söngkona samtímans og nýtur mikillar virðingar tónlistaráhugafólks. Hún fæddist í Dallas árið 1971 og býr þar.

Texas er gríðarstórt fylki, annað stærsta í Bandaríkjunum (um 700.000 ferkílómetrar) og þar búa tæplega 30 milljónir. Texas-búar hafa ríka þjóðarímynd og í huga þeirra eru þeir fyrst og fremst þaðan, fremur en að þeir séu Bandaríkjamenn. Ef Texas væri sjálfstætt, væri það tíunda stærsta efnahagskerfi veraldar. Af þessum sökum er nánast ógerningur að tala um sérstaka Texas-tónlist, því allar stefnur rúmast þar og mikill iðnaður er í kringum hverja og eina þeirra. Í Texas eru fjórar risaborgir; Houston, San Antonio, Dallas og Austin. Íbúar Austin eru tæplega milljón en í hinum borgunum eru þeir vel yfir milljón og í Houston búa rúmlega 2 milljónir. Það gefur því augaleið að tónlistarsenurnar í þessum borgum eru margháttaðar.

Engu að síður er hægt að draga fram nokkrar tónlistarstefnur sem tengjast sérstaklega menningu fylkisins. Tejano-tónlistin (eða Tex-Mex) er þar skýrasta dæmið. Hún samanstendur af æði fjölbreyttri blöndu, ekki bara hvítri kántrítónlist og tónlist Mexíkóa, eins og Tex-Mex-heitið gefur til kynna, heldur koma afbrigði eins og polka, conjunto og mariachi einnig við sögu. Tónlistin á sterkustu ræturnar í Mið- og Suður-Texas og drottning stefnunnar er söngkonan Selena, sem lést árið 1995, langt fyrir aldur fram. Vinsældir Selenu voru slíkar, að hún var kölluð „Tejano Madonna“, hyllt fyrir að færa þessa tónlist – sem hefur sterkar rómanskar rætur – í átt að meginstraumnum. Önnur stefna sem þrífst einkar vel í Texas er Zydeco, sem upprunnin er hjá nágrönnunum í Suðvestur-Lúisíana. „Vestis-þvottabrettið“ („vest frottoir“) sem er eitt af megineinkennum stefnunnar í dag var fundið upp í Port Arthur, Texas.

Kenny Rogers er ein frægasta kántrístjarna heims en hann fæddist árið 1938 í Houston. Plötur hans hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka og hann nýtur bæði hylli kántríaðdáenda og hinnar almennu poppáhugamanneskju.

Þrátt fyrir ríka þjóðarímynd Texasbúa er ríkið samt sem áður eitt af Suðurríkjum Bandaríkjanna og staðalímyndir af kúrekum og öðru af því tagi eru runnar þaðan. Kántrítónlistin á því afar ríkt bakland í Texas og af stórstjörnum má til dæmis nefna Willie Nelson, Tex Ritter, Jim Reeves, Kenny Rogers, George Strait, Townes Van Zandt og Steve Earle. Söngkonurnar Kacey Musgraves og Miranda Lambert, sem hafa leitt kvenlæga endurreisn kántrítónlistar, eru báðar frá Texas. Margar undirstefnur kántríssins fæddust í Texas, „vestrasveiflunni“ eða „Western Swing“ var hrundið af stað af Bob Wills og Ernest Tubb sáði fræjum fyrir honkí-tonkíið sem listamenn eins og George Jones og Dwight Yoakam áttu eftir að gera heimsfrægt. Útlagakántríið fæddist í Austin, en stefnan var afar mikilsverð í upphafi áttunda áratugarins og helstu predikarar hennar voru Texasbúarnir Willie Nelson og Waylon Jennings (ásamt Kris Kristofferson og Johnny Cash). Markmið stefnunnar var að færa kántríið nær rótunum og frá glysinu sem var farið að einkenna það. Útlagakántríið, að minnsta kosti andi þess, lifir enn í gegnum sveitir eins og Wilco og listamenn á borð við Ryan Adams. Þá má geta þess að George Strait, oft kallaður konungur kántrísins ytra, á heimsmet í fjölda topplaga, burtséð frá geira, en 60 lög frá honum hafa farið á topp vinsældalista í Bandaríkjunum.

