Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Einkenni kvefs stafa af viðbrögðum ónæmiskerfis okkar gegn sýklum (einhverri af þeim um 100 veirum sem valda kvefi). Eitt þessara einkenna er að nefgöngin stíflast af slími og er það ástæðan fyrir því að við finnum ekki lykt af mat né öðru.

Ilmefni berast okkur í svonefndum gasham. Ilmefnin komast ekki að lyktarskynnemum í eða undir slímhúð nefganganna ef þau eru full af slími. Þá myndast ekki skyntaugaboð um lyktina til heila og engin lykt er skynjuð.

Slím í nefi kemur í veg fyrir að ilmefni berist að lyktarskynnemum og þess vegna finnum við ekki lykt þegar nefið er stíflað af hor.

Það sama á við um bragðskyn. Bragð af mat stafar af flókinni úrvinnslu heilans á taugaboðum frá lyktar- og bragðskynnemum. Súrt eða sætt bragð getum við skynjað án lyktarskyns en flóknari tegundir bragðs getum við aðeins skynjað rétt með samspili bragðs og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð og nefið fullt af slími, bragðast matur því öðruvísi vegna þess að lyktina vantar. Um þetta má lesa í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna hverfur lyktarskynið? og í svari Friðriks Páls Jónssonar við spurningunni Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?

Það er sem sagt allt slímið sem myndast við kvef sem truflar lyktarskynið og þar með bragðskynið líka.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

18.3.2013

Spyrjandi

Kristín Ester Vignisdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2013, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63512.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 18. mars). Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63512

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2013. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63512>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?
Einkenni kvefs stafa af viðbrögðum ónæmiskerfis okkar gegn sýklum (einhverri af þeim um 100 veirum sem valda kvefi). Eitt þessara einkenna er að nefgöngin stíflast af slími og er það ástæðan fyrir því að við finnum ekki lykt af mat né öðru.

Ilmefni berast okkur í svonefndum gasham. Ilmefnin komast ekki að lyktarskynnemum í eða undir slímhúð nefganganna ef þau eru full af slími. Þá myndast ekki skyntaugaboð um lyktina til heila og engin lykt er skynjuð.

Slím í nefi kemur í veg fyrir að ilmefni berist að lyktarskynnemum og þess vegna finnum við ekki lykt þegar nefið er stíflað af hor.

Það sama á við um bragðskyn. Bragð af mat stafar af flókinni úrvinnslu heilans á taugaboðum frá lyktar- og bragðskynnemum. Súrt eða sætt bragð getum við skynjað án lyktarskyns en flóknari tegundir bragðs getum við aðeins skynjað rétt með samspili bragðs og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð og nefið fullt af slími, bragðast matur því öðruvísi vegna þess að lyktina vantar. Um þetta má lesa í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna hverfur lyktarskynið? og í svari Friðriks Páls Jónssonar við spurningunni Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?

Það er sem sagt allt slímið sem myndast við kvef sem truflar lyktarskynið og þar með bragðskynið líka.

Heimildir og mynd:

...