Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?

JGÞ

Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis.

Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldursbrá.

Leifar neanderdalsmanns fundust fyrst árið 1856 í dal sem hét Neanderthal en nefnist nú Neandertal. Dalurinn er við Düsseldorf í Vestur-Þýskalandi. Þýska orðið Thal eða Tal er einfaldlega dalur. Fyrri hluti orðsins Neandertal dregur nafn sitt af þýskum 17. aldar presti sem hét Joachim Neander en merking orðsins Neander er nýr maður, samanber þýska nafnið Neumann eða hið enska Newman.

Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn.

Í tvínafnakerfinu sem fræðimenn nota til að skipta lífverum niður í hópa er fyrra heitið nafn ættkvíslarinnar en síðara nafnið heiti tegundarinnar. Stundum eru notaðar undirtegundir og þá bætist þriðja nafnið við.

Ættkvísl manna kallast Homo og henni tilheyra meðal annars tegundirnar Homo habilis eða hinn handlagni maður, Homo erectus sem er upprétti maðurinn og Homo sapiens sem er stundum kallaður hinn viti borni maður. Fullt fræðiheiti nútímamanna er Homo sapiens sapiens.

Hin undirtegund tegundarinnar Homo sapiens er Homo sapiens neanderthalensis. Áður var neanderdalsmaðurinn talinn vera beinn forfaðir nútímamanns en nú er hann frekar talinn skyldur honum.

Heimildir og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég hef unnið við umbrot Lifandi vísinda, þessa vandaða blaðs, síðan 2006 og nokkrum sinnum hafa komið greinar um forfeður okkar, Neanderdalsmennina, en ýmist þýða greinahöfundar þá sem Neanderdalsmenn eða Neandertalsmenn. Hvort er rétt?

Höfundur

Útgáfudagur

30.5.2012

Spyrjandi

Magnús Már Magnússon

Tilvísun

JGÞ. „Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2012. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62457.

JGÞ. (2012, 30. maí). Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62457

JGÞ. „Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2012. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62457>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?
Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis.

Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldursbrá.

Leifar neanderdalsmanns fundust fyrst árið 1856 í dal sem hét Neanderthal en nefnist nú Neandertal. Dalurinn er við Düsseldorf í Vestur-Þýskalandi. Þýska orðið Thal eða Tal er einfaldlega dalur. Fyrri hluti orðsins Neandertal dregur nafn sitt af þýskum 17. aldar presti sem hét Joachim Neander en merking orðsins Neander er nýr maður, samanber þýska nafnið Neumann eða hið enska Newman.

Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn.

Í tvínafnakerfinu sem fræðimenn nota til að skipta lífverum niður í hópa er fyrra heitið nafn ættkvíslarinnar en síðara nafnið heiti tegundarinnar. Stundum eru notaðar undirtegundir og þá bætist þriðja nafnið við.

Ættkvísl manna kallast Homo og henni tilheyra meðal annars tegundirnar Homo habilis eða hinn handlagni maður, Homo erectus sem er upprétti maðurinn og Homo sapiens sem er stundum kallaður hinn viti borni maður. Fullt fræðiheiti nútímamanna er Homo sapiens sapiens.

Hin undirtegund tegundarinnar Homo sapiens er Homo sapiens neanderthalensis. Áður var neanderdalsmaðurinn talinn vera beinn forfaðir nútímamanns en nú er hann frekar talinn skyldur honum.

Heimildir og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég hef unnið við umbrot Lifandi vísinda, þessa vandaða blaðs, síðan 2006 og nokkrum sinnum hafa komið greinar um forfeður okkar, Neanderdalsmennina, en ýmist þýða greinahöfundar þá sem Neanderdalsmenn eða Neandertalsmenn. Hvort er rétt?
...