Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er spegill á litinn?

Ari Ólafsson

Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð.

Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður geisli inniheldur upplýsingar um styrk og stefnu upprunageisla. Fínslípaðir málmfletir eða málmhúð á slípuðum fleti eru helstu dæmi um fleti sem gefa stefnubundna speglun.

Mynd 1: Stefnubundin speglun. Innfallsgeisli og speglaður geisli mynda báðir hornið $\theta$ (þeta) við þveril á spegilflötinn. Báðir geislar og þverill liggja í sama plani (myndplaninu).

Dreifð speglun (e. Lambertian reflection) fer í allar áttir frá spegilfletinum, svo speglaður geisli inniheldur ekki upplýsingar um upprunalega stefnu frá ljósgjafa. Fyrir hrjúfa fleti er þessi speglunarþáttur ráðandi. Almennt fer skynjun okkar á litaáferð flata í gegnum dreifða speglun. Ef við lýsum á grænmálaðan flöt með vasaljósi, skynjum við flötinn grænan alls staðar í gegnum dreifða speglun, nema þar sem stefnubundna speglunin skilar okkur gljáa sem minnir meira á lit ljósgjafans en flatarins.

Spegilfletir til almennra nota eru oftast gerðir þannig að málmhúð er lögð á sléttslípaðan flöt sem gæti verið gler, plast eða annar málmur. Ef undirlagið er flatt á lengdarkvarða í grennd við öldulengd ljóssins verður stefnubundin speglun ráðandi og dreifð speglun hverfandi. Þar sem litaáferð flata tengist dreifðu spegluninni sem speglar hafa lítið af hafa þeir ekki lit í sama skilningi og aðrir fletir. Ef við ætlum samt að eigna spegilfletinum litaeinkunn þarf sá litakeimur að ganga jafnt yfir allar spegilmyndir.

Mynd 2: Dreifð speglun. Speglaðir geislar dreifast í allar áttir og eru ekki bundnir við myndplanið.

Spegilhúðir úr áli (Al), silfri (Ag), krómi (Cr) eða nikkeli (Ni) spegla nokkuð jafnt yfir allt sýnilega litrófið og hafa áferð sem við köllum málmáferð. Ef við eigum að gefa fletinum litaeinkunn verður það helst gráleitt, sem er einkenni á jafnri en deyfðri speglun yfir allt sýnilega sviðið, samanber litaáferð á skýjum.

Spegilhúð úr gulli speglar bláum lit minna en öðrum litum. Gullspegill setur því gula slikju á allar sínar spegilmyndir. Spegillinn á myndinni er hluti af stjörnusjónauka James Webb.

Spegilhúðir úr gulli (Au) og kopar (Cu) spegla ekki jafnsterkt á öllu sýnilega litrófsbilinu. Gullið speglar bláum lit minna en öðrum litum svo gullspegill setur gula slikju á allar sínar spegilmyndir, líkt og Rayleigh-dreifing á bláu ljósi gefur sólinni gula áferð á miðjum degi og sólroða að kvöldi. Koparspeglar draga úr styrk bæði blárra og grænna ljósgeisla og gefa þannig rauðbrúnleitan blæ á allar spegilmyndir. Speglar af þessu tagi gefa næpuhvítum norrænum mönnum sællegri spegilmynd en venjulegir speglar, með brúnni slikjunni sem líkist sólbrúnku. Þá er því stundum að finna á líkamsræktarstöðvum og öðrum stöðum þar sem mikið er lagt upp úr líkamsútliti. Litaeinkunn verður því gul fyrir gullspegil og rauðbrún fyrir koparspegil.

Myndir:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.2.2014

Spyrjandi

Ívan Róbertsson, Arngrímur Jónsson, Jakob Kristinsson og Jónatan Pétursson

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hvernig er spegill á litinn?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2014, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64287.

Ari Ólafsson. (2014, 19. febrúar). Hvernig er spegill á litinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64287

Ari Ólafsson. „Hvernig er spegill á litinn?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2014. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64287>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er spegill á litinn?
Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð.

Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður geisli inniheldur upplýsingar um styrk og stefnu upprunageisla. Fínslípaðir málmfletir eða málmhúð á slípuðum fleti eru helstu dæmi um fleti sem gefa stefnubundna speglun.

Mynd 1: Stefnubundin speglun. Innfallsgeisli og speglaður geisli mynda báðir hornið $\theta$ (þeta) við þveril á spegilflötinn. Báðir geislar og þverill liggja í sama plani (myndplaninu).

Dreifð speglun (e. Lambertian reflection) fer í allar áttir frá spegilfletinum, svo speglaður geisli inniheldur ekki upplýsingar um upprunalega stefnu frá ljósgjafa. Fyrir hrjúfa fleti er þessi speglunarþáttur ráðandi. Almennt fer skynjun okkar á litaáferð flata í gegnum dreifða speglun. Ef við lýsum á grænmálaðan flöt með vasaljósi, skynjum við flötinn grænan alls staðar í gegnum dreifða speglun, nema þar sem stefnubundna speglunin skilar okkur gljáa sem minnir meira á lit ljósgjafans en flatarins.

Spegilfletir til almennra nota eru oftast gerðir þannig að málmhúð er lögð á sléttslípaðan flöt sem gæti verið gler, plast eða annar málmur. Ef undirlagið er flatt á lengdarkvarða í grennd við öldulengd ljóssins verður stefnubundin speglun ráðandi og dreifð speglun hverfandi. Þar sem litaáferð flata tengist dreifðu spegluninni sem speglar hafa lítið af hafa þeir ekki lit í sama skilningi og aðrir fletir. Ef við ætlum samt að eigna spegilfletinum litaeinkunn þarf sá litakeimur að ganga jafnt yfir allar spegilmyndir.

Mynd 2: Dreifð speglun. Speglaðir geislar dreifast í allar áttir og eru ekki bundnir við myndplanið.

Spegilhúðir úr áli (Al), silfri (Ag), krómi (Cr) eða nikkeli (Ni) spegla nokkuð jafnt yfir allt sýnilega litrófið og hafa áferð sem við köllum málmáferð. Ef við eigum að gefa fletinum litaeinkunn verður það helst gráleitt, sem er einkenni á jafnri en deyfðri speglun yfir allt sýnilega sviðið, samanber litaáferð á skýjum.

Spegilhúð úr gulli speglar bláum lit minna en öðrum litum. Gullspegill setur því gula slikju á allar sínar spegilmyndir. Spegillinn á myndinni er hluti af stjörnusjónauka James Webb.

Spegilhúðir úr gulli (Au) og kopar (Cu) spegla ekki jafnsterkt á öllu sýnilega litrófsbilinu. Gullið speglar bláum lit minna en öðrum litum svo gullspegill setur gula slikju á allar sínar spegilmyndir, líkt og Rayleigh-dreifing á bláu ljósi gefur sólinni gula áferð á miðjum degi og sólroða að kvöldi. Koparspeglar draga úr styrk bæði blárra og grænna ljósgeisla og gefa þannig rauðbrúnleitan blæ á allar spegilmyndir. Speglar af þessu tagi gefa næpuhvítum norrænum mönnum sællegri spegilmynd en venjulegir speglar, með brúnni slikjunni sem líkist sólbrúnku. Þá er því stundum að finna á líkamsræktarstöðvum og öðrum stöðum þar sem mikið er lagt upp úr líkamsútliti. Litaeinkunn verður því gul fyrir gullspegil og rauðbrún fyrir koparspegil.

Myndir:

...