Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju tala ekki allir sama tungumál?

EDS

Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir:

Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmunastigi urðu málkerfi þjóðflokkanna flóknari og málfræðilegar reglur mynduðust, en ekki endilega hinar sömu innan fjarlægra hópa. Þannig urðu á löngum tíma til mismunandi uppbyggðar málaættir og innan þeirra fjölmörg tungumál sem þróuðust ýmist óháð hvert öðru eða fyrir áhrif hvert frá öðru.

Ástæðan er sem sagt sú að tungumálin eiga sér ekki eina sameiginlega uppsprettu sem alls staðar hefur þróast eins í gegnum árþúsundin. Hver hópur setur sitt mark á það tungumál sem hann talar á hverjum tíma, það bætast við ný orð og önnur detta út, málfræði breytist, það verða hljóðbreytingar og svo framvegis.



Heilsað á hinum ýmsu tungumálum.

Til þess að skilja þetta betur má skoða íslenskuna en fyrir um 1000 árum var lítill munur á því tungumáli sem talað var hér á landi og því sem talað var í Noregi. Smám saman urðu breytingar á því máli sem talað var hér á Íslandi, breytingar sem ekki urðu í Noregi og öfugt, þannig að nú er þetta sitt hvort tungumálið. Guðrún Kvaran fjallar nánar um þróun íslenskunnar í svari við spurningunni Hvernig varð íslenskan til? Auk þess er bent á svar við spurningunni: Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu? eftir Guðvarð Má Gunnlaugsson.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Mynd:
  • Asia Society. Texta bætt við af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 18. 3. 2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Viktor M. Alexandersson, Kristján Wilhelm Gunnarsson, Eydís Bergmann Gunnarsdóttir, öll fædd 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju tala ekki allir sama tungumál?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58962.

EDS. (2011, 17. mars). Af hverju tala ekki allir sama tungumál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58962

EDS. „Af hverju tala ekki allir sama tungumál?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58962>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju tala ekki allir sama tungumál?
Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir:

Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmunastigi urðu málkerfi þjóðflokkanna flóknari og málfræðilegar reglur mynduðust, en ekki endilega hinar sömu innan fjarlægra hópa. Þannig urðu á löngum tíma til mismunandi uppbyggðar málaættir og innan þeirra fjölmörg tungumál sem þróuðust ýmist óháð hvert öðru eða fyrir áhrif hvert frá öðru.

Ástæðan er sem sagt sú að tungumálin eiga sér ekki eina sameiginlega uppsprettu sem alls staðar hefur þróast eins í gegnum árþúsundin. Hver hópur setur sitt mark á það tungumál sem hann talar á hverjum tíma, það bætast við ný orð og önnur detta út, málfræði breytist, það verða hljóðbreytingar og svo framvegis.



Heilsað á hinum ýmsu tungumálum.

Til þess að skilja þetta betur má skoða íslenskuna en fyrir um 1000 árum var lítill munur á því tungumáli sem talað var hér á landi og því sem talað var í Noregi. Smám saman urðu breytingar á því máli sem talað var hér á Íslandi, breytingar sem ekki urðu í Noregi og öfugt, þannig að nú er þetta sitt hvort tungumálið. Guðrún Kvaran fjallar nánar um þróun íslenskunnar í svari við spurningunni Hvernig varð íslenskan til? Auk þess er bent á svar við spurningunni: Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu? eftir Guðvarð Má Gunnlaugsson.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Mynd:
  • Asia Society. Texta bætt við af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 18. 3. 2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....