Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?

Jón Már Halldórsson

Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörungar (Bacillariophyceae), eru afar mikilvægir hópar sjávar- og vatnalífvera. Þessir hópar eru fyrsta skrefið í fæðuvef vistkerfisins og grunnur að tilveru ófrumbjarga lífvera sem nærast á öðrum lífverum eða annarri lífrænni fæðu.

Kalksvifþörungar eru frumframleiðendur og þar af leiðandi grunnur að tilveru ófrumbjarga lífvera.

Ein tegund kalksvifþörunga er Emiliania huxleyi sem finna má á ákveðnum tímum árs í gríðarlegu magni suður af landinu. Þessi þörungur á stóran þátt í varanlegri bindingu kalks og þar af leiðandi bindingu koltvíildis (CO2) úr andrúmslofti jarðar.

Heimildir:
  • Amouroux, D.; P. S. Liss, E. Tessier, M. Hamren-Larsson, O. F. X. Donard (2001). "Role of oceans as biogenic sources of selenium". Earth and Planetary Science Letters 189 (3-4): 277-283.
  • Fabry, V. J. (2003). "Calcium carbonate production by coccolithophorid algae in long-term carbon dioxide sequestration". California State University San Marcos (US).

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.1.2012

Spyrjandi

Ragna Þórunn Weywadt

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2012, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59833.

Jón Már Halldórsson. (2012, 5. janúar). Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59833

Jón Már Halldórsson. „Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2012. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59833>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?
Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörungar (Bacillariophyceae), eru afar mikilvægir hópar sjávar- og vatnalífvera. Þessir hópar eru fyrsta skrefið í fæðuvef vistkerfisins og grunnur að tilveru ófrumbjarga lífvera sem nærast á öðrum lífverum eða annarri lífrænni fæðu.

Kalksvifþörungar eru frumframleiðendur og þar af leiðandi grunnur að tilveru ófrumbjarga lífvera.

Ein tegund kalksvifþörunga er Emiliania huxleyi sem finna má á ákveðnum tímum árs í gríðarlegu magni suður af landinu. Þessi þörungur á stóran þátt í varanlegri bindingu kalks og þar af leiðandi bindingu koltvíildis (CO2) úr andrúmslofti jarðar.

Heimildir:
  • Amouroux, D.; P. S. Liss, E. Tessier, M. Hamren-Larsson, O. F. X. Donard (2001). "Role of oceans as biogenic sources of selenium". Earth and Planetary Science Letters 189 (3-4): 277-283.
  • Fabry, V. J. (2003). "Calcium carbonate production by coccolithophorid algae in long-term carbon dioxide sequestration". California State University San Marcos (US).

Mynd:...