Sólin Sólin Rís 07:22 • sest 19:14 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:43 • Sest 15:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:12 • Síðdegis: 21:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:04 • Síðdegis: 15:23 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Taj Mahal er grafhýsi sem stendur við bakka Yamuna-árinnar í borginni Agra á Norður-Indlandi. Byggingin er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims.

Taj Mahal var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan (1592-1666, stórmógúll 1628-1658) til minningar um eftirlætiseiginkonu hans Mumtaz Mahal. Hún lést af barnsförum þegar hún fæddi 14. barn sitt 1631. Hafist var handa við byggingu Taj Mahal 1632 og var það tilbúið 1643. Smíði annarra mannvirkja og gerð garða í kring um bygginguna lauk um áratug síðar.

Taj Mahal séð úr norði, horft yfir Yamuna-ána. Sitt hvoru megin við grafhýsið eru tvær byggingar úr rauðum sandsteini. Byggingin hægra megin er moska en hin var ef til vill notuð sem gestahús fyrr á tíð.

Talið er að allt að 20.000 verkamenn víðsvegar að frá Indlandi og Mið-Asíu hafi komið að byggingu Taj Mahal. Byggingarefni kom víða að og það sama má segja um efni í skreytingar, til dæmis ýmsir verðmætir steinar. Efnið var meðal annars sótt til ýmissa svæða á Indlandi og til landa eins og Kína, Tíbet, Afganistan og Sri Lanka. Ætlað er að um 1.000 fílar hafi verið notaðir til efnisflutninga við gerð Taj Mahal.

Taj Mahal er allt klætt hvítum marmara og stendur á háum marmarapalli. Í aðalsal byggingarinnar eru ríkulega skreyttar „gervikistur“ hjónanna Mumtaz Mahal og Shah Jahan. Kisturnar með líkamsleifum þeirra eru neðar í grafhýsinu og þangað er almennum gestum ekki leyft að koma.

Fjórir bænaturnar (e. minarets) standa umhverfis grafhýsið, einn við hvert horn pallsins sem það stendur á. Sitt hvoru megin við grafhýsið eru tvær nákvæmlega eins byggingar úr rauðum sandsteini. Framhlið þeirra snýr að grafhýsinu. Önnur byggingin er moska en hin var ef til vill notuð sem gestahús fyrr á tíð. Sú bygging var líklega reist af fagurfræðilegum ástæðum, til að halda samhverfu skipulagi.

Mynd sem sýnir innviði moskunnar í Taj Mahal.

Umhverfis Taj Mahal er hár veggur eða múr á þrjá vegu. Múrinn er úr rauðum sandsteini með tilkomumiklu hliði andspænis grafhýsinu. Utan múrsins eru nokkur minni mannvirki, meðal annars grafhýsi tveggja annarra eiginkvenna Shaj Jahan.

Taj Mahal hefur verið á menningarminjaskrá UNESCO frá árinu 1983. Grafhýsið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Indlands og þangað koma milljónir gesta á ári hverju.

Ein helsta ógn við ástand grafhýssins er talin vera mengun frá iðnaði og útblæsri bíla. Mengunin hefur skaðleg áhrif á bygginguna, ekki síst á marmarann. Til þess að bregðast við þessu hefur útblástur frá iðnaði og bílum verið takmarkaður á 10.400 km2 svæði í nágrenni Taj Mahal. Lækkandi grunnvatnsstaða á vatnasvæði Yamuna-árinnar veldur einnig áhyggjum. Líklegt er talið að hún hafi áhrif á undirstöður Taj Mahal og valdi sigi grafhýssins.

Til eru fjölmargar myndir af Taj Mahal á veraldarvefnum til dæmis þessar 360° myndir teknar úr lofti.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.2.2016

Spyrjandi

Grétar Birgir Kristjánsson, Viðar Hafsteinsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2016. Sótt 26. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=61712.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2016, 6. febrúar). Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61712

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2016. Vefsíða. 26. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61712>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?
Taj Mahal er grafhýsi sem stendur við bakka Yamuna-árinnar í borginni Agra á Norður-Indlandi. Byggingin er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims.

Taj Mahal var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan (1592-1666, stórmógúll 1628-1658) til minningar um eftirlætiseiginkonu hans Mumtaz Mahal. Hún lést af barnsförum þegar hún fæddi 14. barn sitt 1631. Hafist var handa við byggingu Taj Mahal 1632 og var það tilbúið 1643. Smíði annarra mannvirkja og gerð garða í kring um bygginguna lauk um áratug síðar.

Taj Mahal séð úr norði, horft yfir Yamuna-ána. Sitt hvoru megin við grafhýsið eru tvær byggingar úr rauðum sandsteini. Byggingin hægra megin er moska en hin var ef til vill notuð sem gestahús fyrr á tíð.

Talið er að allt að 20.000 verkamenn víðsvegar að frá Indlandi og Mið-Asíu hafi komið að byggingu Taj Mahal. Byggingarefni kom víða að og það sama má segja um efni í skreytingar, til dæmis ýmsir verðmætir steinar. Efnið var meðal annars sótt til ýmissa svæða á Indlandi og til landa eins og Kína, Tíbet, Afganistan og Sri Lanka. Ætlað er að um 1.000 fílar hafi verið notaðir til efnisflutninga við gerð Taj Mahal.

Taj Mahal er allt klætt hvítum marmara og stendur á háum marmarapalli. Í aðalsal byggingarinnar eru ríkulega skreyttar „gervikistur“ hjónanna Mumtaz Mahal og Shah Jahan. Kisturnar með líkamsleifum þeirra eru neðar í grafhýsinu og þangað er almennum gestum ekki leyft að koma.

Fjórir bænaturnar (e. minarets) standa umhverfis grafhýsið, einn við hvert horn pallsins sem það stendur á. Sitt hvoru megin við grafhýsið eru tvær nákvæmlega eins byggingar úr rauðum sandsteini. Framhlið þeirra snýr að grafhýsinu. Önnur byggingin er moska en hin var ef til vill notuð sem gestahús fyrr á tíð. Sú bygging var líklega reist af fagurfræðilegum ástæðum, til að halda samhverfu skipulagi.

Mynd sem sýnir innviði moskunnar í Taj Mahal.

Umhverfis Taj Mahal er hár veggur eða múr á þrjá vegu. Múrinn er úr rauðum sandsteini með tilkomumiklu hliði andspænis grafhýsinu. Utan múrsins eru nokkur minni mannvirki, meðal annars grafhýsi tveggja annarra eiginkvenna Shaj Jahan.

Taj Mahal hefur verið á menningarminjaskrá UNESCO frá árinu 1983. Grafhýsið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Indlands og þangað koma milljónir gesta á ári hverju.

Ein helsta ógn við ástand grafhýssins er talin vera mengun frá iðnaði og útblæsri bíla. Mengunin hefur skaðleg áhrif á bygginguna, ekki síst á marmarann. Til þess að bregðast við þessu hefur útblástur frá iðnaði og bílum verið takmarkaður á 10.400 km2 svæði í nágrenni Taj Mahal. Lækkandi grunnvatnsstaða á vatnasvæði Yamuna-árinnar veldur einnig áhyggjum. Líklegt er talið að hún hafi áhrif á undirstöður Taj Mahal og valdi sigi grafhýssins.

Til eru fjölmargar myndir af Taj Mahal á veraldarvefnum til dæmis þessar 360° myndir teknar úr lofti.

Heimildir og myndir:

...