Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Skerpla er nafn á öðrum mánuði í sumri. Hún tekur við af hörpu og hefst laugardaginn í 5. viku sumars, milli 19. og 25. maí.

Skerpla er annar mánuður í sumri en skerpla vísar líklegast til lítils gróðurs að vori. Á þessum fallega degi í byrjun skerplu árið 2007 var þó enn snjór á Flateyri.

Nafnið er ekki mjög gamalt. Það er fyrst á 17. öld að það kemur fram en í eldri rímtölum er mánuðurinn nefndur eggtíð og stekktíð. Það nafn kemur fyrir þegar í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu þar sem greint er frá heitum stundanna. Þar segir um skiptingu ársins (1949:239):
Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr.

Gjarnan er vísað í þá séra Odd Oddsson á Reynivöllum og séra Þórð Sveinsson um að nefna annan mánuð í sumri skerplu, en þeir voru báðir uppi á 17. öld. Í ritmálssafni Orðabókarinnar er heimild tekin upp úr riti Páls lögmanns Vídalín, Skýríngar yfir fornyrði lögbókar. Þar nefnir hann einmitt séra Odd sem heimild. Í greininni Misseristalið og skipting þess eftir Þorkel Þorkelsson (Skírnir 1928:141) eru þessir prestar báðir nefndir sem heimildir um nafnið (dæmin eru tekin úr ritmálssafni Orðabókar Háskólans):

  • Annar mánuður sumars kemur laugardag; hann heitir í Eddu eggtíð og stekktíð; [ [...]] þennan nefnir séra Oddur skerplu, og nokkrir fleiri kalla svo.
  • tveir hinir síðarnefndu [þ.e. sr. Oddur Oddsson á Reynivöllum og sr. Þórður Sveinsson] kalla næsta mánuð [þ.e. eftir Hörpu] Skerplu.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:841) telur að skerpla sé vísast skylt lýsingarorðinu skarpur 'beittur, hvass, harður, skorpinn ...' og nafnorðinu skerpa sem skylt er nýnorska orðinu skjerpe 'hrjóstur, jarðþurrkur', færeyska orðinu skerpa 'vindþurrkað kjöt' og orðinu skärpa 'þurrt, ófrjótt land' í sænskum mállýskum. Skerpla vísar þá líklegast til lítils gróðurs að vori.

Heimildir og mynd:

  • Ritmálsskrá OH.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1949. Guðni Jónsson bjó til prentunar. íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík.
  • Þorkell Þorkelsson. 1928. Misseristalið og tildrög þess. Skírnir, 102 ár, 124-144.
  • Mynd: blog.is - Erling Ólafsson. Sótt 23. 5. 2012.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.5.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2012, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62651.

Guðrún Kvaran. (2012, 25. maí). Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62651

Guðrún Kvaran. „Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2012. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62651>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?
Skerpla er nafn á öðrum mánuði í sumri. Hún tekur við af hörpu og hefst laugardaginn í 5. viku sumars, milli 19. og 25. maí.

Skerpla er annar mánuður í sumri en skerpla vísar líklegast til lítils gróðurs að vori. Á þessum fallega degi í byrjun skerplu árið 2007 var þó enn snjór á Flateyri.

Nafnið er ekki mjög gamalt. Það er fyrst á 17. öld að það kemur fram en í eldri rímtölum er mánuðurinn nefndur eggtíð og stekktíð. Það nafn kemur fyrir þegar í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu þar sem greint er frá heitum stundanna. Þar segir um skiptingu ársins (1949:239):
Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr.

Gjarnan er vísað í þá séra Odd Oddsson á Reynivöllum og séra Þórð Sveinsson um að nefna annan mánuð í sumri skerplu, en þeir voru báðir uppi á 17. öld. Í ritmálssafni Orðabókarinnar er heimild tekin upp úr riti Páls lögmanns Vídalín, Skýríngar yfir fornyrði lögbókar. Þar nefnir hann einmitt séra Odd sem heimild. Í greininni Misseristalið og skipting þess eftir Þorkel Þorkelsson (Skírnir 1928:141) eru þessir prestar báðir nefndir sem heimildir um nafnið (dæmin eru tekin úr ritmálssafni Orðabókar Háskólans):

  • Annar mánuður sumars kemur laugardag; hann heitir í Eddu eggtíð og stekktíð; [ [...]] þennan nefnir séra Oddur skerplu, og nokkrir fleiri kalla svo.
  • tveir hinir síðarnefndu [þ.e. sr. Oddur Oddsson á Reynivöllum og sr. Þórður Sveinsson] kalla næsta mánuð [þ.e. eftir Hörpu] Skerplu.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:841) telur að skerpla sé vísast skylt lýsingarorðinu skarpur 'beittur, hvass, harður, skorpinn ...' og nafnorðinu skerpa sem skylt er nýnorska orðinu skjerpe 'hrjóstur, jarðþurrkur', færeyska orðinu skerpa 'vindþurrkað kjöt' og orðinu skärpa 'þurrt, ófrjótt land' í sænskum mállýskum. Skerpla vísar þá líklegast til lítils gróðurs að vori.

Heimildir og mynd:

  • Ritmálsskrá OH.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1949. Guðni Jónsson bjó til prentunar. íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík.
  • Þorkell Þorkelsson. 1928. Misseristalið og tildrög þess. Skírnir, 102 ár, 124-144.
  • Mynd: blog.is - Erling Ólafsson. Sótt 23. 5. 2012.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....