Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?

Inga Rósa Ragnarsdóttir

Aflatoxín er sveppaeitur (e. mycotoxin). Það er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið sem vitað er um í dag. Eitrið er framleitt af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir myglusveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Aflatoxín finnst meðal annars í kornvörum, hnetum og fíkjum. Auk þessa hefur aflatoxín fundist í mjólk þeirra dýra sem hafa neytt mengaðs fóðurs.

Til eru nokkrar tegundir aflatoxína en þær eru B1, B2, G1 og G2. Þessar tegundir finnast í mismiklu magni og eru miseitraðar en af þeim er aflatoxín B1 eitraðast og finnst jafnframt í mestu magni. Rannsóknir hafa sýnt að aflatoxín getur verið banvænt í háum skömmtum. Auk þessa hafa rannsóknir á tilraunadýrum sýnt fram á að aflatoxín geti verið krabbameinsvaldandi. Í tilraunarottum er þetta til dæmis eitt mest krabbameinsvaldandi efni sem þekkt er.

Fjórar þriggja daga gamlar Aspergillus-þyrpingar.

Áhrif aflatoxíns á menn eru ekki að fullu þekkt. Ýmsar rannsóknir hafa gefið til kynna að aflatoxín geti haft áhrif á myndun krabbameins í lifur hjá mönnum.

Aflatoxín er hættulegt í mjög litlum styrk og þess vegna er ólíklegt að magnið sé nógu mikið til að það gefi af sér ákveðið bragð. Hins vegar sést oft grænn litur vegna myglusveppsins sem framleiðir eiturefnið.

Heimildir:

Við gerð þessa svars var einnig stuðst við svar eftir Björn Sigurð Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðing: Getur verið hollt að borða myglaðan mat?

Kristínu Ólafsdóttur, sérfræðingi í eiturefnafræði, er þökkuð aðstoð við gerð þessa svars.

Mynd:

Höfundur

Inga Rósa Ragnarsdóttir

MA-nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

14.4.2014

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2014. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67101.

Inga Rósa Ragnarsdóttir. (2014, 14. apríl). Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67101

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2014. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67101>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er aflatoxín og hefur það einkennandi bragð ef það finnst í matvælum?
Aflatoxín er sveppaeitur (e. mycotoxin). Það er eitt þekktasta og mest rannsakaða sveppaeitrið sem vitað er um í dag. Eitrið er framleitt af myglusveppunum Aspergillus flavus, A. nomius og A. parasiticus. Þessir myglusveppir vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Aflatoxín finnst meðal annars í kornvörum, hnetum og fíkjum. Auk þessa hefur aflatoxín fundist í mjólk þeirra dýra sem hafa neytt mengaðs fóðurs.

Til eru nokkrar tegundir aflatoxína en þær eru B1, B2, G1 og G2. Þessar tegundir finnast í mismiklu magni og eru miseitraðar en af þeim er aflatoxín B1 eitraðast og finnst jafnframt í mestu magni. Rannsóknir hafa sýnt að aflatoxín getur verið banvænt í háum skömmtum. Auk þessa hafa rannsóknir á tilraunadýrum sýnt fram á að aflatoxín geti verið krabbameinsvaldandi. Í tilraunarottum er þetta til dæmis eitt mest krabbameinsvaldandi efni sem þekkt er.

Fjórar þriggja daga gamlar Aspergillus-þyrpingar.

Áhrif aflatoxíns á menn eru ekki að fullu þekkt. Ýmsar rannsóknir hafa gefið til kynna að aflatoxín geti haft áhrif á myndun krabbameins í lifur hjá mönnum.

Aflatoxín er hættulegt í mjög litlum styrk og þess vegna er ólíklegt að magnið sé nógu mikið til að það gefi af sér ákveðið bragð. Hins vegar sést oft grænn litur vegna myglusveppsins sem framleiðir eiturefnið.

Heimildir:

Við gerð þessa svars var einnig stuðst við svar eftir Björn Sigurð Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðing: Getur verið hollt að borða myglaðan mat?

Kristínu Ólafsdóttur, sérfræðingi í eiturefnafræði, er þökkuð aðstoð við gerð þessa svars.

Mynd:

...