Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?

EDS

Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum.

Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ekki er talið að þeim muni fjölga.

Reglulega eru gerðar fólksfjöldaspár (e. population projections) á vegum ýmissa aðila, meðal annars Sameinuðu þjóðanna til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu náttúruauðlinda og hvernig mannkynið eigi að hafa í sig og á. Um fólksfjöldaspár er fjallað í svari við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?

Í spá Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2010 er reynt að segja til um mögulegan fólksfjölda í heiminum öllum og í einstökum löndum allt til ársins 2100. Samkvæmt þeirri spá mun engin þjóð önnur en Kína og Indland ná yfir milljarði íbúa á næstu 90 árum. Horfa má enn lengra fram í tímann því árið 2004 birtu Sameinuðu þjóðirnar mannfjöldaspá til ársins 2300. Þar er heldur ekki gert ráð fyrir að nokkurt land sem ekki nú þegar hefur náð milljarði íbúa fari yfir þann fjölda. Reyndar er gert ráð fyrir að mannkyninu hætti að fjölga þegar kemur fram á næstu öld og smám saman komist á jafnvægi.

Heimildir og kort:

Höfundur

Útgáfudagur

24.4.2012

Spyrjandi

Sigurgeir Sigurpálsson

Tilvísun

EDS. „Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2012, sótt 2. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60693.

EDS. (2012, 24. apríl). Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60693

EDS. „Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2012. Vefsíða. 2. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60693>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?
Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum.

Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ekki er talið að þeim muni fjölga.

Reglulega eru gerðar fólksfjöldaspár (e. population projections) á vegum ýmissa aðila, meðal annars Sameinuðu þjóðanna til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu náttúruauðlinda og hvernig mannkynið eigi að hafa í sig og á. Um fólksfjöldaspár er fjallað í svari við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?

Í spá Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2010 er reynt að segja til um mögulegan fólksfjölda í heiminum öllum og í einstökum löndum allt til ársins 2100. Samkvæmt þeirri spá mun engin þjóð önnur en Kína og Indland ná yfir milljarði íbúa á næstu 90 árum. Horfa má enn lengra fram í tímann því árið 2004 birtu Sameinuðu þjóðirnar mannfjöldaspá til ársins 2300. Þar er heldur ekki gert ráð fyrir að nokkurt land sem ekki nú þegar hefur náð milljarði íbúa fari yfir þann fjölda. Reyndar er gert ráð fyrir að mannkyninu hætti að fjölga þegar kemur fram á næstu öld og smám saman komist á jafnvægi.

Heimildir og kort:

...