Buddy Holly var mikill frumkvöðull í hinu upprunalega rokki en dó voveiflega í flugslysi, einungis 22 ára að aldri. Hann fæddist í Lubbock, sem er í Norðvestur-Texas, og telur í dag um 250.000 íbúa.

Ekki er hægt að sleppa umfjöllun um Texasblúsinn, sem einkenndist meðal annars af vísunum í djass og kantríblús sem leikinn var utan alfaraleiða. Helstu upprunalegu blúsararnir voru Blind Lemon Jefferson og T-Bone Walker og sporgöngumenn voru Texasbúar eins og Albert Collins, Freddie King, Stevie Ray Vaughn og ZZ Top. Af frægum rokkurum, sem fæddust í Texas, má nefna Buddy Holly, Roy Orbison og Janis Joplin. Hljómsvetin 13th Floor Elevators, ein þekktasta sýrurokksveit allra tíma, var frá Austin og þungarokksrisarnir Pantera koma frá Texas.

Einnig er vert að nefna hipphoppsenuna í Houston sem hefur lengi vel verið einkar virk og áhrifarík, ekki síst í tengslum við Suðurríkjarappið svokallaða. Endurhljóðblöndunartæknin „kljúfa og skrúfa“ („Chopped and screwed“) kom til dæmis fram í Houston í upphafi 10. áratugarins en hljóðrænu áhrifin koma frá því að sleppa úr töktum, klóra plöturnar, stoppa þær og svo framvegis. Frægasti Texas-rapparinn í dag er Travis Scott en sögulega áttu Geto Boys ansi kröftug innslög á tíunda áratugnum, er bófarappið reið röftum.

Tónlistarhátíðin South by South West er haldin árlega í Austin og er ein stærsta tónlistarhátíð heims.

Í Austin fer fram tónlistarhátíðin South by South West sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. Hún fer fram í mars og stendur yfir í tíu daga. Hátíðin var fyrst haldin árið 1987 og hefur henni vaxið fiskur um hrygg allar götur síðan. Árið 2014 voru 2000 tónlistaratriði bókuð á hátíðinni. Tónleikar hátíðarinnar fara fram um alla borg, í alls kyns rýmum. Hátíðin er afar mikilvæg samkunda fyrir tónlistariðnaðinn; þar skiptist forvígisfólk á hugmyndum og samböndum, efnilegir listamenn skrifa undir samninga og nýjustu straumar og stefnur í dægurtónlistinni eru kynntar til sögunnar.

Heimildir og ítarefni
  • Koster, Rick. 2000. Texas music. New York: St. Martin's Griffin.
  • Reid, Jan, and Shawn Sahm. 2010. Texas Tornado: The times & music of Doug Sahm. Austin: University of Texas Press.
  • Shank, Barry. 2011. Dissonant Identities: the Rock'n'Roll Scene in Austin, Texas. Middletown: Wesleyan University Press.
  • Wilkins, Langston Collin. 2016. Screwston, TX: the impact of space, place, and cultural identity on music making in Houston's hip hop scene. Dissertation Abstracts International. 78-02.

Myndir:

Höfundur

Arnar Eggert Thoroddsen

aðjúnkt á Félagsvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

26.4.2019

Spyrjandi

Ómar Jónsson

Tilvísun

Arnar Eggert Thoroddsen. „Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2019, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57386.

