Sólin Sólin Rís 03:23 • sest 23:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:45 • Sest 03:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:14 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 22:59 í Reykjavík

Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?

JGÞ

Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið?

Gasið sem kom frá eldgosunum rauk ekki út í geiminn vegna þess að þyngdarkraftur jarðarinnar hélt sameindunum að yfirborðinu. Þessu er öðruvísi háttað til dæmis á Merkúríusi, en þar er enginn lofthjúpur. Merkúríus er mun minni og léttari en aðrar reikistjörnur og aðdráttarkraftur frá honum er því miklu minni. Sameindir sem gætu myndað lofthjúp á Merkúríusi sleppa því út í geiminn. Um þetta er hægt að lesa meira í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?


Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina.

Úti í geimnum eru gassameindir, en þar sem alheimurinn er svo gríðarlega stór eru sameindirnar mjög dreifðar. Í Vetrarbrautinni okkar er til dæmis miklu meira lofttæmi en hægt er að ná í bestu tilraunastofum. En þar sem Vetrarbrautin er risastór er í rauninni töluvert af efni þar, aðallega vetni og helín.

En ástæðan fyrir því að meira og þéttara andrúmsloft er í lofthjúpi jarðar en fyrir utan hann er semsagt sú að þyngdarkraftur jarðarinnar heldur andrúmsloftinu að yfirborðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Breki Bragason, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 1. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=58892.

JGÞ. (2011, 16. mars). Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58892

JGÞ. „Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 1. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58892>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?
Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið?

Gasið sem kom frá eldgosunum rauk ekki út í geiminn vegna þess að þyngdarkraftur jarðarinnar hélt sameindunum að yfirborðinu. Þessu er öðruvísi háttað til dæmis á Merkúríusi, en þar er enginn lofthjúpur. Merkúríus er mun minni og léttari en aðrar reikistjörnur og aðdráttarkraftur frá honum er því miklu minni. Sameindir sem gætu myndað lofthjúp á Merkúríusi sleppa því út í geiminn. Um þetta er hægt að lesa meira í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?


Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina.

Úti í geimnum eru gassameindir, en þar sem alheimurinn er svo gríðarlega stór eru sameindirnar mjög dreifðar. Í Vetrarbrautinni okkar er til dæmis miklu meira lofttæmi en hægt er að ná í bestu tilraunastofum. En þar sem Vetrarbrautin er risastór er í rauninni töluvert af efni þar, aðallega vetni og helín.

En ástæðan fyrir því að meira og þéttara andrúmsloft er í lofthjúpi jarðar en fyrir utan hann er semsagt sú að þyngdarkraftur jarðarinnar heldur andrúmsloftinu að yfirborðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....