Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?

Atli Jósefsson

Kenningin um Uberman-svefnhringinn virðist hafa komið fyrst fram á bloggsíðu árið 2000.1 Í henni kristallast sú hugmyndafræði að manninum sé ekki eðlislægt að sofa í nánast samfelldri lotu einu sinni á sólarhring, en slíkt kallast á fræðimáli monocyclic-svefn.

Maðurinn og líklega flestir prímatar hafa þróað með sér þann eiginleika að geta sofið í einum dúr að næturlagi. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði benda til þess að rofinn svefn og margskiptur sé minna nærandi fyrir manneskjur en órofinn svefn að næturlagi. Margt bendir þó til þess að einn stuttur lúr yfir daginn geti verið til mikilla bóta hjá fólki sem ekki fær nægan nætursvefn.2

Svefn í einum dúr samanborið við Uberman-svefn.

Uberman-svefn (dregur nafn sitt af þýska orðinu Übermensch eða ofurmenni) er dæmi um margskiptan svefn (e. polycyclic eða polyphasic svefn) en margar dýrategundir sofa á þann hátt að svefninn skiptist á nokkra stutta dúra yfir sólarhringinn. Kenningin er ekki byggð á vísindalegum rannsóknum heldur afmarkaðri reynslu örfárra einstaklinga sem fullyrða að það henti þeim að sofa í tuttugu til þrjátíu mínútna lotum á fjögurra klukkustunda fresti yfir sólarhringinn.3 Frásagnir eru til um einstaklinga sem náð hafa langt í lífinu þrátt fyrir að hafa sofið mjög lítið eða í styttri dúrum (til dæmis Churchill og Napóleon4) en að öllum líkindum eru þær ýktar því rannsóknir sem gerðar hafa verið á rofnum svefni hafa sýnt að vitrænni getu og hæfileikanum til að leysa vandamál hrakar hjá flestum eftir skertan eða margskiptan svefn, þó vissulega þoli fólk slíka svefnskerðingu misjafnlega bærilega. Vel er hugsanlegt að einstaka maður nái langt í lífinu þrátt fyrir slíka svefnskerðingu en ekki vegna hennar.

Markmiðið með því að tileinka sér þetta rofna svefnmynstur virðist vera að stytta heildarsvefntíma á sólarhring og endurspeglar það úrelt viðhorf að tíma sem eytt sé í svefn sé að einhverju leyti glataður tími. Kenningin heldur því fram að með því að sofa í þessum stuttu dúrum fáum við mikilvægasta hluta svefnsins en sleppum því að eyða tíma í ómerkilegri tímabil svefnhringsins. Þetta stangast á við rannsóknir sem sýna að til þess að hámarka svefngæði þurfum við að eyða ákveðnu hlutfalli svefntíma í draumsvefni og djúpsvefni en slíkt næst ekki með þessum hætti.

Þeir sem stunda svefnrannsóknir og læknavísindi mæla ekki með því að nokkur reyni að tileinka sér þessar svefnvenjur.

Tilvísanir:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Er hin svokallaða Uberman-svefnaðferð líffræðilega möguleg?
sem Gísli Baldur bar upp.

Höfundur

Atli Jósefsson

aðjunkt í lífeðlisfræði

Útgáfudagur

6.12.2012

Spyrjandi

Arnþór Jóhann Jónsson

Tilvísun

Atli Jósefsson. „Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2012. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58624.

Atli Jósefsson. (2012, 6. desember). Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58624

Atli Jósefsson. „Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2012. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58624>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið frætt mig um Uberman-svefnhringinn?
Kenningin um Uberman-svefnhringinn virðist hafa komið fyrst fram á bloggsíðu árið 2000.1 Í henni kristallast sú hugmyndafræði að manninum sé ekki eðlislægt að sofa í nánast samfelldri lotu einu sinni á sólarhring, en slíkt kallast á fræðimáli monocyclic-svefn.

Maðurinn og líklega flestir prímatar hafa þróað með sér þann eiginleika að geta sofið í einum dúr að næturlagi. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði benda til þess að rofinn svefn og margskiptur sé minna nærandi fyrir manneskjur en órofinn svefn að næturlagi. Margt bendir þó til þess að einn stuttur lúr yfir daginn geti verið til mikilla bóta hjá fólki sem ekki fær nægan nætursvefn.2

Svefn í einum dúr samanborið við Uberman-svefn.

Uberman-svefn (dregur nafn sitt af þýska orðinu Übermensch eða ofurmenni) er dæmi um margskiptan svefn (e. polycyclic eða polyphasic svefn) en margar dýrategundir sofa á þann hátt að svefninn skiptist á nokkra stutta dúra yfir sólarhringinn. Kenningin er ekki byggð á vísindalegum rannsóknum heldur afmarkaðri reynslu örfárra einstaklinga sem fullyrða að það henti þeim að sofa í tuttugu til þrjátíu mínútna lotum á fjögurra klukkustunda fresti yfir sólarhringinn.3 Frásagnir eru til um einstaklinga sem náð hafa langt í lífinu þrátt fyrir að hafa sofið mjög lítið eða í styttri dúrum (til dæmis Churchill og Napóleon4) en að öllum líkindum eru þær ýktar því rannsóknir sem gerðar hafa verið á rofnum svefni hafa sýnt að vitrænni getu og hæfileikanum til að leysa vandamál hrakar hjá flestum eftir skertan eða margskiptan svefn, þó vissulega þoli fólk slíka svefnskerðingu misjafnlega bærilega. Vel er hugsanlegt að einstaka maður nái langt í lífinu þrátt fyrir slíka svefnskerðingu en ekki vegna hennar.

Markmiðið með því að tileinka sér þetta rofna svefnmynstur virðist vera að stytta heildarsvefntíma á sólarhring og endurspeglar það úrelt viðhorf að tíma sem eytt sé í svefn sé að einhverju leyti glataður tími. Kenningin heldur því fram að með því að sofa í þessum stuttu dúrum fáum við mikilvægasta hluta svefnsins en sleppum því að eyða tíma í ómerkilegri tímabil svefnhringsins. Þetta stangast á við rannsóknir sem sýna að til þess að hámarka svefngæði þurfum við að eyða ákveðnu hlutfalli svefntíma í draumsvefni og djúpsvefni en slíkt næst ekki með þessum hætti.

Þeir sem stunda svefnrannsóknir og læknavísindi mæla ekki með því að nokkur reyni að tileinka sér þessar svefnvenjur.

Tilvísanir:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Er hin svokallaða Uberman-svefnaðferð líffræðilega möguleg?
sem Gísli Baldur bar upp.

...