Arnar Eggert Thoroddsen. (2019, 26. apríl). Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57386

Arnar Eggert Thoroddsen. „Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2019. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57386>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Vegna sífellt aukinnar tækni- og nútímavæðingar Vesturlanda hlusta flestir Texas-búar í dag á það sama og þeir sem búa í Kaliforníu, Frakklandi eða á Íslandi. Segja má að popp og hipphopp „ríki“ þar fyrst og fremst, eins og víða annars staðar. En auðvitað eru ákveðnar stefnur í Texas sem hafa þrifist vel þar í áratugi þótt þær njóti lítilla vinsælda utan fylkisins. Tejano-tónlistin, kántríið og Texas-blúsinn eiga til dæmis enn þá gott skjól þar. Svo þetta sé sett í skýrt samhengi; þó að Skotar lepji upp nýjustu poppstrauma eins og aðrir er engin hætta á því að skoskar sekkjapípur rykfalli!

Erykah Badu er ein þekktasta „r og b“ söngkona samtímans og nýtur mikillar virðingar tónlistaráhugafólks. Hún fæddist í Dallas árið 1971 og býr þar.

Texas er gríðarstórt fylki, annað stærsta í Bandaríkjunum (um 700.000 ferkílómetrar) og þar búa tæplega 30 milljónir. Texas-búar hafa ríka þjóðarímynd og í huga þeirra eru þeir fyrst og fremst þaðan, fremur en að þeir séu Bandaríkjamenn. Ef Texas væri sjálfstætt, væri það tíunda stærsta efnahagskerfi veraldar. Af þessum sökum er nánast ógerningur að tala um sérstaka Texas-tónlist, því allar stefnur rúmast þar og mikill iðnaður er í kringum hverja og eina þeirra. Í Texas eru fjórar risaborgir; Houston, San Antonio, Dallas og Austin. Íbúar Austin eru tæplega milljón en í hinum borgunum eru þeir vel yfir milljón og í Houston búa rúmlega 2 milljónir. Það gefur því augaleið að tónlistarsenurnar í þessum borgum eru margháttaðar.

Engu að síður er hægt að draga fram nokkrar tónlistarstefnur sem tengjast sérstaklega menningu fylkisins. Tejano-tónlistin (eða Tex-Mex) er þar skýrasta dæmið. Hún samanstendur af æði fjölbreyttri blöndu, ekki bara hvítri kántrítónlist og tónlist Mexíkóa, eins og Tex-Mex-heitið gefur til kynna, heldur koma afbrigði eins og polka, conjunto og mariachi einnig við sögu. Tónlistin á sterkustu ræturnar í Mið- og Suður-Texas og drottning stefnunnar er söngkonan Selena, sem lést árið 1995, langt fyrir aldur fram. Vinsældir Selenu voru slíkar, að hún var kölluð „Tejano Madonna“, hyllt fyrir að færa þessa tónlist – sem hefur sterkar rómanskar rætur – í átt að meginstraumnum. Önnur stefna sem þrífst einkar vel í Texas er Zydeco, sem upprunnin er hjá nágrönnunum í Suðvestur-Lúisíana. „Vestis-þvottabrettið“ („vest frottoir“) sem er eitt af megineinkennum stefnunnar í dag var fundið upp í Port Arthur, Texas.

Kenny Rogers er ein frægasta kántrístjarna heims en hann fæddist árið 1938 í Houston. Plötur hans hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka og hann nýtur bæði hylli kántríaðdáenda og hinnar almennu poppáhugamanneskju.

