Sólin Sólin Rís 03:14 • sest 23:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík

Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?

EDS

Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinadrátt á meðgöngu, þekkt er að sinadráttur getur fylgt einhæfum hreyfingum í langan tíma og einnig getur sinadráttur einstaka sinnum verið fylgikvilli sjúkdóma.Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum.

Orsakir þess að fólk fær sinadrátt eru ekki alveg ljósar en helstu kenningarnar eru breytt taugavöðvastjórn, vökvatap, skortur á kalíni, salti, magnesíni og kalsíni, og vöðvaþreyta. Það hefur í sumum tilfellum gagnast fólki að taka eitt eða fleiri af ofangreindum efnum. En það er líka sérstaklega mælt með því að hita vel upp fyrir átök, teygja vel á vöðvum eftir áreynslu og passa að drekka nóg.

Hægt er að lesa meira um sinadrátt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna fáum við sinadrátt? Einnig má benda á grein eftir Magnús um sinadrátt á Mbl.is sem lesa má hér og grein á sama vef byggða á viðtali við Gauta Grétarsson sjúkraþjálfara sem lesa má með því að smella hér.

María Þorsteinsdóttir dósent í sjúkraþjálfun við HÍ fær bestu þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

22.8.2011

Spyrjandi

Jóna Þórdís Eggertsdóttir, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2011. Sótt 5. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60355.

EDS. (2011, 22. ágúst). Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60355

EDS. „Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2011. Vefsíða. 5. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60355>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?
Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinadrátt á meðgöngu, þekkt er að sinadráttur getur fylgt einhæfum hreyfingum í langan tíma og einnig getur sinadráttur einstaka sinnum verið fylgikvilli sjúkdóma.Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum.

Orsakir þess að fólk fær sinadrátt eru ekki alveg ljósar en helstu kenningarnar eru breytt taugavöðvastjórn, vökvatap, skortur á kalíni, salti, magnesíni og kalsíni, og vöðvaþreyta. Það hefur í sumum tilfellum gagnast fólki að taka eitt eða fleiri af ofangreindum efnum. En það er líka sérstaklega mælt með því að hita vel upp fyrir átök, teygja vel á vöðvum eftir áreynslu og passa að drekka nóg.

Hægt er að lesa meira um sinadrátt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna fáum við sinadrátt? Einnig má benda á grein eftir Magnús um sinadrátt á Mbl.is sem lesa má hér og grein á sama vef byggða á viðtali við Gauta Grétarsson sjúkraþjálfara sem lesa má með því að smella hér.

María Þorsteinsdóttir dósent í sjúkraþjálfun við HÍ fær bestu þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Mynd:...