Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?

Lena Mjöll Markusdóttir

Með mag. jur. og ML í lögfræði er átt við meistarapróf í lögfræði, en bæði hugtökin koma úr latínu. Mag. jur. stendur fyrir magister juris, en magister þýðir meistari og juris er eignarfall eintölu orðsins ius, sem merkir réttur eða lög. Á Íslandi er mag. jur. notað um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. ML stendur fyrir Magister Legis og er notað á Íslandi um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri eða Háskólanum á Bifröst. Legis er eignarfall eintölu latneska orðsins lex sem þýðir lög. Munurinn felst í raun aðeins í því frá hvaða skóla er verið að brautskrást og hvaða hugtak sá skóli notar um meistaraprófið.

Laganemar við lærdóm

Áður fyrr var laganámi á Íslandi ekki skipt upp í grunn- og meistaranám, heldur luku nemendur embættisprófi í lögfræði eftir fimm ára nám, eða cand. jur. sem stendur fyrir candidata/candidatus juris. Ljúki maður grunn- og meistaranámi í lögfræði, sem að jafnaði tekur fimm ár, jafngildir það samanlagt embættisprófi í lögfræði, hvort sem um er að ræða magister juris eða Magister Leges.

Mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

28.7.2014

Spyrjandi

Rúnar Svavarsson

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2014. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62217.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 28. júlí). Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62217

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2014. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62217>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?
Með mag. jur. og ML í lögfræði er átt við meistarapróf í lögfræði, en bæði hugtökin koma úr latínu. Mag. jur. stendur fyrir magister juris, en magister þýðir meistari og juris er eignarfall eintölu orðsins ius, sem merkir réttur eða lög. Á Íslandi er mag. jur. notað um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. ML stendur fyrir Magister Legis og er notað á Íslandi um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri eða Háskólanum á Bifröst. Legis er eignarfall eintölu latneska orðsins lex sem þýðir lög. Munurinn felst í raun aðeins í því frá hvaða skóla er verið að brautskrást og hvaða hugtak sá skóli notar um meistaraprófið.

Laganemar við lærdóm

Áður fyrr var laganámi á Íslandi ekki skipt upp í grunn- og meistaranám, heldur luku nemendur embættisprófi í lögfræði eftir fimm ára nám, eða cand. jur. sem stendur fyrir candidata/candidatus juris. Ljúki maður grunn- og meistaranámi í lögfræði, sem að jafnaði tekur fimm ár, jafngildir það samanlagt embættisprófi í lögfræði, hvort sem um er að ræða magister juris eða Magister Leges.

Mynd:

...