Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Eru til villtir kattastofnar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Reglulega hafa komið upp hópar villtra katta víða um land. Einstaklingar innan þessara hópa tímgast bæði innbyrðis og við heimilisketti. Hér er ekki um eiginlega villiketti (Felis silvestris silvestris) að ræða, eins og dýrafræðin skilgreinir þá, heldur einfaldlega ketti sem komnir eru af heimilisköttum (Felis silvestris catus).

Réttara er að tala um hópa villtra katta Íslandi frekar en stofna. Hið líffræðilega hugtak stofn nær ekki til þessara dýra þar sem stofn þarf meðal annars að vera því sem næst æxlunarlega aðskilinn frá öðrum stofnum eða hópum viðkomandi tegundar.

Hinn eiginlega villiköttur nefnist Felis silvestris silvestris. Villikettir hér á landi eru komnir af heimilisköttum og geta myndað hópa en ekki sérstakan stofn. Smelltu á myndina til að sjá stærra eintak af henni.

Hópar villkatta á Íslandi eru ekki landfræðilega aðskildir frá heimilisköttum eða öðrum hópum katta. Kettir hér á landi, hvort sem þeir eru villtir eða ekki, mynda þess vegna einn stofn. Blöndun á milli villikatta og heimiliskatta er nokkur, auk þess sem einhverjir heimiliskettir „ganga í raðir“ villikatta árlega. Til að gera málið enn flóknara þá eru mörk á milli villikatta og heimiliskatta oft mjög óljós.

Nokkur munur er engu að síður á villiköttum og heimilsköttum. Villikettirnir eru tortryggnir gagnvart manninum og geta verið miklu grimmari en kettir sem hafa lifað allt sitt líf í þægindum inni á heimilum. Villiköttum er oftast haldið niðri af opinberum aðilum þar sem þeim fylgir mikið ónæði og einnig nokkur smithætta. Þeir geta borið ýmsa sjúkdóma bæði í heimilisketti og menn. Bit eftir villikött getur hæglega valdið stífkrampa í mönnum.

Þess má geta að frétt birtist af heimsókn villikattar í stigagang blokkar í Hafnarfirði og er ljóst að slíkar heimsóknir eru ekkert tilhlökkunarefni. Svo segir í frétt af vefmiðlinum Vísi.is: „Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp.”

Tilkynningar um ónæði af völdum villikatta hafa komið víða af landinu, svo sem frá Ísafirði, öllum bæjarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.2.2012

Spyrjandi

Þorsteinn Davíð Stefánsson, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir kattastofnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2012. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61497.

Jón Már Halldórsson. (2012, 22. febrúar). Eru til villtir kattastofnar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61497

Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir kattastofnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2012. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61497>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til villtir kattastofnar á Íslandi?
Reglulega hafa komið upp hópar villtra katta víða um land. Einstaklingar innan þessara hópa tímgast bæði innbyrðis og við heimilisketti. Hér er ekki um eiginlega villiketti (Felis silvestris silvestris) að ræða, eins og dýrafræðin skilgreinir þá, heldur einfaldlega ketti sem komnir eru af heimilisköttum (Felis silvestris catus).

Réttara er að tala um hópa villtra katta Íslandi frekar en stofna. Hið líffræðilega hugtak stofn nær ekki til þessara dýra þar sem stofn þarf meðal annars að vera því sem næst æxlunarlega aðskilinn frá öðrum stofnum eða hópum viðkomandi tegundar.

Hinn eiginlega villiköttur nefnist Felis silvestris silvestris. Villikettir hér á landi eru komnir af heimilisköttum og geta myndað hópa en ekki sérstakan stofn. Smelltu á myndina til að sjá stærra eintak af henni.

Hópar villkatta á Íslandi eru ekki landfræðilega aðskildir frá heimilisköttum eða öðrum hópum katta. Kettir hér á landi, hvort sem þeir eru villtir eða ekki, mynda þess vegna einn stofn. Blöndun á milli villikatta og heimiliskatta er nokkur, auk þess sem einhverjir heimiliskettir „ganga í raðir“ villikatta árlega. Til að gera málið enn flóknara þá eru mörk á milli villikatta og heimiliskatta oft mjög óljós.

Nokkur munur er engu að síður á villiköttum og heimilsköttum. Villikettirnir eru tortryggnir gagnvart manninum og geta verið miklu grimmari en kettir sem hafa lifað allt sitt líf í þægindum inni á heimilum. Villiköttum er oftast haldið niðri af opinberum aðilum þar sem þeim fylgir mikið ónæði og einnig nokkur smithætta. Þeir geta borið ýmsa sjúkdóma bæði í heimilisketti og menn. Bit eftir villikött getur hæglega valdið stífkrampa í mönnum.

Þess má geta að frétt birtist af heimsókn villikattar í stigagang blokkar í Hafnarfirði og er ljóst að slíkar heimsóknir eru ekkert tilhlökkunarefni. Svo segir í frétt af vefmiðlinum Vísi.is: „Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp.”

Tilkynningar um ónæði af völdum villikatta hafa komið víða af landinu, svo sem frá Ísafirði, öllum bæjarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum.

Heimildir og mynd:

...