Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru eiturefni búin til?

EDS

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn búa til efni sem reynast eitruð. Reyndar er það svo að skaðleg efni eru ekki endilega framleidd eða búin til heldur finnast líka víða í náttúrunni.

Miðevrópski læknirinn Paracelsus (1494-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning um skammtastærð hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Hann hafði margt til síns máls þó eitur sé ekki skilgreint á þennan hátt í dag. Til dæmis geta lífsnauðsynleg efni eins og vatn og salt haft skaðleg áhrif ef við neytum þeirra í miklu magni. Engu að síður teljast þau ekki til eiturefna.

Það er ýmislegt í náttúrunni sem getur reynst mönnum eitrað, ýmis dýr hafa eitur sér til varnar, plöntur og sveppir geta innihaldið eitruð efni og eitruð efni geta fylgt eldgosum, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd.

Ýmiss konar skaðleg efni eru framleidd í ákveðnum tilgangi en ekki ætluð til að skaða menn. Þar má til dæmis nefna ýmiss konar hreinsiefni og efni notuð í iðnaði. Sem dæmi má nefna PCB-efni sem geta haft eitrunaráhrif á menn, en um þau er fjallaði í svari frá Matvælastofnun við spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um PCB? Annað dæmi eru skordýraeitrið DDT sem fjallað er um í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?


Efni sem merkt eru á þennan hátt hafa bráð eituráhrif. Þau má ekki selja á almennum markaði.

Svo eru efni sem vitað er að valda fólki skaða en þau eru enga að síður framleidd til notkunar fyrir fólk þó markmiðið sé ekki að bana fólki. Gott dæmi um að eru ýmiss konar vímuefni sem geta verið beinlínis banvæn í stórum skömmtum. Ástæðan fyrir framleiðslu slíkra efna er væntanlega ekki sú að drepa fólk heldur frekar gróðavonin, einhver getur grætt mjög mikið af peningum á framleiðslu þeirra og þá burtséð frá því hvaða áhrif efnin geta haft.

En vissulega hafa verið framleidd eiturefni í þeim eina tilgangi að valda manntjóni. Í fyrri heimsstyrjöldinni var notað sinnepsgas eins og lesa má um í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni: Hvað er sinnepsgas? Í síðari heimsstyrjöldinni notuðu Þjóðverjar gas sérstaklega framleitt til þess að deyða fólk í útrýmingarbúðum sínum (sjá til dæmis svar Jónu Símoníu Bjarnadóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?). Framleiðsla efna sem beinlínis er ætlað að skaða fólk er sjálfsagt ekki eitthvað sem heyrir sögunni til því gera má því skóna að ýmsir herir og hryðjuverkahópar hafi yfir einhverjum slíkum efna- eða sýklavopnum að ráða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Sólveig Ýr Jónsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna eru eiturefni búin til?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58915.

EDS. (2011, 16. mars). Hvers vegna eru eiturefni búin til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58915

EDS. „Hvers vegna eru eiturefni búin til?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58915>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru eiturefni búin til?
Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn búa til efni sem reynast eitruð. Reyndar er það svo að skaðleg efni eru ekki endilega framleidd eða búin til heldur finnast líka víða í náttúrunni.

Miðevrópski læknirinn Paracelsus (1494-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning um skammtastærð hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Hann hafði margt til síns máls þó eitur sé ekki skilgreint á þennan hátt í dag. Til dæmis geta lífsnauðsynleg efni eins og vatn og salt haft skaðleg áhrif ef við neytum þeirra í miklu magni. Engu að síður teljast þau ekki til eiturefna.

Það er ýmislegt í náttúrunni sem getur reynst mönnum eitrað, ýmis dýr hafa eitur sér til varnar, plöntur og sveppir geta innihaldið eitruð efni og eitruð efni geta fylgt eldgosum, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd.

Ýmiss konar skaðleg efni eru framleidd í ákveðnum tilgangi en ekki ætluð til að skaða menn. Þar má til dæmis nefna ýmiss konar hreinsiefni og efni notuð í iðnaði. Sem dæmi má nefna PCB-efni sem geta haft eitrunaráhrif á menn, en um þau er fjallaði í svari frá Matvælastofnun við spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um PCB? Annað dæmi eru skordýraeitrið DDT sem fjallað er um í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?


Efni sem merkt eru á þennan hátt hafa bráð eituráhrif. Þau má ekki selja á almennum markaði.

Svo eru efni sem vitað er að valda fólki skaða en þau eru enga að síður framleidd til notkunar fyrir fólk þó markmiðið sé ekki að bana fólki. Gott dæmi um að eru ýmiss konar vímuefni sem geta verið beinlínis banvæn í stórum skömmtum. Ástæðan fyrir framleiðslu slíkra efna er væntanlega ekki sú að drepa fólk heldur frekar gróðavonin, einhver getur grætt mjög mikið af peningum á framleiðslu þeirra og þá burtséð frá því hvaða áhrif efnin geta haft.

En vissulega hafa verið framleidd eiturefni í þeim eina tilgangi að valda manntjóni. Í fyrri heimsstyrjöldinni var notað sinnepsgas eins og lesa má um í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni: Hvað er sinnepsgas? Í síðari heimsstyrjöldinni notuðu Þjóðverjar gas sérstaklega framleitt til þess að deyða fólk í útrýmingarbúðum sínum (sjá til dæmis svar Jónu Símoníu Bjarnadóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?). Framleiðsla efna sem beinlínis er ætlað að skaða fólk er sjálfsagt ekki eitthvað sem heyrir sögunni til því gera má því skóna að ýmsir herir og hryðjuverkahópar hafi yfir einhverjum slíkum efna- eða sýklavopnum að ráða.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....