Tóbaksnotendur eru að sækja í þessi áhrif nikótínsins og það er meginástæðan fyrir því að tóbak er ávanabindandi. Heilafrumur örvast af efninu fyrst í stað en mynda síðan nikótínþol. Hætti líkaminn síðan að fá nikótín geta komið fram ýmis fráhvarfseinkenni svo sem depurð, svefnleysi, pirringur, reiði, óþol, einbeitingarskortur, eirðarleysi, hægari hjartsláttur, svimi og aukin matarlyst.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:- Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann? eftir Þuríði Þorbjarnarsdóttur
- Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því? eftir Bjarna Össurarson Rafnar
- Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak? eftir Öldu Ásgeirsdóttur og Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Wikipedia.com - cigarettes. Sótt 20.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.