Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er skálmöld og við hvaða skálm er átt?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir orðið eða hugtakið skálmöld? Hvaðan er þetta orð komið og við hvers konar skálm er átt?


Orðið skálm er fornt orð yfir sverð en þekkist einnig í merkingunni 'stór hnífur, sveðja'. Skálmöld merkir 'ófriðaröld, vígaöld'. Orðið þekkist fyrst úr 44. (45.) vísu Völuspár þar sem völvan spáir fyrir um endalok heimsins (stafsetningu breytt):

Bræður munu berjast
og að bönum verða,
munu systrungar
sifjum spilla,
hart er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist
mun engi maður
öðrum þyrma.

Málverk sem sýnir ragnarök (endalok heimsins) eftir Emil Doepler (1905). Hér sést Óðinn berjast við Fenrisúlf og Freyr við Surt.

Vísan er að mestu auðskilin. Að baki orðinu skeggöld er nafnorðið skeggja 'öxi' en merkingin hin sama og í skálmöld. Vindöld merkir 'stormasamir tímar' og að baki vargöld er nafnorðið vargur 'úlfur'.

Mynd:

Útgáfudagur

25.6.2014

Spyrjandi

Heiðar Benediktsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er skálmöld og við hvaða skálm er átt?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2014. Sótt 19. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=67265.

Guðrún Kvaran. (2014, 25. júní). Hvað er skálmöld og við hvaða skálm er átt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67265

Guðrún Kvaran. „Hvað er skálmöld og við hvaða skálm er átt?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2014. Vefsíða. 19. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67265>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Lykt

Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir frá efninu hafa losnað út í loftið og komist í snertingu við svonefnda viðtaka í nefinu á okkur. Í nefholinu á okkur eru um 50 milljónir þefnema sem þekja um 5 fersentimetra af slímhúð. Talið er að heilbrigt nef geti fundið 10.000 mismunandi lyktartegundir.