Þrátt fyrir ríka þjóðarímynd Texasbúa er ríkið samt sem áður eitt af Suðurríkjum Bandaríkjanna og staðalímyndir af kúrekum og öðru af því tagi eru runnar þaðan. Kántrítónlistin á því afar ríkt bakland í Texas og af stórstjörnum má til dæmis nefna Willie Nelson, Tex Ritter, Jim Reeves, Kenny Rogers, George Strait, Townes Van Zandt og Steve Earle. Söngkonurnar Kacey Musgraves og Miranda Lambert, sem hafa leitt kvenlæga endurreisn kántrítónlistar, eru báðar frá Texas. Margar undirstefnur kántríssins fæddust í Texas, „vestrasveiflunni“ eða „Western Swing“ var hrundið af stað af Bob Wills og Ernest Tubb sáði fræjum fyrir honkí-tonkíið sem listamenn eins og George Jones og Dwight Yoakam áttu eftir að gera heimsfrægt. Útlagakántríið fæddist í Austin, en stefnan var afar mikilsverð í upphafi áttunda áratugarins og helstu predikarar hennar voru Texasbúarnir Willie Nelson og Waylon Jennings (ásamt Kris Kristofferson og Johnny Cash). Markmið stefnunnar var að færa kántríið nær rótunum og frá glysinu sem var farið að einkenna það. Útlagakántríið, að minnsta kosti andi þess, lifir enn í gegnum sveitir eins og Wilco og listamenn á borð við Ryan Adams. Þá má geta þess að George Strait, oft kallaður konungur kántrísins ytra, á heimsmet í fjölda topplaga, burtséð frá geira, en 60 lög frá honum hafa farið á topp vinsældalista í Bandaríkjunum.

Buddy Holly var mikill frumkvöðull í hinu upprunalega rokki en dó voveiflega í flugslysi, einungis 22 ára að aldri. Hann fæddist í Lubbock, sem er í Norðvestur-Texas, og telur í dag um 250.000 íbúa.

Ekki er hægt að sleppa umfjöllun um Texasblúsinn, sem einkenndist meðal annars af vísunum í djass og kantríblús sem leikinn var utan alfaraleiða. Helstu upprunalegu blúsararnir voru Blind Lemon Jefferson og T-Bone Walker og sporgöngumenn voru Texasbúar eins og Albert Collins, Freddie King, Stevie Ray Vaughn og ZZ Top. Af frægum rokkurum, sem fæddust í Texas, má nefna Buddy Holly, Roy Orbison og Janis Joplin. Hljómsvetin 13th Floor Elevators, ein þekktasta sýrurokksveit allra tíma, var frá Austin og þungarokksrisarnir Pantera koma frá Texas.

Einnig er vert að nefna hipphoppsenuna í Houston sem hefur lengi vel verið einkar virk og áhrifarík, ekki síst í tengslum við Suðurríkjarappið svokallaða. Endurhljóðblöndunartæknin „kljúfa og skrúfa“ („Chopped and screwed“) kom til dæmis fram í Houston í upphafi 10. áratugarins en hljóðrænu áhrifin koma frá því að sleppa úr töktum, klóra plöturnar, stoppa þær og svo framvegis. Frægasti Texas-rapparinn í dag er Travis Scott en sögulega áttu Geto Boys ansi kröftug innslög á tíunda áratugnum, er bófarappið reið röftum.

Tónlistarhátíðin South by South West er haldin árlega í Austin og er ein stærsta tónlistarhátíð heims.

Í Austin fer fram tónlistarhátíðin South by South West sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims. Hún fer fram í mars og stendur yfir í tíu daga. Hátíðin var fyrst haldin árið 1987 og hefur henni vaxið fiskur um hrygg allar götur síðan. Árið 2014 voru 2000 tónlistaratriði bókuð á hátíðinni. Tónleikar hátíðarinnar fara fram um alla borg, í alls kyns rýmum. Hátíðin er afar mikilvæg samkunda fyrir tónlistariðnaðinn; þar skiptist forvígisfólk á hugmyndum og samböndum, efnilegir listamenn skrifa undir samninga og nýjustu straumar og stefnur í dægurtónlistinni eru kynntar til sögunnar.

Heimildir og ítarefni
  • Koster, Rick. 2000. Texas music. New York: St. Martin's Griffin.
  • Reid, Jan, and Shawn Sahm. 2010. Texas Tornado: The times & music of Doug Sahm. Austin: University of Texas Press.
  • Shank, Barry. 2011. Dissonant Identities: the Rock'n'Roll Scene in Austin, Texas. Middletown: Wesleyan University Press.
  • Wilkins, Langston Collin. 2016. Screwston, TX: the impact of space, place, and cultural identity on music making in Houston's hip hop scene. Dissertation Abstracts International. 78-02.

Myndir:

...